Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.09.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 18.09.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 Frá bæjarstjGrnaríimdL Bæjarstjórnarfundur var hald- inn í gær, og voru 10 mál á dagskrá. Fundurinn stóð í 3 tioia, því töluverðar umræður spunnust út af sumum málun- um, og héldu hæjarfulltrúar sig venju fremur að þeim málum, sem voru á dagskrá. ' Járnbrautarstöð. Á fundum samvinnunefndar 11. og 12. sept. hafði verið rætt um stað fyrir væntanlega járnbrautarstöð. og lagðir fram uppdrættir þar að lútandi. Þeir staðir, sem komu þar til mála voru: 1. við Skúla- götu austan við Ingólfsstræti, 2. við Tjarnarendann, neðan við Sóleyjargötu, og 3. í Norður- mýri, sunnan Laugavegar. Skipu- lagsnefnd hafði enga álivörðun tekið um hvern staðinn ætti að velja og engar umræður urðu Þar um á bæjarstjórnarfundinum. Lifrarbræðslan í Öfflrisey. íþróttasamband íslands hafði farið þess á leit, að grútar- bræðslustöðin í Örfirisey verði flutt þaðan sem fyrst, en hafn- arnefnd ekki viljað sinna þeirri beiðni. Það hefði strax verið tekið fram, að stöðin yrði ekki flutt burtu, en byggingarleyfi Sundskálans því skilyrði bundið, að hann yrði tekinn burtu ef krafist væri með 6 mán. fyrirvara. Borgarstjóri benti á, að for- göngumönnum Sundskálans hefði strax verið bent á, að þarna ! væri ekki heppilegur staður vegna óhægrar aðstöðu, einnig mætti búast við að Skálinn gæti ekki staðið þarna til langframa vegna væntanlegra framkvæmda, sem þar yrðu gerðar, og að þeir mætti ekki búast við að grútar- stöðin yrði flutt þaðan þeirra vegna. Fanst honum aðferðin lýsa nokkurri frekju, að færa sig svona upp á skaftið strax og búið væri að veita þeim um- beðið leyfi. Taldi borgarstjóri Örfirisey vera einhvern dýrmæt- asta blett hafnarinnar, og mætti því ekki veita þar einum frem- ur en öðrum of mikil einka- réltindi. Þórður Sveinsson taldi sjálf- sagt að ftytja bræðslustöðina burt úr eynni, þótt gott væri fyrir sundmennina að hafa þar grútinn til að lægja öldurnar. Því grútarstöðin yrði að fara þaðan hvort sem væri og sund- skálinn mundi einnig fara sömu leiðina seinna, vegna þess hve staðurinn væri dýr. Pað ætti að kappkosta að hafa bræðslustöðv- arnar þar sem áburðurinn frá þeim gæti komið að beztum notum, því aldrei væri of mikið af ræktaða landinu. Björn Ólafsson endurtók um- mæli í\ Sv. og mælti með beiðni íþróttasambandsins um að fá stöðina flutta úr eynni, og bar fram tillögu um að borgar- stjóri færi þess á leit við hafn- arnefnd, að hún hlutaðist til um að bræðslustöðin yrði flutt burtu ekki síðar en næsta vor. Pétur Halldórsson mælti á móti því að beiðni íþróttasam- bandsins væri sint og vitti eink- um þá aðferð sem beitt hefði verið í þessu máli. Pað hefði ekki verið íþróttasambandið sem beðið hefði um leyfi fyrir sund- skálabygginguna, en svo kæmi það á eftir og krefðist fríðinda, sem strax hefði verið tekið fram að ekki yrðu veitt. Að lokum var tillaga Bj. Ól. samþykt með 7 atlcv. gegn 5. Frh. 3onnr .iárnbrantakóugrsins. — Ég varð ástfanginn í henni við fyrsta a*Jgnakast. — Petta hefi mér verið alveg ókunnugt um, Ef þér hafið haft ástæðu til að ætla, að bónorði yðar yrði vel tekið, því hafið þér þá ekki komið til mín fyr? — Ég gat það ekki. Ég vissi ekki, hvað hún hét. Eg var alveg að verða sturlaður, af því gat ekki einu sinni fengið vitneskju um nafn stúlku þeirrar, sem ég var ástfanginn íf — Kirk rausaði upp alla söguna um leitina eftir Chiquiu, — Petta var sannarlega furðuleg saga, mælti Garvel, er Kirk lauk frásögn sinni. Mjög furðu- saga — en samt gerðuð þér rétt í að segja mér þetta. í svipinn veit ég sannarlega ekki, hvað ég á að halda, Ungt fólk er svo gefið fyrir þessháttar skáldsögulega og vanhugsaða ástleitni. Pað er líklegast afsakanlegt, en — — — Pér eigið ef til vill erfitt nieð að skilja, ^vernig maður geti orðið ástfanginn eftir svona ^utta viðkinningu, en ég hefi barist við þetta * marga mánuði — það er alls ekki bráðræðis- ^an frá minni hálfu, það get ég fullvissað yður um; og mér er þetta fyrir öllu öðru. Ef þér viljið segja mér eitthvað um sjálf- an yður, á ég ef til vill hægra með að átta mi8 á málinu. — Með ánægju — þó það sé annars ekki mikið að segja. Sem stendur vinn ég hjá Pan- ama-járnbrautarfélaginu sem aðstoðarmaður Runnels — rekstursstjórans. Mér geðjast vel að vinnunni og býst við að komast hærra. Ég á dálítið af peningum — nægilega til þess að byrja á einhverju, ef ég skyldi rekast á eitthvað hér syðra — og — jæja, já, ég er fátækur, en heiðar- legur. Parna held ég, að þér hafið alla söguna. Hann þagnaði og hafði á tilfinningunni, að hann hefði í rauninni ekki verið fyllilega sanngjarn gegn sjálfum sér. Hvað var annars frekar að segja um Kirk Anthony? Eftir dálitla umhugsun bætti hann svo við: — Faðir minn er járnbrautarmaður. í Al- bany, New York. — Leyfið mér að spyrja hvaða stöðu hefir hann þar? sagði Garavel og virtist nú hafa fengið dálftinn áhuga fyrir málinu. Kirk brosti að þessari spurningu, og er hann sá eintak af »Hver er hver« á borði banka- stjórans, fletti hann upp á nafni föður síns og benti á það hálf sneypulegur. Garavel skiíti þegar um svip. — Auðvitað þekkir allur viðskiftaheimurinn Darwin K. Anthony, sagði hann. Jafnvel við lítilfjörlegu kaupsýslumennirnir hér í hitabeltinu höfum heyrt hans getið, og að sonur hans

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.