Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 16.09.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag 16. september 1925. agBíaé I. árgarigíir. m. tölublað. VAFASAMT er hvort nokkur maður veit hve mörg félög eru hér í Reykjavík, og efa- iaust veit enginu hve mörg þau eru á öllu landinu. Tilgangur þeirra er'mjög óskyldur, en eitt er þó sameiginlegt með þeim öllum, að aðaltakmark þeirra er að koma þeim málum í fram- kvæmd, sem þau hafa verið stofnuð til að veita liðsinni. Öll félög eru mynduð til að koma einhverjum áhugamálum áleiðis til framkvæmdar, og tekst þeim það auðvitað mjög misjafnlega, eftir því sem efni standa til. Sum þeirra eru í raun og veru ekkert nema nafnið, orðin eins- konar steingerfingar, líflítil og athafnalaus. I';m hanga saman á liðnu gengi og gamalli frægð, og upphafiegu áhugamálin eru jafnvel týnd og graíin. En þótt mörg séu við líði, eru hin lík- lega fleiri, sem liðin eru undir lok, og sum þeirra með öllu gleymd. Er lítil eftirsjón að mörgnm þeirra, en að sumum nokkur, en eins dauði er ann- ars líf, og ný félög rísa upp þar sem önnur fara veg allrar veraldar. Einnig er svo um sum þeirra, að þau eru komin mjög langt frá upphaflegu ætl- unarverki sínu og geta aldrei orðið að því gagni, sem þeim var ætlað að verða. Þessti of- mergð félaganna, miöað við fólksfjölda, dregur mjög úr starfsþrótti hvers þeirra, og geta ur jafnvel lamað hann með öllu. Þótt félögin séu fyrst og fremst mynduð til að sameinast um og hrinda einhverju áhugamáli í framkvæmd, vill það oft verða svo, að þau eru athafnamest fyrsta sprettinn, en dregur svo smámsaman úr þeim, eftir því sem forgöngumennirnir eldast og þreytast. Má um margan fé- lagsskap segja, að fyrst sé alt frægast, 0g er það ilt um þau félög, sem stofnuð eru í nyt- sömum tilgangi og gætu komið miklu góðu til leiðar. Einnig er það oft svo, að mörg félög eru slofnuð með sameiginlegu markmiði, þar sem færri og jafnvel eitt ætti að vera nægilegt. Slíkt er aðeins til að dreifa kröftunum og gera sókn- ina eríiðari að þvi marki, sem stefnt er til. Sameining starfs- kraftanna er auðvitað aðalatrið- ið, þegar félög eru mynduð, og því meira má búast við að þau geti áorkað, sem þau eru stærri og fjölmennari. Sem dæmi þess má nefna þau félög hér í bæ, sem hafa mannúðarmálin efst á stefnuskrá sinni. Þau virðast vera of mörg, og mætti vænta að þau gæti meira áorkað, ef þau væri færri en öflugri. Sama má segja um íþróttáfélögin og einnig ýms fleiri. Mörg félög með sameiginleg áhugamál en þröng takmörk fyrir félagatölu hljóta að ein- hverju leyti að þvselast hvort fyrir öðru og draga um leið úr starfsemi hvers eins. Menn mega ekki halda of fast við nöfnin ein, þar sem gildar ástæður eru fyrir að þau gætu komið miklu meira í framkvæmd, ef þau sam- cinuðust um sameiginlegu á- hugamálin. Þessar bendingar ættu félögin að taka til ræki- legrar íhugnnar, og mætti vænta þess, að hlutlaus yfirvegun sann- færði menn um, að þessar til- lögur væru þess verðar, að eftir þeim yrði faiið. »Á Mt yllr opið haf«. Tveir ungir hafnsögumenn frá Háloga- íítadi í Noregi lögðu á stað til Ameriku á lítilli skútu þann 7. júní í sumar, og komu þeir til New York 27. ágúst. Höfðu þeir þá siglt í 80 daga. Skúta þeirra heitir »Fedralandet«, og er tví- stefnungur 46 feta langur 15 feta breiður. Frá Yestur-íslendingura. £foilegnr íþróttamaðnr. Á allsherjar íþróttamóti unglinga innan Manitobafylkis vann ung- lingspiltur íslenzkur heiðurstitil- inn sem íþróttameistari Mani- toba. Varð hann fyrstur í tveim- ur hlaupum og einnig í lang- stökki, hljóp 19 fet og 6 þml. Garðar hafði komið héðan að heiman fyrir þremur árum, og er talinn mjög efnilegur iþrótta- maður. Hann hefir meðal ánn- ars lagt stund á knattspyrnu og hefir flokkur sá, sem hann er í, unnið meistaratitil unglinga sið- ustu 3 árin. íslendingaðagurinn í Winni- peg. Það hefir lengi verið venja Vestur-íslendinga að halda einn dag á ári hátíðlegan, til minn- ingar um ættland sitt og þjóð- erni og hefir hann verið nefnd- ur »íslendingadagur<(. Hefir það venjulega verið 2. ágúst, sem valinn hefir verið til hátiðahalds- ins, og aðal hátiðin farið fram í Winnipeg, en einnig hafa Is- lendingadagar viðar verið haldn- ir í fjölmennari bygðum ísíencr- inga þar vestra. f þetta sinn var íslendinga- dagurinn í Winnipeg 1. ágúst og er mikið látið af hve vel hann hafi farið fram. Aðalræðuna hélt Einar H. Kvaran skáld og marg- ar fleiri voru haldnar, þ. á. m. af B. J. Brandson lækni, sem sagð- ur er mjög snjall ræðumaður. Kvæði voru þar einnig Hutt, er orkt höfðu vestur-íslensku skáld- in Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Sig. Júl. Jóhannesson og Jón JónatanssOn, og eitt eftir Einar H. Kvaran, Minni Vesturheims. — Þetta er 36. íslendingadag- urhm sém Wennepegbua1r hafa haldið, Og gefur hann góðar vonir um að þeim takist lengi enn að halda slika daga.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.