Dagblað

Tölublað

Dagblað - 11.11.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 11.11.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 Fréttabréf. Khöfn, 27. okt. ’25. Fsereyja-filman. Þeir Gunnar Sommerfeldt og Leo Hansen, sem áður var með Knúti Ras- mussen i Grænlandsförum, hafa nýlega lokið við að taka mynd- ir og filmur á Færeyjum, sem sýnir landslag, lifnaðarháttu, at- vinnuvegi og mannvirki í Eyj- unum. Filpian er 2400 metrar á lengd, og á að auka við hana á næsta sumri. Sabaraál gegn keisarafrúnni. Dómsmálaráðuneytið í Wiirtem- berg hefir látið lögsækja Her- minu, konu Vilhjálms fyrv. keisara í Fýzkalandi, fyrir mis- notkun titla. í haust dvaldi hún í baðstaðnum Wildbad í Wúrt- temberg, og hélt þar um sig hirð eins og keisarafrú sæmir, og tók upp alla titla sína. Lýð- veldissinnum mislíkaði stórum framferði konunnar, og var mál hafið gegn henni, og verður hún væntanlega dæmd eftir 860. gr. þýzku hegningarlaganna, sem ræðir um misnotkun titla. 744 er sími DagUaðsins. Stolið frá Knúti prinz. Ný- lega komst upp, að allmiklu fé hefði verið stolið um borð í Fyllu, sem liggur í skipalegu flotans hér í borg. Meðal ann- ars saknaði Knútur prÍDZ 100 ísl. króna, sem hann geymdi í skrifborði sínu, og jafnframt hurfu 600 ísl. krónur frá öðrum yfirmanni og 400 kr. á öðrum stað. Sökudólgurinn var einn skipsþjónanna, og var hann sett- nr í varðhald, er hann kannað- ist við stuldinn. Máfur flýgur yfir Atlants- hafið. 21. sept. var máfur skot- inn i Bridgetown á Barbados, og kom í ljós, að hann var auð- kendur ineð hring um annan fótinn, sem sýndi að hann var kominn alla leið frá Ðanmörku. Á hringnum stóð: »Skovgaard, Viborg«. Það er listmálarinn Skovgaard, sem hefir fugiamerk- ingu á hendi í Danmörku. L. S. Bann og bindindi. Býrir dropar. Joh. Scharfen- berg, læknir í Osló, ritað ný- skeð í bindindisblaðið »Folket« um misnotkun á lyfsalabrenni- víni, og hvetur fólk til að vera á verði og skýra frá því tafar- laust, er sönnur fáist fyrir því, að misnotkun eigi sér stað á þenna hátt. Hann segir m. a. á þessa leið: — »Mér er kunnugt um tv'ó morð í er stafa af lyfsalaspíritus, eftir lyfseðli frá lækni og dýralækni, svo ég hefi ástæðu til þess að vara menn við«. — Sorglegt, en satt. Séra Stor- aken, prestur á Svalbarða skýrir írá, að bindindisástandið sé á- gætt þar nyrðra. Sjáist þar mað- ur við öl, er það sönnun þess, að skip frá einhverri menning- arþjóðinni sé komið að bryggju. Þrátt fyrir kuldann (!) er algert . bann þar nyrðra, og engin þörf fyrir lögreglu, að þvi, er prest- ur segir frá. — Ætli vinum vor- um, andbanningum þyki þetta ekki þurbrjósta réttarfar þarna norður í hafsbotnum! Sannr járnbrantnkónggliiB. Þér óskið enn þá, að ég hætti að sækjast eftir dóttur yðar. — Já! Það er einnig samkvæmt ósk hennar.. — Fá geri ég anðvitað eins og þér óskið. Ef ungfrú Garavel ætlar að danza í kvöld, vildi ég gjarnan biðja um yðar leyfi til þess að skrifa mig á danzspjald hennar. — Nei, sagði bankastjórinn byrstur. — Paö er að eins til þess að girða fyrir þvaðursögur. Pað er öllum kunnugt, að ég hefi heimsótt hana, og fréttin um trúlofun okkar hefir borist í allar áttir; það myndi því verða vatn á þeirra mylnu, ef það sæist, að hún forð- aðist mig í kvöld. Þetta er aðalástæðan til þess aö ég hefi komið á þenna danzleik í kvöld. Trúið mér, ég hefði miklu heldur kosið að þurfa ekki að koma hingað. — Þér hafið ef til vill rétt að mæla. Við skulum endilega forðast meira þvaður um þetta mál. Þér hafið þá mitt leyfi. Garavel varð heldur mýkri í máli, og hann sagði á sinn venjulega vingjarnlega hátt: — Mér þykir mjög vænt um, að þér snúist svo skynsamlega við þessu, herra Anthony. í*egar öllu er á botninn hvolft, var þetta ekkert annað en einn af æskudraumum yðar. ~~ Og leyfið mér að óska yður til hamingju með þann sóma og traust, er land yðar sýnir yður. Þeir fylgdust að á eftir hinum og spjölluðu vingjarnlega saman. Er bankastjórinn kom inn í dyrnar á danz- salnum, fór kliður um allan mannfjöldann, allra augu leituðu í áttina til hans, og hvíslið varð háværara, svo auðsætt var, að mönnum var kunnugt um það, sem til stóð. Er Garavel varð þess vísari, hvílíka eftirtekt menn veittu hon- um, rétti hann sig upp og varð þá harla há- tignarlegur á velli. Kirk skeytti ekki vitund um það, þótt Ramón gæfi honum ilt hornauga, er hann gekk til Chiquitu og bað um þann heiöur að fá að skrifa nafn sitt á danzspjald hennar, og hann hló glaðlega og lést ekki verða var við, hve hissa hún varð. Hún leit óttablandin á föður sinn og rétti síðan Kirk spjald sitt með skjálf- andi hendi. Er hann skilaöi henni spjaldinu aftur, varð hann þess var, að frú Cortlandt horfði á hanu. — Má ég biðja yður um fáeina danza? sagði hann. — Já, ég hefi ætlað yður hinn fjórða og tí- unda. Er hann hafði skriíað nafn sitt í báðar eyð- urnar á danzspjaldinu, sagði hún lágt við hann: — Þér eruð áræðnasti maðurinn, sem ég þekki! Leyfði Garavel yður að gera þetta, eða-------—

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.