Dagblað

Tölublað

Dagblað - 09.10.1925, Blaðsíða 5

Dagblað - 09.10.1925, Blaðsíða 5
DAGBLAÐ 5 BORGARFJARÐAR KJÖT Úrvals dilkakjöt í heilum kroppum frá Slátur- félagi Borgfirðinga og góðan mör geta menn pant- að alla virka daga í geymsluhúsi Steipnisfélagsins við Tryggvagötu (steinhúsinu næsta norðan við 0. John- son & Kaaber), eða síma 1S£5. Gerið pantanir fljótt, því að slátrun varir að líkindum ekki lengur en til 15. október. Kjötið sent heim þeim sem óska og greiðist við afhendingu. Enginn kroppur undir 15 kg. Stig ég á stokk og strengi þess heit, að: 1. Verði ég ráðherra, mun ég þrauka af Porrann og Góuna og sitja sem fastast kinnroðalaust, hver sem verða kynni aídrif mála minna á þingi. 2. Verði ég þingmaður, læt ég minn eiginn vilja og hagsmuni, en ekki kjósendanna, ráða gerðum mínum. 3. Verði ég sýslumaður, skal ég drekka með dónunura, en láta þá sæta sektum við og við, til þess að halda uppi heiðri mínura. 4. Verði ég læknir, skal ég losa þá við peninga, sem vilja láta blekkjast, losa þá við lifið, sem ei- lifðin blasir við hvort sem er, og losa þá við dauðann, sem ekki eru bráðfeigir, en gera mér og öðr- um gagn. 5. Verði ég prestur, gef ég þeim í nefið og upp í sig, sem vilja, og þigg af þeim i staðinn gjafir og gott umtal. — fað er þó fyrir mestu. 6. Verði ég blaðamaður, skal ég hrúga upp svo miklum staðhæfing- um og gífuryrðum, að litblindur al- menningur leggi trúnað á það á meðan ég lifi. — Eftir dauðann eign- ast ég aðra vini. Sonur járnbrautakóngslna. að búningur sinn og útlit yrði ef til vill ekki óaðfinnanleg. bó var Allan helmingi órólegri en Kirk. Hann fylgdi öllum hreyfingum hús- bónda síns með aðdáun og ótta um, að ein- hverju kynni að verða ábótavant. Allan virtist telja sér allan heiðurinn af því, að mál þetta hefði snúist svona heppilega. — hað verður dýrlegt brúðkaup, herra, kall- aði hann upp yflr sig. Allan ætlar að vera með yður sem trúlofunarvitni. — hú ert mér ekki nógu kunnugur til þess, sagði Kirk glaðlega. — Ég þarf að vera skrautlega klæddur við svo hátiðlegt tækifæri. Ég ætla að biðja yður um að gera svo — — — — Vertu nú bara rólegur. Við erum nú ekki komnir svo langt áleiðis ennþá. — En þau föt verður að sauma hjá klæð- skera, og það þarf tima til þess. Þau eiga að vera alveg eins og fötin yðar, og þá sér enginn mun á okkur t\eimur. — Ég á liklega að skoða þetta sem hámarks- hól í minn garð, sagði Kirk hlæjandi. — Viljið þér gera mér greiða, herra Anthony ? — Já, það geturðu bölvað þér upp á. — Eg ætla að standa úti á götunni i kvöld og bíða. Gætuð þér þá eigi komið þvi þannig fyrir á einhvern hátt, að þér hefjið bónorðið úti við opinn glugga, svo að ég geti hlustað á það? — Neil Og ég vil ekki vita af því, að þú sért að læðast þar fyrir utan. Pú færð ekki að elta mig, skilurðu það! Ég hefi nóg annað að hugsa um. — Hús Garavels bankastjóra var talið eitt af þvi sjónarverðasta í Panama City. Pað var bygt úr múrsteini í spænskum stil og skreytt rikulega með margvíslegu veggskrauti, og járnhandriðin á svölunum vóru hreinustu listaverk. Húsið stóð á götuhorni við stórt opið svæði á mann- hæðarháum múrfleti, og var sterk járngirðing alt í kring. Beint á móti var gömul veðurbarin dómkirkja, og var framhlið hennar skreytt með fjölda helgilíkneskja í múrhvelfingum. — — Kirk gekk upp þrepin og hringdi dyrabjöll- unni. Indiánastúlka opnaði fyrir honum, og inni i forstofunni kom bankastjórinn sjálfur á móti honum og fylgdi honum inn i mjög við- hafnarlausa stofu. Kirk varð alveg hissa, er hann hitti þar fyrir heilan hóp af fólki, Gara- vel kynnti hann hverjum einstökum þeirra, er vóru þar inni. Þar var Pedró Garavel, bróðir bankastjórans, og kona hans, sem var mjög feitlagin og þjáðist að mæði; tvær ungfrúr Garavel, dætur þeirra; og auk þeirra lftil kona

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.