Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.11.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 18.11.1925, Blaðsíða 2
 DáGBLAÐ Leikir ogleíkhús. Frh. 1 Noregi er mikil barátta um »Landsmaalet«. Stórþingið hlynn- ir mjög að þeirri stefnu og held- ur . henni fram. Þjóðleikhúsið talar ríkisnorsku, eða þá dönsku, sem hefir verið rituð í Noregi af Björnson og Ibsen. Ef þjóð- leikhúsið ætti að fara að leika á landsmálinu, yrði að þýða verk þeirra á nýnorsku. Björn- son og Ibsen kæmust á þann hátt út úr norskum bókmentum og yrðu þýddir höfundar. Góðir leikendur, sem altaf hafa leikið á ríkisnorsku, yröu að fara að Ieika á nýju máli. Þetta fólk yrði alveg afióga og til lítils nýtt á leikhúsinu. Um þetta er barist á þjóðleikhúsinu í Osló. Sem lítinn vott um hvernig leik- hússtjórnin litur á málið, mætti minna á þetta smáatriði: Þegar þjóðleikhúsið var komið upp, þá var eitthvert blaðið sem spurði um, hvað ætti nú að leika fyrsta kvöldið. Því var svarað: »Við leikum eitthvað eftir elzta leikritaskáld Norð- manna, og það er Björnson«. »Nei, Holberg er ennþá eldri en Björnson«, var því svarað. »Þið byrjið með því að leika eitthvað eftir hann«. Svo var farinn sá millivegur, að leikinn var sinn þátturinn eftir hvert höfuðskáld- ið. — Eftir Holberg var leikinn annar þátturinn úr »Sængurkon- unni«, sem leikin hefir verið öll hér i Rvík oftar en einn vetur. í Bergen hefir verið leikið að staðaldri siðan 1850. Það voru engin smámenni, sem höfðu Bergensleikhúsið með höndum. Björnstjerne Björnson var þar leiðbeinari; eftir hann kom Hen- rik Ibsen og var í sömu stöðu þar. Svo má segja, að leiksviðið í Bergen hafi kent þeim báðum hina miklu og góðu leiklistar- gerð þeirra, sem síðan er orðin svo fræg. í Bergen varð »Fru Inger til Österaat«, eftir Henrik Ibsen, fyrst til þess að vera tekið með óvenjumiklum fögn- uði. í Bergen mun frú Gunder- sen hafa leikið í fyrsta sinni, og Schancke er þaðan lika. Með verkum Björnsons og Ib- sens fluttist miðdepill veraldar- bókmentanna norðnr. Leikrita- gerð þeirra liggur nú til grund- vallar fyrir þeim bókmentum í heiminum. Það er að vísu satt, að Ágúst Strindberg hefir verið leikinn mjög í Þýzkalandi á síð- ustu árum, en Þjóðverjar segja nú, að hann sé frumkvöðull aö »stjórnleysinu« eða lagaleysinu, sem nú ríkir í leikritagerð hjá sumum yngri leikritahöfundum Þjóðverja. Nú á Bergen nýtt leikhús, sem stendur á góðum stað í bænum, og er allvegleg höl). Þar standa þeir báðir íyrir framan leikhús- ið, Björnson og Ibsen, eins og fyrir framan þjóðleikhúsið í Osló. — Holberg er á öðrum stað í bænum, og má af því sjá, að Bergensbúar hafa ekki gleymt þvi, hvar snillingurinn gamli er fæddur. Ýms fleiri leikhús eru einnig í Noregi. Frh. Borgin. Sjávarfölt. Siðdegisháflæður kl. 6,45 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 7,10 í fyrramálið. Sólarupprás kl. 9,8. Sólarlag kl. 3,17. Kæturlæknir. Daníel V. Fjeldsted, Laugaveg 38. Sími 1561. Næturvörðnr í Rvíkur Apóteki. Tfðarfar. Sunnan- og suðvestan- átt alstaðar í morgun, og úrkoma víða. Heitast var á Akureyri 7 st. Seyðisfirði og Grindavík 6, Vest- mannaeyjum og Hornarfirði 5, ann- arstaðar 4 st. nema á Hólsfjöltum 1 — í Færeyjum var 9 st. hiti, á Jan Mayen 1 st. frost, og í Angmagsalik í gær 5 st. frost, — Loftvægislægð fyrir norðan Jan Mayen og suðvest- an land. Búist er viö suðlægri átt, og siðan allhvassri suðaustanátt á Suðvesturlandi með úrkomu á Suð- ur- og Vesturlandi. Útbreiðslnfund héldu stúkurnar Framtíðin og Víkíngur í Templara- húsinu i fyrrakvöld. Indriði Einars- son rithöfundur hóf umræður, en aðrir ræðumenn voru Ágúst Jóns- son f.v. hreppstj., Haraldur Guð- mundsson kaupfélagsstjóri og Helgi Sveinsson f.v. bankastjóri. Fundur- inn var flölsóttur, prátt fyrir ill- viðrið, sem hér var í fyrrakvöld. Skaftfelllngur kom í fyrradag úr ferð að austan. 2)ag8lað. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðnmndsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstimi kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Simi744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuöi. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Lyra kom hingað á hádegi í gær, og fer héðan aftur annað kvöld á- leiðis til Noregs, um Yestm.eyjar og Færeyjar. Jón Helgason mngister hefir ný- iega lokið við að semja ritgerð um Jón Ólafsson Grunnviking. Hefir hann lagt hana fyrir heimspekideild Háskólans til umsagnar, og par til kvaddir dómarar hafa tekið hana gilda til doktorsnafnbótar. Vörnin mun fara fram skömmu fyrir jót. Árnesingamót veröur haldið hér á laugardaginn. Hafa pau mót áður verið með beztu héraðsmólum sem haldin hafa veriö, enda eru Arnes- jngar hér fjölmennir. Sú nýlunda verður nú, að fóik austan úr sveit- um kemur hingað suður, aðeins til til að sitja mótið. Hjúsknpnr. Ungfrú Margrét Arn- ljóts frá Pórshöfn og Hjalti Björns- son heildsali voru gefin saman í hjónaband siðastl. sunnudag af séra Fr. Hallgrimssyni. Baruayeiki hefir stungið sér nið- ur á Grimsstaðaholti, og hafa 3 börn veikst par á sama heimllt. Engin skólabörn eru á pvi heimili, svo ekki er hætt við útbreiðslu veikinnar pess vegna. Hetgidágalöggjöfln. Nefnd sú, er sameígiulegi safnaðarfundurinn á- kvað að skipa, hefir nú verið kos- in, og urðu pessir fyrir vali: Ágúst Jósefsson beilbrigðisfulltrúi, séra Friðrik Hallgrimsson, Eggert Bríem yfirdómari, Jón Halldórsson tré- smiðameislari og Jón Ólafsson framkv.síj. Er nefndinni ætlað að endurskoða helgidagalöggjöfina, á- samt pingmönnum bæjarins, °6 hefir hún pegar tekið til starfa. Feningar: Sterl. pd............... 22,15 Danskar kr............. 113,94 Norskar kr.............. 93,43 Sænskar kr............. 122,43 Dollar kr............... 4,58 Gullmörk .............. 108,93 Fr. frankar............. 18,52 Hollenzk gyllini........184,47

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.