Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 21.10.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 21.10.1925, Qupperneq 1
Miðvikudag 21. október 1925. I. árgangur. 218. tölublað. tbaaSlaé Minnisvarði um laudnám Vestur- íslendinga. Eins og sagt hefir verið frá í blöðunum í sumar, hafa Vestur- íslendingar minst 50 ára búsetu sinnar með hátiðahöldum viðs- vegar um bygðir þeirra vestra. — Voru flestar minningarhátiðirnar haldnar í ágúst, vegna hagkvæmrar aðstöðu til þátttöku almenn- ings. En í dag (21. okt.) er hinn raunverulegi afmælisdagur land- námsins, því þennan dag fyrir 50 árum stigu fyrstu landnemarnir á land í Víðinesi við Gimli, og voru þeir 250 saman. Settust þeir að í Nýja íslandi, sem var fyrsta lslendingabygðin vestra, og hafa aðrar íslendingabygðir síðan bygst út frá henni. Ráðgert hefir verið að reisa minnisvarða til minningar um land- námið á þeim stað, sem fyrstu vesturfararnir stigu á land, og hefir Fr. Swanson gert frumdrætti hans. Er það ferstrend varða, 22ja feta breið neöst, og 22 fet á hæð, hlaðin úr óhöggnu »native«-grjóti, en ofan á henni ferstrend stuðlabergsmyndun úr steinsteypu, 15 fet á hæð, og eru eirtöflur á öllum hliðum með ýmsum áletrunum. Var ráðgert að minnisv. yrði athjúpaður í dag í Víðinesi við Gimli. VALDSVIÐ almenningsálitsins er víðtækt og áhrifaríkt, og ræður mestu um afdrif þeirra mála, sem það myndast um. Er því mikilsvert til hverr- ar hliðar það hneigist, og hefir mörgum manni og máli veizt erfiður framdrátturinn, ef and- úðin hefir náð umráðum yfir skilningi og samúð. Andstaða almenningsálitsins hefir oftreynst dauðadómur yfir ýmsri umbóta- viðleitni, og altaf má vænta lít- ils árangurs, þegar hlutdrægni og rangdæmi hefir náð að mynd- ast og festa rætur. Er fátt verra viðureignar og óvænlegra til góðrar úrlausnar. — Aftur á móti er greiðtær leið að settu marki, ef almenningsálitið ryður allar götur, svo þær verða sléttar og beinar, í þá átt, sem stefnt er til. Það veltur þvf á miklu, að almenningsálitið sé heilbrigt og réttsýnt um menn og málefni, og aðeins ef svo er, má vænta nokkurs árangurs af því starfi sem fjöldann varðar. Það hef- ir ekki ósjaldan borið við, að almenningsálitið hefir reynst fjandsamlegt ýmsum mannbóta- málum, og þegar svo hefir far- | ið, hafa þau venjulega átt erfitt uppdráttar, eða alveg vonlaust um viðunandi árangur. Því er það, að ekkert getur haft eins mikil áhrif á venjur manna og athafnir og einmitt almennings- álitið, ef það nær aðstöðu til hlutdeildar og afskifta því við- vikjandi. Engar reglugerðir né lagaboð eru þar eins áhrifarík- ar, og vegna þess koma oft fram andstæður í fyrirmælum og fram- kvæmd, sem erfiðar eru viðfangs. Þessar staðreyndir verður að taka til greina, þegar rætt er um opinbert framferði einstak- linga, og það skýrir m. a. ósam- ræmið milli fyrirmæla um sæmi- lega hegðun, og framferði þeirra manna, sem öðrum fremur valda óspektum hér í bæ, eða eru þess valdandi, að erfitt reynist um alla stjórn og reglusemi. Þessi tiltölulega fámenni hópur óróamanna, sem hér veður uppi setur þann svip á bæjarlífið, að virðast mætti að hér væri miklu meiri ruslaralýður saman kom- inn en er í raun og veru. Fólk lætur sig yfirleitt litlu máli skifta, þótt ýmislegt ósæmi- legt sé aðhafst, ef það aðeins kemur ekki beinlinis fram við það sjálft. — Þetta lýsir mjög óheilbrigðu almenningsáliti, og er e. t. v. ekki á öðru meiri þörf, en að það breyttist til veru- legra umbóta. Almenningi þarf að skiljast að það kemur öllum við hvern- ig framferði einstaklinganna er á almannafæri, og að það getur þar miklu ráðið til gagngerðra breytinga. Ef fordæming á ósæmi- legu framferði kæmi í stað af- skiftaleysis, sem nú er, mundi fljótt skipast til betri vegar og það mundi verða áhrifameira til viðundi úrlausnar en nokkurt

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.