Dagblað

Tölublað

Dagblað - 09.11.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 09.11.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ leikhusið rjkisleikhús og komst undir umsjón og fjárveitingu ríkisþingsins í Danmörku. Það þótti afturför i listasmekk þeirra, sem um leikmálin áttu að fjalla, þegar ríkisþingið tók við yfir- ráðunum yíir leikhúsinu, og er mjög mikið til í því. Snemma hafði leikhúsið tekið að sýna söngleiki, og haldið þar af leið- andi bæði söngvara og söng- konur í þjónustu sinni, en þótti lengi hafa of fá sæti til þess, að slíkir leikir gætu borgað sig. Eftir að kgl. leikhúsið var bygt upp í síðasta sinni, 1873—’74 hefir það 1700 sæti fyrir áhorf- endur, sem ættu að nægja, jafn- vel fyrir söngleiki. Það er ann- ar galli á húsinu nú, að það er of stórt fyrir mál-leiki, þar sem leikendurnir verða að tala hærra en svo, að eðlilegar raddbreyt- ingar geti notið sín, ef allir áheyr- endurnir eiga að heyra til þeirra, Frh. T il lsy nn i n g- trft Tafllélagi Bvíkur. Rvík, FB 7. nóv. ’25. í gærkveldi voru sendir héð- an leikir á báðum borðum: Á borði I var 7. leikur ísl. (hv.) Ddl—d2. Á borði II var 6. leilcur ísl. (sv.) Bf8—d6. Silfurrefarækt í Eanada. — »Dagbl.« hefir fyrir skömmu sagt frá silfurrefarækt- þeirri, sem Norðmenn hafa tekiö upp eftir Kanadamönnum. Er því fróðlegt að skýra frá refaræktinni þar vestra. í árslok 1924 veru um 1550 ræktunarstöðvar fyrir loðdýr, og afþeim 1466refaræktunarstöðvar. Verðmæti allra þessara stöðva samtals er um 11 miljónir dala. Af þessari upphæð eru dýrin sjálf talin 87* milj. virði. Sam- tals eru þar um 33,800 dýr, og af því eru 31,000 silfurrefir. I fyrra var selt alls bæði dýr og feldir fyrir 3,210,261 dali, og var mestur hluti upphæðar þess- arar fyrir lifandi dýr. Yerkfall í Yestm.eyjum. Vestm.eyjum, FB., 8. nóv. ’25. Á fundi 300 verkamanna í gærkveldi var einróina samþykt að kvika ekki frá núverandi kauptaxta Verkamannafélagsins. Útvegsbændur á fundinum sýndu verkamönnum samúð og hvöttu þá til samtaka. Allir atvinnu- rekendur, að undanskildum Gunnari Ólafssyni & Co borga enn þá samkvæmt taxta Verka- mannafélagsins. Borgin. SjáTarföll. Háfiæður kl. 12 i dag og kl. 12,35 i nótt. Maeturlæknir. Jón Kristjánsson Miöstræti 3 A. Sími 686. Tiðarfnr. Norðlæg átt viðast hvar i morgun, og alstaðar frost, mest á Hólsfjöllum 7 st., í Rvik og Stykkish. 4, Akureyri og Raufarhöfn 3, ísaf. og Seyðisf. 2, og í Vestm.eyjum 1 st. — í Færeyjum 1 st. frost, á Jan Mayen 5 og i Angmagsalik 6 st. frost í gær. — Búist er við breytilegri vindstöðu, en hægviðri og bjartviðri á Suðurlandi. Esja kom í gær úr hringferð með mikinn fjölda farþega. ísland kom frá útlöndum í gær. Meðal farþega voru: Arent Claessen heildsali og Ottó Arnar simaverkfr. Landhelgisbrot. lslands Falk kom hingað í morgun með þýzkan botn- vörpung, sem hann hafði tekið aö veiðum við Dyrhólaey. Hjnskapnr. Þann 6. þ. m. voru gefin saman i hjónaband Karl Þórðarson og Guðfinna Guðbrands- dóttir, til heimilis á Skólavörðustíg 24 A. Séra Porsteinn Briem á Akra- nesi gaf þau saman. Kristni Árnasyni sótara hefir samkvæmt tillögu varaslökkviliðs- stjóra veriö vikið frá starfi sínu sakir vanrækslu og slökkviliðsstjóra falið að ráða mann i hans stað, til bráðabirgða. Peningar; Sterl. pd 22,15 Danskar kr Norskar kr 92,86 Sænskar kr 122^37 Dollar kr 4,58 Gullmörk Fr. frankar ÍÞacjðlað. Bæjarmálablað. Fréttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjariorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. SókDameffldaríundBr. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar tók upp það nýmæli í septem- ber i sumar, að fela oddvita sínum að skrifa öllum sóknar- nefndaroddvitum hér í nágrenn- inu og ráðgast við þá um, hvort ekki væri ákjósanlegt að allir fastir starfsmenn safnaðarmála, leikir sem lærðir, og þá fyrst og fremst sóknarnefndir og safn- aðarfulltrúar, hefði fund með sér einu sinni á ári til að ræða safnaðarmál. — Var þessu svo vel tekið, að fundur var boðað- ur í haust, með raunar litlum fyrirvara og hálfslæmum spám sumra manna. En nú, þegar hann er liðinn hjá, eru allir kunnugir sammála um, að þetta hafi ekki einasta verið vel ráð- ið, heldur hafi og fundurinn verið prýðilega sóttur og tekist ágætlega. Fundurinn hófst kl. 1 í húsi K. F. U. M. á miðvikudaginn, og voru þá þegar mættir um 60 fundarmenn; en alls komu á fundina þá tvo daga, sem þeir stóðu, 58 leikmenn og 16 kenni- menn, auka þeirra nálægt 20‘ gesta, sem komu á sfðasta fund- inn á fimtudagskvöldið og siðar verður getið: Og svo var fund- arsóknin góð, að aldrei voru færri en 54 á fundi báða fund- ardagana. Allir þjónandi prestar í Kjalarnesprófastsdæmi, biskup- inn, einn guðfræðisprófessor, báðir fríkirkjuprestarnir og fleirt eða færri fulltrúar úr hverri ein- uslu sókn prófastsdæmisins; dr sumum öll sóknarnefndin safnaðarfulltrúinn; ennfr. prest' urinn á Akranesi og öll sóknar- nefndin þar, presturinn í Arr,ar" bæli og einn sóknarnefndarnaa®ur

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.