Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.10.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 17.10.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Taldi hann nauðsynlegt að viðhafa hér alla aðgæslu og mætti í engu rasa fyrir ráð fram. Þórður Bjarnason sagði að bú- ast mætti við, að þegar steinolíu- verslunin yrði frjáls, myndi fleiri sækja um að fá slíkt leyfi, sem þetta og væri því ófært að gefa einu félagi þau sárréttindi, sem gætu mjög komið í bága við hagsmuni annara. Héðinn Valdimarsson kvað ekki tímabært að tala mikið um þetta mál ennþá meðan það væri ekki lengra á veg komið. Það væri mikill fengur að fá hér olíugeyma, vegna þess að olían mundi þá lækka mikið í verði og væri einnig til mikils öryggis gegn eldhættu, sem alt- af væri samfara o líuflutningun- um. En ekki taldi hann líklegt að margir mundu sækja eftir að setja upp olíugeyma, eins dýrir og þeir væru, því það mundi kosta frá xh til 1 miljón krónur. Framh. Málakenslan í skólunum. ii. Svo láta Danir oft um mælt, að ekki skilji þeir hvers vegna vér íslendingar höldum svo fast við tungu feðra vorra, sem raun er á. Hvers vegna vér höldum hinum erfiðu beyingum og svo rfgbundinni oröaskipun. Þeim, sem hartnær heygingarlaust mál eiga, hrís hugur við öllum þeim nákvæmu reglum, sem í íslenzku máli ríkja. Fáir eru þeir víst, íslendingar, sem vilja taka upp erlenda siðu og kasta á glæ sér- kennum íslenzkunnar og fáir eru þeir víst, sem ekki geta fundið fegurð þá, sem birtist í marg- víslegum beygingum orðanna. Því er ilt til þess að vita, að menn skuli gera sér leik að því, að rangfæra íslenzka tungu og skeyta engu hættu þeirri, sem leiðir af kæruleysi um rithátt og mælt mál. Það er þjóðarskömm, að blöð- um skuli haldast uppi að flytja greinir og enn meira af auglýs- ingum, sem hljóta að misbjóða málatilfinningu hvers manns, sem lætur sér ant um tungu vora. — Ég hefi stundum heyrt getið um eitthvað, sem héti »blaða- mannaritháttur«. Enn þann dag i dag hefi ég hvergi heyrt getið hvað það væri, en svo segir mér hugur, að »blaðamannaritháttur« muni ekki vera til hollustu ís- lgnzku máli. Mig grunar að það sé latmæli og skripakend orð- skipun, sem blaðamenn nota sér til hægðarauka. íslenzka tungan er gömul og forn — hún er höf- uðkjarni þjóðernisins og til ills eins er þar, eins og í öðru, all- ur afsláttur. — Breytist málið til hins verra, er hætt við að þjóðerni voru sé einnig hætta búin. Verndun þjóðernisins er sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar. Köstum vér á glæ þjóðarein- kecnum vorum, megum vér eins vænta þess, að því litla sjálfs- forræði, sem vér höfum sótt úr höndum Dana, sé hætta búin. Fyrsta skilyrði almeDnrar mentunar er að hver maður kunni að tala og rita móðurmál sitt rétt og lýtalaust. Sé það skilirði ekki fyrir hendi, mun hægt sækjast þekking í öðrum málum. 1 skólunum ber því að leggja sem mesta áherzlu á móð- urmálskensluna. Kenna börnun- um virðingu fyrir hinni æfagömlu bókmentatungu. Því hún er svo dýrmætur arfshluti hverjum íslending, að enginn má vegna skorts á hirðusemi sýna henni ræktarleysi. Það er meira um það vert, að íslenzk börn kunni að bera rétt fram og beygja hin hörðustu og óþjálustu orð, en að þau læri að tala gormáli og að gleypa hálf orð og end- ingar allar. ls/io — ttn. Borgin. Sjávarföll. Siðdegisháflæður kl. 5,3 í dag. Árdegisháflæður kl. 5,20 í fyrra málið. Nætnrlæknir. Danjel V. Fjeldsted, Laugaveg 38. Sími 1561. Næturlæknir aðra nótt H, Hansen, Miðstræti 10. Sími 256. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Norðaustlæg átt alstað- ar í morgun. Heitast var í Vest- ^ÚagBlaé. Bæjarmálablað. Fréttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. mannaeyjum 3 st., Seyðisf. 2 og ísa- firði 1 st. Annarsstaðar var frost: í Reykjavík, Hornaflrði, Raufarhöfn og Stykkishólmi 1 st., Akureyri og Grindavík 2 og á Hólsfjöllum 9 st. — í Færeyjum var 3 st. hiti, á Jan Mayen 2 st. frost og í Angmagsalik 1 st. hiti i gær. Loftvægislægð norð- austan við Skotland. Búist er viö norðaustlægri og austlægri átt með úrkomu á Austurlandi en þurviðri á Suður- og Suðvesturlandi. Messnr á morgnm. Dómkirkjan kl. 11 (prestvígsla) og kl. 5 séra Fr. Hallgrimsson. Fríkirkjan kl. 2 (ferming) séra Árni Sigurðsson. Landakotskirkjan kl. 9 árd. há- messa og kl. 6 síðd. guðsþjónusta með prédikun. Sjómannastofan kl. 6, guðsþjón- usta séra Bjarni Jónsson. Guunar Árnason cand. theol. verð- ur vígður a morgun til prests að Bergstöðum í Húnaþingi. Hróðnr Telmányi vex með hverj- um hljómleik sem hann heldur. I Nýja Bio í gær hJaut hann sörnu aðdáun áheyrenda og áður og nú ætlar hann að halda kirkjuhljóm- leika aftur annað kveld ásamt Páli ísólfssyni og mun þar mörguin þykja gott að vera. Einar E. Markan syngur í Nýja Bíó í kvöld kl. 7‘/n. Söngskráin er breytt frá því síðast, og munn söng- elskir menn ekki setja sig úr færi að hlusta á þenna efnilega söngvara. Botnvörpnngarnir. - Maí kom af veiðum i fyrradag meö 111 tn. og Kári Sölmundarson með 116 tn. Gulltoppur kom inn í gærkv. meö 64 tn. lifrar. Safnahúsið verður aftur opnað í dag til afnota fyrir almenning. Het- ir það verið lokað í sumar vegna aðgerðar sem farið hefir þar fram, en er nú lokið. Hefir húsið tekið miklum umbótum við aðgerðina. Súrgasstöð hefir hf. ísaga fengið leyli til að byggja við Rauðarárstíg. Verður hún úr steinsteypu og 65.61 að stærð.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.