Dagblað

Tölublað

Dagblað - 21.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 21.09.1925, Blaðsíða 1
Mánudag 21. september 1925. . íÞaaðfað I. árgangur. 192. tölublað. ISLENZKAR afurðir hafa tekið miklum umbótum á síðustu árum og er nú meðferð þeirra flestra ólíkt betri en áður var. Allir vita hve miklu endurbætt fiskverkun hefir áorkað, svo ís- lenzki saltfiskurinn hefir nú hlotið það álit' að hann er verð- hæstur og mest eftirsóttur á heimsmarkaðinum. Víðar hefir vöruvöndunin orð- ið okkur til ómetanlegs hagnað- ar svo sem við kjötverkuna o. fl. þótt kjötið hafi ekki ennþá náð þvi áliti erlendis sem æski- legt væri og ætla mætti að það geti náð. Vöruvöndunin er ekki enn orðin svo álmenn að við- unandi sé og verður að keppa að því marki, að vanda sem mest allar afurðir vorar svo þær geti orðið sem bestar og samkeppnisfærastar á erlendum markaði. Mjólkurafurðasýningin sem staðið hefir yfir undanfarna daga er einn liður í þeirri starfsemi, sem hafin er til meiri vöruvönd- unar og geta slíkar sýningar komið að miklu gagni. Búnaðar- félag íslands hefir gengist fyrir henni og er þetta í annað sinn sem slik sýning er haldin hér. Hin var i fyrra og er um veru- legar framfarir að ræða á sum- um afurðunum sem sýndar voru og má óefað að miklu leyti þakka það sýningunum og þeirri samkepni sem þær valda. Vald- boö er ekki einhlýtt til veru- legrar vöruvöndunar, samkepni verður einnig að komast þar að, og getur hún jafnvel mestu áorkað til verulegra umbóta. Á þessari sýningu er smjör frá 10 rjómabúum og ostur frá 7- Yfirleitt er smjörið vel tilbú- **» þótt nokkurs mismunar gæti, og er það einkum söltun og hnoðun, sem ekki er alstaðar f sem beztu lagi. Smjörframleiðsl- an er svo mikilsvert atriði við- víkjandi landbúnaðinum, að leggja verður áherzlu á að gera það svo gott sem hægt er, og ættu rjómabúin að standa þar betur að vigi en einstök heimili. Má líka búast við að fljótlega verði bætt úr þeim ágöllum, sem eru á smjörgerðinni, og það því fremur, að ekki vantar nema herzlumuninn að smjörið geti víðasthvar orðið svo gott, að það sé óaðfinnanlegt. íslenzk ostagerð gefur einnig góðar vonar um að hún geti orð- ið að arðvænlegri tekjugrein fyrjr bændurna, og verður sérstak- lega vikið að því siðar og einn- ig getið um aðrar mjólkuraf- urðir, sem mest verðmæti hafa. Fóður og fóðurbætir. Fóðnrbætirinn styðnr að |tví, að heygjöfin nýtist betnr. Mjólkurreikningar og skýrslur búnaðarskólans á Steini (Stend) í Noregi hafa nýskeð veríð til umræðu í Björgvinjarblöðunum. Er þar um ýmislegan fróðleik að ræða og merkilegan, er gef- ur góðar bendingar m. a. um notkun fóðurbætis. f skýrslum þessum er saman- burður á mjólkurhæð þeirrar kýrinnar, sem gefið var mestur fóðurbætir í fyrra, og þeirrar, er minstan fóðurbætir fékk. Reynist þá, aö sú fyrri gaf fyrir hvert fóðurvirði af heimafengnu fóðri kr. 1,12, en sú sem minstan fóðurbætirinn fékk, gaf kr. 0,28 fyrir sama fóðurvirði. Eða m. ö. o.: Hin fyrri gaf liðlega 40 aura fyrir kílóið af töðunni, en hin aðeins 11 aura! Fyrirbrigði þetta er auðveld- ast að skýra með ljósu dæmi, og er það tekið úr norsku búnað- arblaði »Vestlandsk Landbruk«. Setjum svo, að nýbæra nijólki 12 lítra. Hún fær að gjöf töðu súrhey og auk þess 1 kg. úr- gangsmjöl. Eftir nytinni að dæma skortir fóðrið eggjahvítu. Eigi að ráða bót á þessu með því að gefa meifa af sama fóðri, verðúr það of dýrt. — Tökum nú t. d. að fóðurblöndun þessa skorti 200 gr. eggjahvílu. Jafnframt þvf sem kýrin mun leggja af, lækkar nytin niður í 8 lítra. Ætti að bœta upp þennan eggjahvítuskort meb tbðu, þyrfti 7 — 8 kg. í viöbót, og þvi gæti kýrin ekki komið í sig. Ef við aftur á móti bættum við fóðrið 1 kg. af síldarmjöli og olíumjöli (blandað saman), fengjum við eigi aðeins uppbót á eggjahvítu-skortinum, en þar yrði auk þess svo mikill afgang- ur, að góð kýr myndi auka nyt sína um 2,5 — 3 lítra. Fyrir 36 aura virði í fóðurbæti, fær maður aftur mjólk fyrir 80 — 90 aura. Frá þessu sjónarmiði er mikið satt í því, að það sé sá fóður- bætir er vér kaupum, sem gefur oss svo gott verð fyrir heima- fengna fóðrið. Sérfróðir menn telja, að dæmi þetta muni eiga við í all flest- um tilfellum. Thorttein Diesen ritstjóri »Aftenpostens«, stærsta og rík- asta blaðs í Noregi. andaðist 4. þ. m. Hann var dugnaðarmaður rhikill á sína vísu og mjög fær blaðamaður, en naut sín því miður eigi sem skyldi, þareð það urðu forlög hans að eiga að stjórna voldugasta afturhalds- blaði Noregs. — Á sinni löngu æfi hefir Aftenposten barist ósleit- lega gegn allri framsókn þjóðar sinnar, í stjórnmálum, þjóðernis- málum, bindindismálum o. m. fl. — Bestu kraftar Þorsteins Die- sen eyddust því í árangurslausri baráttu gegn sjálfstæðum þroska og vexti þjóðar sinnar á öllum sviðum.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.