Dagblað

Tölublað

Dagblað - 23.09.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 23.09.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Rýmingarsalan i Skóbúð Reykjavikur heldur áfram. Allar vörur verslunarinnar eru seldar með óviðjafnanlega lágu verði. 19* Ársins albeztu kaup á skófatnaði! *T®li NB. Ekkert lánað heim. Engu fæst skift né skilað aftur. Alt gegn greiðslu út í hönd. Frá Yestur-íslendingum. Minningarhátíð. Fimtíu ára landnámshátíð hélda Gimlibúar 22. ág. s. 1. Var þar mikið fjöl- menni samankomið og hafði há- tíðin farið mjög myndarlega fram, enda veður ágætt. Forseti dagsins var Einar S. Jónasson bæjarstjóri áGimliog setti hann samkomuna með langri ræðu, sem hann flutti bæði á íslenzku og ensku. Fyrir minni Canada mælti J. J. Thorson forstöðu- maður lagadeildar Manitoba- háskóla, og er ræða hans mjög rómuð í V.-ísl.-blöðunum. Fyr- ir minni frumbyggjanna mælti séra Björn B. Jónsson og sagð- ist honum ágætlega. Þá flutti Einar H. Kvaran ræðu fyrir minni V.-íslendinga og var það um leið kveðja frá íslenzku þjóðinni og landstjórn. Farf ekki að skýra frá hvernig sá mál- flatningur hafi verið. Að lokum mælti séra Regnar E. Kvaran fyrir minni íslands og þótti hon- um vel segjast. Kvæði voru þar flutt, m. a. af séra Jónasi A. Sigurðssyni, Jóni Stefánssyni, Skúla John- sen og S. E. Björnson. Nokkur kveðjuskeyli bárust Gimlibúum þenna dag m. a. frá Vilhjálmi Stefánssyni norðurfara, en ekk- ert skeyti barst héðan að heim- an. Það sem einna mesta eftir- tekt vakti á samkomunni, var eftirlíking af »bjálkakofa«, sem voru fyrstu húsakynni landa vorra þar vestra. Mun nú flest- um þykja slikt slæmir bústaðir, og varla gripum hæfir, hvað þá mönnum, og hafa húsakynni landa vorra tekið miklum um- bótum þessi 50 árin sem liöin eru síðan þeir námu fyrst land. Einnig var sýnd eftirlíking af »döllunum« svonefndu, sem þeir fluttust á eftir Winnipegvatni og víðar, og þóttu þeir mjög óásjá- legir og ekki líkir neinum flntn- ingatækjum nútímans. Hátíða- höldin höfðu að öllu farið mjög vel fram og verið þeim Vestur- íslendingum til sóma. Borgin. Sjávnrföll. Síðdegisháflæöur kl. 8,50 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 9,15 í fyrramálið. Nætnrlæknir. Jón Kristjánsson Miðstræti 3 A. Sími 686. Nætnrvörðnr i Rvíkur Apóteki. Tíðarfar. Eindregin norðanátt al- staðar í morgun, en hvergi mjög hvast. Heitast var í Hornafirði og Seyðisfirði 6 st., Grindavík og Stykk- ishólmi 5 st., Reykjavík, Vestmanna- eyjum, Akureyri og Raufarhöfn 4 st., og á Hólsfjöllum 0. — í Kaup- mannahöfn var 15 st. hiti, í Fær- eyjum 7, Jan Mayen 5 og í Ang- magsalik 5 st. í gær. — Loftvægis- lægð fyrir austan Hjallland. Spáð er sama veðri. Esjn fer héðan væntanlega í fyrra- málið kl. 9. 12)acj6íað. Bæjnrmálnblnd. Fréttnblnð. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Gnllfoss fór héðan í gærkvöld. Auk þeirra farþega, sem taldir voru í gær, voru: Jóhannes Kjarval mál- ari, Helgi Hjörvar kennari, Jón Thordarson heildsali og Ágúst Ár- mann verslunarm. Fnrþegnr með Lyru í fyrrakvöld voru auk þeirra, sem taldir voru i gær: Jónas Jónsson frá Hriíiu, Her- luf og Oscar Clausen, Helgi Björns- son kaupfélagsstjóri í Borgarnesi og frú, ungfrú Guðbjörg Bjarnadóttir, frú Sigríður Fjeldsted og frú:Helga Bertelsen. Skaftfellingnr fer væntanlega & morgun til Vestm.eyja og Víkur. Hljómlcika ætla frú Annie og Jón Leifs að halda hér á næstunni, ef næcileg þátttaka verður. Hafa marg- ir hljómlistarvinir, sem kunnugir eru listhæfni þeirra hjóna, lagt að þeim, að láta heyra til sín opinber- lega. Áskriftarlistar liggja frammi í bókaverslunum Sigf. Eymundssonar og ísafoldar, og má vænta þess, að þátttaka verði svo góð, að lijónin sjái sér fært að halda hljómleikana sem fyrst, og mun margur hugsa gott til þeirra. Haust-lcikmót ætla Skátafélögin »Ernir«, »Væringjar« og »Hafnfirð-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.