Dagblað - 07.10.1925, Page 1
Miðvikudag
7. október
1925.
I. árgangur.
206
t
EF gengið er út frá því sem
sjálfsögðu, að járnbraut verði
lögð frá Reykjavík austur í
sveitir, er nauðsynlegt að taka
tillit til, hvar aðalstöðin skuli
vera, þegar ákvörðun er tekin
um framtiðarskipulag bæjarins.
Samvinnunefnd skipulagsnefnda
iandsins og bæjarins heíir haft
það atriði til athugunar núna
undanfarið og virðist hafa kom-
ist að ákveðinni niðurstöðu um
hvar væntanleg járnbrautarstöð
skuli vera. — Hafa þrír staðir
einkum komið til álita: við
Skúlagötu austan Ingólfsstrætis,
sunnan við tjörnina neðan Sól-
eyjargötu og í svonefndri Norð-
urmýri austan við Hringbraut,
og hefir nú samvinnunefndin á-
kveðið að ætla járnbrautarstöð-
inni stað þar í Norðurmýrinni.
Þessi ákvörðun samvinnunefnd-
ar hefir komið til álits bæjar-
stjórnarinnar og virðist hún ekk-
ert hafa haft við hana að athuga,
þótt mörgum öðrum virðist margt
mæla á móti, að þessi staður
sé valinn. —
Þegar endastöð flutningabraut-
ar er ákveðinn staður, verður
fyrst og fremst að gæta þess,
að hann liggi vel við allri um-
ferð og öll aðstaða sé sem hag-
kvæmust. Hér verður einnig að
taka tillit til hafnarinnar, að
þangað sé sem styzt leið og
greiðust, og munar það einkum
rniklu um flutning allrar þunga-
vöru. Með tilliti til þess er Norð-
urmýrin mjög óheppilegur stað-
ur og mjög illa valinn fyrir járn-
brautarstöð, og hlýtur það að
verða öllum ljóst við nánari at-
hugun. Það má telja vafalaust,
að hægt sé að velja járnbraut-
urstöðinni annan belri stað en
ínni i Norðurmýri, þar sem öll
aðstöðuskilyrði eru betri og án
þess að komi nokkuð að baga
við seskilegt skipulag bæjarins.
Flestum mun nú vera orðið
'jóst, að höfnin, eins og hún er
nú, verður ekki fuílnægjandi til
frambúðar. Er hún jafnvel strax
orðin of lítil, og hafa þrengslin
við hafnarbakkana oft orðið til
mikilla óþæginda siðan útgerð-
in færðist i aukana og siglingar
hingað ukust að miklum mun,
eins og verið hefir siðustu árin.
Það er þvi fyrirsjáanlegt að höfn-
ina verður að stækka að mikl-
um mun áður en langt um líð-
ur, eða gera aðra nýja höfn og
og kemur þá til álita hvort velja
skuli »ytri höfnina« til stækk-
unarinnar, eða gera nýja höfn
suður í Skerjafirði, og telur sá
er þetta ritar, það miklu hag-
kvæmari úrlausn málsins að
gerð verði höfn þar suður frá.
Nauðsynin á stærri og betri
höfn mun flestum vera auðsæ
og margt mælir með því, að
ný -höfn komi í Skerjafirði og
a. m. k. útgerðin flytjist þang-
að suður eftir. Það er að öllu
leyti hagkvæmara að bærinn
vaxi fremur suður á við, en að
hann teygist hér inn um holt og
hæðir, en þá er höfn í Skerja-
firði fyrsta skilyrðið til að svo
geti orðið. — Þessi atriði þarf
að taka til greina þegar vænt-
anlegri járnbrautarstöð er valinn
staður og þarf hann að að vera
sem næst öðru hvoru hafnar-
svæðinu. Nálægt hvorum staðn-
um sem er, má velja heppileg-
an stað fyrir járnbrautarstöð
raeðan byggingar þrengja ekki
meira að en nú er.
En með tilliti til þess, að
æskilegra væri að væntanleg
Skerjafjarðarhöfn yrði notuð sem
mest fyrir vöruflutningana, væri
járnbrautarstöðin betur koinin
þar suður frá, en hér við Norð-
urhöfnina. — Þetta er svo mik-
ilsvert atriði fyrir framtíðarhag-
kvæmni bæjarins, að full ástæða
er til að taka það til nákvæmr-
ar athugunar og mætti þá vænta
að fengist gæli betri úrlausn
þessa ináls, en að velja væntan-
legri járnbrautarstöð legurúm i
Norðúrinýri. —
Húsnæðismálið.
Vegna fjölda tilmæla birtir
Dagblaðið nú frumvarp það til
nýrrar reglugerðar, sem Stefán
Jóh. Stefánsson lögfræðingur
hefir borið fram og lagt var
fyrir sfðasta bæjarstjórnarfund,
en komst þar ekki til umræðu.
Eins og öllum er kunnugt,
eru nú mikil húsnæðisvandræði
í bænum, og geta menn nú at-
hugað, í hverju þetta nýja frum-
varp tekur gömlu húsaleiguiög-
unum fram, og hversu líklegt
það er til að geta að nokkru
bælt úr húsnæðisvandræðunum.
Frr. til reglugerðar um htU-
næðl í Reykjavík.
1. gr. Bæjarstjórnin skipar 5
manna húsnæðisnefnd, er kosin
skal með hlutfallskosningu á
fyrsta fundi bæjarstjórnar, eftir
að reglugerð þessi öðlast gildi.
Einn nefndarmanna skal vera
lögfræðingur og stjórna fundum
nefndarinnar og framkvæmdum.
Á sama hátt skal skipa vara-
menn í nefndina. Nefndin kýs
sér sjálf ritara, — Kostnaður við
nefndina greiðist úr bæjarsjóði,
þar á meðal þóknun til nefnd-
armanna, er bæjarstjórn ákveð-
ur. — Nefndarfundir eru því að-
eins ályktunarfærir, að allir
nefndarmenn séu á fundi og taki
þátt í fundarstörfum, í forföllum
aðalmanns, tekur varam. sæti
hans í nefndinni. — Nefndin
heldur gerðabók og færir þar
úrskurði sína og ályktanir, og
ástæður fyrir þeim.
2. gr. íbúð telst í reglugerð
þéssari hvert það húsnæði, sem
fólk býr í, hvort sem um eitt
eða fleiri herbergi er að ræða,
og má ekki taka slíkt hústiæði
til annara afnota, né rifa það,
eða gera óhæft til ibúðar, án
leyfis húsnæðisnefndar, og getur
hún ‘ búiídið leyfiö því skilyrði,
að umráðamaður hússins sjái
um jafnntikla aukningu á hús-