Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.11.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 14.11.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Leikir ogleikhús. Frh. í Stockhólmi var leikhús í fullum gangi 1770. Það mun hafa verið konunglegt leikhús. Gústaf III. tók sér einveldis- stjórn, og hafði mikinn huga á leikhúsinu. Hann samdi jafnvel leikrit sjálfur og sendi það nafn- laust til leikhússins. Fað var leikið þar, en ritlaunin, sem þar voru, það sem kom inn þriðja kvöldið sem þvert leikrit var leikið, voru aldrei hafin, því konungurinn vildi ekki taka við þeim, eða láta sín að neinu getið við að hafa samið leikritið. Eftir 1770 hefir ávalt verið leikhús í Stockhólmi, og nú er þar söngleikhús og mörg önnur leikhús. Mörg af góðskáldum Svía hafa samið góð leikrit. Leiki eftir tvö af þeim höfum við leikið hér. Eitt þeirra er »Tengdapabbi«, eftir Gustaf af Gejerstam; eftir hann hefir einnig verið leikið »Ágústa piltagull«. Hitt leikskáldið er Ágúst Strindberg: »Sterkari« og »Fröken Júlía«. Að sænskir leikhöfundar sé hér ókunnugir, verður því ekki sagt með sanni. Norömenn urðu meir síðfara með leikhús og leiki, en bæði Svíar og Danir. 1801 voru íbú- ar Oslóar (Kristjaníu þá) 8000 manns. Bærinn tók að vaxa, eftir að háskólinn var kom- inn á fót, og er nú sagður, þeg- ar hann er búinn að vera konungsaðsetur i 20 ár, að hafa 250,000 ibúa. Milli 1860—70 léku danskir leikendur mjög í Krisljaníu árum saman, og mætti nefna þá Adolf Rosenkilde og Vilhelm Wiehe (eldri), sem báð- ir báru uppi kgl. leikhúsið í Höfn, eftir að þeir voru komnir heim attur. Fyrsta mikla leik- konan í Osló mun hafa verið frú Gundersen, sem um langan tíma hélt uppi leiklist og leik- frægð Norðmanna. í hennar spor gengu svo bæði karlar og konur. Nú eiga Norðmenn þrem eða fjórum fyrsta flokks leikend- um á að skipa, og mætti nefna þá Björn Björnson, Schancke og frú Dybwad. Um það leyti stm Noregur varð sjálfstætt ríki, og leystisl úr tengslunum við Svía, þá bygðu Norðmenn nýtt þjóð- leikhús. Fað er fögur og prýði- leg byggÍDg, bæði að utan og innan, og að öllu leyti vel við hæfi. f*ví er ætlaður styrkur á fjárlögunum, en leikhúsið hefir ekki viljað veita þeim styrk við- töku, því þá kæmist það undir yfirráð stórþingsins, sem að lík- indum gerbreytti stöðu leikhúss- ins, og það á þann hátt, sem það mundi einna sízt kjósa. Frh. Borgin. SjáTnrfölt. Síðdegisháfiæður kl. 4,3 í dag. Árdegisháflæður kl. 4,20 í nótt. 4. Tikn vetrar hefst. Næturlæknir Ólafur Porsteinsson, Skólabrú 2. Sími 181. Aðra nótt M. Júl. Magnús, Hverf- isgötu 30. Sími 410. Jíæturvördiir í Laugavegs Apóteki. Tfðnrfnr. Suðvestl, átt viðast og hægviðri alstaöar, nema í Vestm.- eyjum var snarpur vindur (7). í Vestm.eyjum og Seyðisf. var 5 st. hiti, í Rvík og á Hólsfjöllum 2 st., annarstaðar 1 st. Á Ákureyri og í Stykkísh. var lítil snjókoma í morg- un. — í Khöfn var 2 st. hiti, Fær- eyjum 6, á Jan Mayen 1 st. frost og í Angmagsalik 7 st. frost í gær. — Loftvægislægð við Vesturland. Búist er við suðvestlægri og suðlægri átt með smáskúrum og éljum á Suður- og Vesturlandi. Messur á morgnn. Dómkirkjan kl. 11 séra Friðrik Hailgrímsson (ferm- ing), og kl. 5 séra Hálfdán Helgason. Fríkirkjan kl. 5 séra Árni Sig. urðsson. Sjómannastofan kl. 6 guðspjónusta. Sendisveit Dana. Fr. de Fontenay, sendiherra Dana, fór utan meö ís- landi í gær. Hr. C. Borch, fulltrúi í utanríkisráðuneyti Dana, gegnir hér störfum hans á meðan. Eínnig hefir dr. Kort K. Kortsen sendikennari verið skipaður fulitrúi (attaohé) við sendisveit Dana hér á landi, og mun hann gegna pví starfi fram- vegis ásamt háskólakenslunni. Óskar Guðnasou frá Akureyri söng gamanvísur í Bárubúð í gærkvöld fyrir troðfuilu húsi áheyrenda. Fór hann vel með efni og »tók« vel ýmsar merkispersónur og viðburði, sem einkum eru kunnir Norðlend- ingum. Einnig fór hann með vísur um landskunna menn. ^DagBíaé. Bæjarmálabiað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, b.f. VerkakTennafél. Framsókn heldur hlutaveltu annað kvöld, og verður par mikið af góöum munum, sér- staklega af nauðsynjavöru. Einnig verður bazar í sambandi við hluta- veltuna, og er til hans vandað. Bandalag kTenna heldur aðalfund sinn hér í bænum pessa dagana. M. a. er par rætt um byggingu sam- komuhúss fyrir konur. Sölubann hefir verið lagt á Krau- sensalt að tilhlutun landlæknis. — Saltið inniheldur ekki pau efnahlut- föll, sem sagt er til á umbúðunum, og er öllum óheimilt að selja pað, nema lyfjabúðum eftir læknisráði, svo trygging sé fyrir að efnablönd- un pess sé rélt. Gnllfoss fór héðan kl. 12 í nótt áleiðis til útlanda. Meðal farpega voru: Emil Nilsen framkv.stj., Hall- dór Kr. Porsteinsson skipstj. o. fl — Til Seyðisfjarðar fóru Jón Bald- vinsson alpm. og Sigurður Magnús- son læknir og frú hans. íslnndsfélngið fær bráölega nýjan botnvörpung, sem pað hefir látið smiða í Englandi. Skipshöfn til að sækja hann fór héðan með íslandi i gær. Halldór Hnnsen læknir fór utan með íslandi í gær, og mun bann verða fjarverandi um priggja mán- aða tíma. Ólafur Jónsson laeknir gegnir störfum hans á meðan. Not« fór héðan kl. 10 í morgun, eins og áætlað var, vestur og norð- ur um land til Noregs. Meðal far- pega voru: Séra Sígurgeir Sigurðs- son prestur á ísaf., Ingvar Guð- jónsson útgerðarm. Akureyri, Ól. G. Eyjólfsson umboðssali og Árni Einarsson kaupm. Penlngnr: Ster). pd............... 22,15 Danskar kr............. 112,72 Norskar kr.............. 92,49 Sænskar kr............. 122,42 Dollar kr............... 4,58'/* Gullmörk ............... 108,95 Fr. frankar ............ 18,77

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.