Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.10.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 17.10.1925, Blaðsíða 1
Laugardag 17. október 1925. IÞaaðfað I. árgangur. 215. tölublað. GÖTULÍFIÐ hér í bænum er orðið ærið görótt, og margt gaman sem þar á sér stað, nokkuð gráleitt viðhorfs. Pað má heita alvanalegt nú orðið, að fólk fær ekki að ganga -óáreitt eftir götunum, sérstak- lega á kvöldin, og er það þó einkum kvenfólk, sem fyrir á- reitninni verður. Eins og við er að búast, eru það druknir menn, sem mest gera að götuspjöllum, og eru þeir vanalega verstir við- fangs. En það eru fleiri en þeir, sem haga sér ósæmilega á göt- unum, og eru stálpaðir drerjgir og unglingar oft litlu betri en fylliraftarnir. Framferði margra unglinga hér í bæ er mjög víta- vert, og lýsir bæði lélegu upp- eldi og engri tilfinningu fyrir almennu velsæmi. Peir þykjast jafnvel mestir, sem flest stráka- pörin hafa í frammi og skara fram úr öðrnm í óknyttum og ýmsu ósæmilegu hátterni. Sér- staklega er ýmisleg áreitni við kvenfólk mjög algeng, og með því Ijótasta sem hér er haft í frammi. Úr því kvölda tekur getur kvenfólk ekki farið óhult leiðar sinnar, og það jafnvel eftir aðalgötum bæjarins. Er þess styzt að minnast, að um síðustu helgi ætlaði maður að frelsa kvenmann frá áleitni ölv- aðs manns, en var þá sam- stundis sleginn í rot af öðrum manni, sem að því er virtist var lítið eða ekkert drukkinn. Og þelta gerðist á Laugavegin- um snemma kvölds. Hvers mun þá mega vænta á fáfarnari göt- unum og þegar áliðnara er orðið? Yfirleitt taka menn þvi mjög illa, ef nokkuð er amast við ósæmilegu framferði þeirra, og á sá, er hættir á það, ekkert eins víst og hnefahögg og heila dembu af skömmum og verstu fúkyrðum. Þetta sýnir mjög ó- heilbrgt bæjarlíf og algert ör- þrot a velsæmistilfinningu manna, °8 er því ekki að ástæðulausn, /þótt þetta veki alvarlegar um- hugsanir. — Einhver úrræði verð- ur að finna til þess að ráða bót á þessum bæjarósóma, en þau munu ekki vera auðfundin, og enn síður örugg til viðun- andi úrlausnar, meðan almenn- ingsálitið er eins og það er nú. I þessu sambandi er rétt að geta þess, að alt of lítið virðist bera á eftirliti lögregluþjónanna um framferði manna á almanna- færi. Eins margir og þeir eru, virðast þeir furðu sjaldséðir, og eiga ýmislegar óspektir sér oft stað án þess lögregluþjónar séu nokkursstaðar sjáanlegir. Ber jafnvel minna á eftirliti þeirra nú, en meðan þeir voru færri, og skýtur það óneitanlega nokk- uð skökku við. Gera má ráð fyfir að þeir fari eftir þeim fyr- irmælum, -sem þeim eru sett, en litillar röggsemi virðist gæta um stjórn þeirra, og eins og nú er komið, er fátt nauðsynlegra en að lögreglueftirlitið sé skerpt að miklum mun. — Verður nán- ar vikið að þessu í næsta blaði. Utan úr heími Khöfn, FB., 16. okt. '25. Friðarhorfar. Símað er frá London, að ræst hafl framar öllum vonum úr öryggismálinu. Að enduðum sam- eiginlegum fundi í gær var op- inberlega tilkynt, að allir aðiljar hafl samþykt i einu hljóði að gera uppkast að öryggissamn- ingi um vesturlandamæri milli Þýzkalands annarsvegar og Belg- iu og Frakklands hinsvegar og skal gerðardómur skera úr öll- um meiri háttar misklíðum. Ennfremur mun það vera á góð- um vegi að koma á gérðardómi, er úrskurði í málum, er snerta Pýskaland annarsvegar og Pól- land og Tekkoslovakiu hinsveg- ar. Ghamberlain fullyrðir, að þetta sé þýðingarmesti fundur- inn, sem haldinn heflr verið síðan styrjöldinni lauk. Og nú séu ófriðarskýin að hverfa af framtíðarhimni Evrópu. Samkvæmt símfregnum frá Berlín, París og London fagna allir einhuga náðum árangri. Frá kjarstjórnarfmdL Olíngeymsla í Örflrisey. Brit- ish Petroleum Co. Ltd. hefir sótt um að fá leigðan nokkurn hluta Örfiriseyjar, eða jafnvel alla eyjuna, til olíugeymslu og ætlar félagið þá að koma þar upp olíugeymum, óg er ætlast til að leigutíminn verði fyrst um sinn bundinn við eitt ár. Hafnarnefnd hefir haft þessa umsókn til athugunar á 2 fund- um og hefir. hún ákyeðið að svara henni. á þá leið, að hún mundi fáanleg til að leigja fé- laginu hluta af eynni til steinoliu- geymslu, ef samkomulag verður um leigu og aðra skilmála. Nokkrar umræður uröu um þetta á bæjarstjórnarfundinum en engin ályktun var þar tekin, enda er málið ekki svo langt komið að það væri tfmabært. Gunnl. Cleessen hóf umræður og taldi æskilegra aö innlendir menn hefðu umráð yfir Örfiris- ey heldur en útlent félag og helzt hefði hann kosið að eyjan hefði getað orðið skemtistaður fyrir bæjarbúa, eins og sumir hefðu látið sig dreyma um, en til þess mundi hún vera talin altof dýr. En ef leigja ætti hana til þessa atvinnureksturs væri nauðsyn- legt að fleirum gæfist kostur á að fá þar leiguréttindi og þá fyrst og fremst innlendum mönn- um og mætti hafnarnefnd ekki binda eyjuna svo, að þeir yrði útiiokaðir frá afnotum hennar.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.