Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.11.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 05.11.1925, Blaðsíða 2
2 D A G B L A Ð þÍDgi, þannig að það verði rætt. Og með því er hafin réttarkrafa íslands til hinnar fornu ný- lendu vorrar. Eins og mönnum mun vera kunnugt, var prófessorinn í rík- isrétti við háskóla Islands á sér- stæðri skoðun í þessu máli, og varð það til þess að rækileg andmæli komu fram heima á íslandi gegn því að landar vor- ir sjálfir skyldi að óreyndu og órannsökuðu máli taka í streng á móti málstað vorum í þessu efni. Allur þorri þjóðarinnar hefir einmitt fyrir þetta safnast saman og fengið samhug um sókn Grænlandsmálsins. En með ákvörðun sameinaðs Alþingis var jafnframt lagður dómur á röksemdir prófessorsins. í allri stjórnmálasögu íslands, að því sem mér er kunnugt, finst ekk- ért líkt dæmi svo fljótrar og al- gerðrar sameiningar í almenn- ingsmáli, eins og orðið er nú um undirtektir þjóðarinnar heima í deilunni urn Grænland. það er öllum mönnum skilj- anlegt, hve öflug lyftistöng Græn- land getur verið fyrir vöxt og viðreisn þjóðar vorrar. Einka- leyfi einstakra manna og félaga til þess að nota auðæfi Græn- lands, eiga að gjaldast íslandi, sem er réttur eigandi að eyði- bygðunum þar vestra. Við þetta bætist, að það er til hagsmuna fyrir allan siðaðan heim, að réttur vor verði viðurkendur. Island er fyrsta vopnlaust ríki, sem hefir öðlast sjálfstæði í sögu heimsins. t*essar tvær voldugu vigstöðvar á Atlantshafinu, ís- land og Grænland, eru vernd- aðar af réttlætiskend alþjóða gegn öllum árásum. Bretland og Ameríka hljóta fyrst og fremst að styðja að því, að þessi tvö miklu herhafnalönd standi undir varðveizlu heimsréttarins. íslendingar beggja megin hafs eiga ekkert stærra áhugamál né auðvænna, heldur en viðreisn og notkun hínna óþrotlegu fjár- sjóða, sem geymdir hafa verið handa oss í Grænlandi undir hinni dauðu hönd danskrar ein- okunar og strandabanns. Eðlilegt er og óhjákvæmilegt að stjóruin á ísland, að því leyti sem til hennar kasta kem- ur, hlynni að framkvæmdum Vestur-íslendinga í hinni fornu nýlendu. Margt ber til þess, og ekki sízt það, hve feiknastór hlutverk vor eru heima. En vér megum ekki gleyma því, að framtið þjóðernis vors stendur hátt yfir öllum öðrum málum — enda er oss nú rækilega bent til þess af rás viðburðanna, að reisa þjóð vora, þótt fámenn sé, til veglegrar stöðu i vorum ríku, viðáttumiklu óðulum — íslandi og Grænlandi. Einar Benediktsson. Aths. Grein þessi er tekin úr Lögbergi 8. okt. s.l. Er hún þess verð að fleiri lesi hana en þeir, sem kost eiga á vestur- íslenzku blöðunum, og því er hún hér birt. Borgin. Sjávarföll. Síödegisháflæður kl. 8,23 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 8,45 á morgun. Næturlæknir Gunnlaugur Einars- son, Stýrimannastíg 7. Sími 1693. Næturvörðnr í Rvíkur Apóteki. Tíðarfar. Hægviðri víðasthvar í morgun og mun kaldara i veðri en í gær. f Vestm.eyjum og Grindavík 4 st. hiti, í Rvík 3, í St.hólmi og ísaf. 2, annarsíaðar 1 st. nema á Raufarhöfn 0 og á Hólsfjöllum 6 st. frost. — í Khöfn var 8 st. hiti, í Færeyjum 4, Jan Mayen 2 st. frost, í Angmagsalik 1 st. hiti í gær. Loft- vægislægð fyrir sunnan land. Búist er við fremur hægri austlægri átt á Vesturlandi en norðl. á Austurlandi. Bæjarstjórnarfundur verður hald- inn i kvöld og eru mörg mál á dagskrá. M. a. verður rætt um reglugerð St. Jóh. Stefánssoar (2. umr.) og einnig um nýtt frumvarp til húsnæðisreglugerðar, sem borg- arstjóri hefir samiö. Sameiginlegnr sóknanefndafuudur var seltur í gær í húsi K. F. U. M. og {eru þar mættir margir prestar og sóknanefndarmenn úr Kjalarnes- þingi og viðar að. Verður nánar sagt frá fundinum seinna og því sem þar gerist. Dvölin hjá Schöller verður leikin í 3. sinn i kvöld. Andlát. Vilhjálmur Olgeirsson kaupm. lézt hér í bænum í gær. Greindur maður og vel látinn. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundssoa, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. AukaniðurjölnuM. Skrá yfir ankaniðurjöfnun út- svara, sem fram fór 31. f. m., liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu bæjargjald- kera, Tjarnargötu 12, til 15. þ. m., að þeim degi meðtöldum. Kærur yfir útsvörunum séu komnar til niðurjöfnunarnefndar á Laufásvegi 25 eigi síðar en 30. nóvember næstkomandi. Borgarstjórinn i Rvík, 2. nóv. 1925. K. Zimsen. > Hrings-leikurinn í gær var vel sótt- ur og skemtu áhorfendur sér ágæt- lega. Næst verður hann sýndur annað kvöld. Feningar: Sterl. pd............... 22,15 Danskar kr............... 114,06 Norskar lcr.............. 93,53 Sænskar kr............... 122,55 Dollar kr............... 4,58*/* Gullmörk................ 109,04 Fr. frankar ............. 18,82 Tilbynning írá Talitélagi Rvíkur. Rvik, FB 4. nóv. ’25. 1 morgun komu hingað leikir frá Norðmönnum á báðum borðunum. Á borði I var 5. leikur þeirra (svart) d7—d6. Á borði II var 5. leikur þeirra (hvítt) Bfl—e%° í^kipstrand. Vík í Mýrdal, FB., 4. nóv. ’25. Aðfaranótt þriðjudags slrand" aði á Steinsmýrarfjöru í Meðal- landi þýzkur togari, »Hans von Pritzbuer« frá Gestemunde. Skip- verjar 14, björguðust allir. Skip- ið talið að mestu í sjó.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.