Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.11.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 18.11.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag 'Áj /• árgangiir, 18. nóvember jrJ J Mm #242. 1925. MfMI/VfMy tölublað. EGAR minst er á húsasmíði og byggingar þær, sem upp hafa risið undanfarin ár er tíðast talað um hinn beina kostn- að í sambandi við dýrleika þess- ara nauðsynlegu fyrirtækia. Menn benda á verð efnis og vinnu og segja: Efni hefir lækkað og vinna er ekki dýrari en verið hefir. Hús lækka í verði og húsaleiga hlýtur að falla. Ef einblínt er aðeins á þessar hliðar finst mönnum að lækk- unin sé sjálfsögð, en ef tillit er tekið til alls, sem hér kemur til greina, þá verður því miður lítil von um lækkun, a. m. k. ekki svo nemi nokkru verulegu. t*að er sem sé önnur hlið þessa máls, sem of sjaldan er ger að umtalsefni manna á með- al og í blöðum landsins. Hún er hulin orsök þess, að byggingar síðari ára hafa verið svo óhæfi- lega dýrar, hulin afþví alrnenn- ingur gerir sér hana ekki ljósa eins fyllilega og vera ber þegar byggingarmálin eru til umræðu. Ég á við vandræðalán þau, er hvíla á flestum eignum til sjós og sveita og þá ekki sizt bér í Reykjavík. Lánskjör þau. sem margir hafa orðið að sætta sig við, er ráðist hafa í nýsmíði húsa, eru og hafa frá upphafi verið óþol- andi ok, er suma hefir sligað, svo þeir hafa mist eignir sínar og annara og biða þess seint eða aldrei bætur. Sumir erú enn að sligast undir þeim, og er aðeins stuadarfriður á meðan það góð- ®fi helzt, sem nú er. — Hvern- ig er þessum lánum varið? Veð- deildarlánin nýju þekkja allir. Slík kjör eru áþreifanleg, og átakanlegast hefir þó verið, að geta ekki selt bréfin sæmilegu veröi, þrátt fyrir alla viðleitni. 1 íðast hafa fastir sjóðir hlaupið undir bagga, og ráðamenn þeirra ákveðið ag verja nokkru fé til kaupa á veðdeildarbréfum, af Þvi, að þau hafa verið í lágu veröi. Stundum hafa einstakir efnamenn séð sér hag — beinni og vissari hag í því en nokkru öðru. — Það sýnir að bréfin eru verðmæt eign, enda þótt bankinn sjálfur hafi ekki viljað kaupa þau. — Þau lánskjör, sem veðdeildin býður með þessum annmörkum, eru þó hátið bjá öðrum lánum, er menn hafa orðið að sætta sig við annarstaðar. Víxla marg- trygða nöfnum einstakra manna hafa bankarnir neitað að kaupa og hafa svo þessir veslings menn, sem réðust í byggingar neyðst til að sætta sig við okurkjör. Vextir þeir, sem einstakir menn hafa tekið fyrir að »hjálpa upp á náungann« hafa verið svo háir, að undrum sætir, að slíkt athæfi skuli hafa þróast átölu- laust. Gömlu vixilskuldirnar hafa verið nógu erfiðar viðfangs með 8—9°/o bankavöxtum, þótt ekki yrði menn að sæta slikum neyð- arkjörum. — Yfirleitt eru lán þau, sem á eignum hvíla, svo óhagstæð, að vonlaust er að húsabyggingar aukist eða húsaleiga lækki, fyr en því er kipt í lag og lán feng- in á auðveldari hátt og með hagkvæmum kjörum, eins og gerist í öðrum siðuðum löndum. Þetta verða húseigendur að hafa hugfast, og keppa að því með heilbrigðum samtökum, að komið verði á hagkvæmari lán- veitingum, annaðhvort í sam- bandi við þær peningastofnanir, sem fyrir eru, eða á annan hátt. Þetta er blátt áfram lífsskilyrði öllum sem hlut eiga að máli og snerlir hag almennings og af- komu allra meir en flest annað, sem brotið er upp á til bættrar hagsældar. Ms. Svanur er væntanlegur í hing- að næstu daga frá Stykkishólmi. Er hann með fullfermi frá ýmsum höfnum við Breiðafjörð. Hefir hann nú lokið áætlun að þessu sinni. Utan úr heimi. Khöfn, FB., 18. nóv. ’25. Einveldl Massollni. Símað er frá Rómaborg, að Mussolini hafi látið samþykkja lög, þess etnis, að ekki megi leggja neitt lagafrumvarp fram i þinginu, nema hann fallist á það fyrst. Ennfremur, að hann beri aðeins ábyrgð á gerðum sínum fyrir lconungi. Setnliðið í Köin á förnni? Símað er frá Berlín, að menn geri sér alment vonir um, að Bandamenn flytji burt setuliðið af kolasvæðinu, þegar Locarno- samningurinn verði undirskrif- aður. — Hátíðahöld í Bretlandi Simað er frá London, að mikill undirbúningur sé undir hátíða- höld þegar Locarnosamningur- inn verður undirskrifaður 1. n. m. Fækkun setnliðsins í Þýzkal. Símað er frá Berlín, að Hind- inburg hafi tilkynt á stjórnar- fundi, að Bandamenn hafi hálf- vegis lofað, ekki eingöngu að fara burt af Kölnsvæðinu, heldur einnig fækka stórkostlega setu- liði á hinum tveimur svæðunum. Undirskrift Locarnosamningsins rædd af miklu kappi á fundinum. Landstjóraskifti í Sýrlandi. Símað er frá París, að Sarrail sé kominn heim frá Sýrlandi. Ðe Jouvenel útnefndur eftirmað- ur sína í Sýrlandi. Sarrail hefir í hyggju að reka ofan í ásak- endur hans þann áburð, að hann eigi sök á óeirðunum í Sýrlandi. Stjórnarskifti í Tékkóslóvakíu. Slmað er frá Prag, að kosn- ingar fari fram. Svehla forsætis- ráðherra hefir beðið um lausn fyrir sig og ráðuneyti sitt. Masa- rykhefirbeðið ráðuneytið að ann- ast stjórnarstörfin fyrst um sinn.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.