Dagblað

Issue

Dagblað - 07.10.1925, Page 3

Dagblað - 07.10.1925, Page 3
DAGBLAÐ 3 Njálsgrötu er nú byrjad aö gera við. Á aö »púkka« hanaog gera gang- stéltir beggja meginn en ekki verö- ur hún malbikuð að pessu sinni. Sýnlng Oudm. Elnarssonar er opin i siðasta sinn i dag. í gær seidust þar enn tvær myndir. Börnin notuðu sér vel aðgöngu- leyfið í gær og kom fjöldi þeirra á sýninguna. — Fiðlnleikurinn í gærkvöld. Emii Telmányi íiðlusnilling- urinn ungverski lék hér í fyrsta sinn i gærkvöld fyrir fullu húsi — 500 stórhrifinna áheyr- enda. Var hrifni áheyrenda svo, að sliks munu tá eða engin dæmi áður hér i höfuðstað landsins. Leikskráin var þessi: F. Mendélssohn—Barthoidy, konsert fyrir fiðlu, op. 64 e-moll. Joh. Seb. Bach: Soio-Sonate, Adagio, Fuge, Siciliano og Presto. Rob. Schutnann: Romanze, er ieikarinn hafði sjálfur útbúið fyrir fiðlu. Beethoven: Tyrkneskur mars. Fr. Chopin: Nocturne. Hubay: Csárdascene, no. 2. Þessi margbreyttu viðfangs- efni virtist ieikaranum jafnfær. Meðferðin á Bach sýndi ósvikna listment og þá ekki síðnr Romanze eftir Schumann. Tyrk- neska göngulagið eftir Beethoven þólti snild, einnig ungverska lagið síðasta. Hið fyrra varð hann að endurtaka. Alt fór þarna saman: aðdá- anlega nákvæmur og næmur leikur, tárhreinir og tóframjúkir tónar og blæþýð og innileg músik, þrungin þeirri festu og kyngikrafti sem þeim einum er gefinn, sem eru sniiiingar af Guðs náð. Virtuos þessi vinnur hjörtu allra. Hann kemur — spilar — og sigrar. Blómvendir bárust houum hver af öðrum og lófakiappinu ætlaði aldrei að linna. Hr. Emil Thoroddsen lék undir á fiygil og ieysti það mæta vel að hendi. Enginn musikelskur maður getur neitað sér um þá himin- sælu að hlusta á Talmányi hinn ungverska Tyrtayos, meðan nokkurt sæti er fáanlegt. Hann leikur aftur á föstudag. Bankabygg, Baunir, heiiar, Baunir, háifar, Bygg, Hafrar, Haframjöl, Hrísgrjón, Hveiti: »Sunrise«, do. »Standard«, do. »Atlas«, Kartöflumjö), Hænsnafóðnr, »Kraft«, Kartöflur, danskar, Maismjöl, Mais, heil), Melasse, Malt, knúsað, do. brent, Humali, Rúgmjöl, Heilsigtimjöl, Hálfsigtimjöl, Sagogrjón, Kex: »Metroplitan«, do. »SnovrfIake«, do. »Skipskex«. If. CARL HEÖPFNER. Símar: 21 & 821. s»imr jarwbrantaltóngslng. hafði nú eigi tíma tii að hitta frú Cortiandt eins oft og áður, og starfið tók ailan huga hans, svo hann hafði eigi tækifæri til að hugsa mikið um viðburðinn í töfralundinum. Kirk hafði þjáðst allmikið af óþægilegum hugsunum siðan á seinustu útreið þeirra. Hann hafði kannast við, að bann hefði hlaupið illa á sig kvöldið góða í Taboga, en hann hafði lika haldið, að hún skildi — að hún skoðaði hann aðeins sem félaga sinn og góðan vin. Pað hafði því alveg dottið yfir hann, er hún hafði algerlega slept öllu taumhaldi á sjálfri sér. Hann varð að einbeita vilja sínum og ganga með fylsta kappi að verki sínu til þess að vfkja þessum afaró- þægilegu endurmiuningum á bug. Skömmu eftir að Kirk hafði fengið hina nýju stöðu, barst honum hlý hamingjósk frá Andres Garavel, og fáum dögum seinna var honum boðið þangað til miðdegisverðar, og tók Kirk því boði með mikilli gleði. Miðdegisveizla þessi varð þó Kirk hin mestu vonbrigði, því hann fékk heldur ekki að þessu sinni tækifæri tii að tala við Gertrudis, og hann varð að táta sér nægja að sjá hana. En þrátt fyrir það, að öll fjölskyidan var saman komin eins og i fyrra skiftið, voru þau öll furðu skraf- hreyfin, og Kirk virtist þau öll viðmótsþýð og 'ingjarnleg. En liann var þess saint sem áður var, að þau höfðu nákvæma gát á honum, og hann kunni ekki fyllilega vel við sig hjá þeim. Seinna um kvöldið gafst honum tækifæri tii að vera einn inni hjá Chiquitu og gömlu kon- unni, og þar eð hann vissi, að hún skildi ekki ensku, talaði hann opinskátt og blátt áfram við ungu slúlkuna alt það, sem honum bjó í brjósti. — Ég keudi í brjósti um yður siðast, er þér vóruð hérna, herra Anthónió, sagði hún i svars skyni, er hann hálft i spangi var að barma sér fyrir benni. En samt hafði ég svo gaman af því, þér voruð svo hræddur. — Pað var fyrsta prófið mitt í samkvæmis- samræðum. Ég hélt að ég mundi fá að vera með yður aleinni. — O, það er aldrei leyft hérna. — Aldrei? Hvernig á ég þá að fá tækifæri til. að spyrja yður um, hvort þér viljið verða kon- an min? Ungfrú Garavel roðnaði og faldi andlit sitt með blævængnum. — Mér virðist, að þér komið ^amt þessari hlægilegu spurningu yðar að, hvernig sem á stendur. — Ég ætJa að biðja yður að útskýra fyrir mér tilganginn með sumum siðvenjum ykkar. — Hverjum til dæmis? — Hvers vegna situr öll fjölskyidau á verði

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.