Dagblað - 28.11.1925, Blaðsíða 2
2
DAGB LAÐ
vel fyrst í stað, en þegar
komið var upp undir ísland,
hrepti það aftakaveður. Rauk á út-
synningsstormur og kafaldshrið
með svo miklum ofsa, að við
ekkert varð ráðið. Var þá vélin
stöðvuð og haldið upp í. Smurn-
ingsolíugeymirinn sprakk, svo
nær öll sú olía fór til spillis,
sem skipið átti. Seglin tættust í
sundur, gaffallinn brotnaði, og
skipið barst óðfluga að landi.
Var þetta á Breiðamerkursandi,
rétt fyrir vestan Jökulsá. Skips-
menn ætluðu að láta fyrirberast
niðri í káetu, en sáu brátt, að
slíkt var mesta óráð, því skip-
inu sló út og lá á bakborðssíðu,
en sjórinn skall yfir jafnt og
þétt. Komust þeir þá allir upp
i reiða, utan einn — Ingvar —
sem sjór tók út og yíir stjórn-
borðshlið og upp á land heilu og
höldnu. Þorsteinn, stóð neðst
í reiðanum og var syndur, kast-
aði sér skömmu síðar útbyrðis
í aðsogi, en sennilegast er að
vit 'hans hafi fylst sandi og olíu,
sem flaut um alt, því hann
hröklaðist út og aftur fyrir skip-1
ið og sökk þar skyndilega.
Skipið barðist og bylti sér f
hafrótinu, gat kom á það og
vörurnar bárust á land, mið-
siglan fór fyrst, og Stefán hraut
fyrir bórð efst úr reiða, en
komst naumlega í land, og svo
þrekaður, að Ingvar átti fult í
fangi með að hressa hann við.
Sáu þá skipverjar sem eftir voru
sitt óvænna og komust við illan
leik niður úr reiðanum og á
kaðli í land. Voru þeir þá þjak-
aðir mjög og flestir alblautir.
— Það var á áttunda tímanum
um morguninn að skipið kendi
grunns, en stundu eftir hádegi
voru þeir niu komnir á land.
Var nú lagt af stað í áttina
til bæja. Þegar komið var að
Breiðárós, treystust 5 ekki lengra
en létu þar fyrirberast um
hríð. Jón, Aðalsteinn, Einar og
Haraldur héldu áfram og sáu
loks brugðið upp ljósi í glugga.
Mátti þar engu muna að þeir
færi framhjá og hefði þeir þá
sennilega allir orðið úti. —
Var bær þessi Kvísker. Þegar
félagarnir fjórir höfðu sagt frá
hinum, fór bóndi af stað með
hesta, handlukt og þokulúður.
En það er frá hinum að
segja, að þeir héldust ekki
lengi þarna á bersvæði við ósinn,
og fóru nú aftur í stefnu á
strandstaðinn. Varð Stefán fyrst
viðskila við þá. Virtist hann
ruglaður orðinn eftir fallið úr
reiðanum og þóttist einn rata.
Fanst hann síðan örendur af
leitarmönnum. Urðu hinir fjórir
smámsaman viðskila hvor við
annan. Sæbjörn varð úti en 3
þeirra komust naumlega niður
á strandstaðinn, fundu þar
skóflu, grófu sig niður í s&nd-
inn og breiddu segldræsur og
annað sem fyrir hendi var
yfir sig.
Var þá skipið farið að brotna
mjög, en varningurinn sást
austur með allri ströndinni.
Varð það þeim til lifs að þeir
^átu grafið sig í sandinn því
um um nóttina gerði talsvert
frost, þóttust þeir eitt sinu
heyra í þokulúðri í fjarska en
biðu átekta að hann færðist
nær. Bóndi hafði farið alla leið
niður á strandstaðinn, en blés
þar ekki í lúðurinn. Fórhann
heim við svo búið, en fór um
morguninn aftur í fylgd með
örðum, fann þá félagana og
fór með þá til bæjar. Fundu
þeir lík Sæbjörns heit. á leiðinni.
Að Kvískerjum komu þeir um
miðjan dag, en þeir sem ferða-
færir voru fóru að Knapavöllum
morguninn eftir. Var svo eftir
nokkra daga lagt upp þaðan
og frá Fagurhólsmýri í fylgd
með Runólfi á Svínafelli^og 2
mönnum öðrum. Voru 17 hest-
ar í förinni, einn handa hvor-
um fylgdarmanna og tveir
handa hvorum skipbrotsmanna.
Förin að austan tók 8 daga.
Tekið var á móti þeim opnum
örmum alstaðar á leiðinni. —
Á Breiðabólsstað sneru fylgdar-
menn aftur með hestana, en
strandrnenn komu í bifreið
hingað frá Ægissíðu.
Það vissu menn seinast til
skipsins áður en ófært varð
yfir sandinn, að það var komið
í spón. Það var vátrygt fyrir
125 þús. kr. Vörur voru allar
vátrygðar, einnig 300 tunnur af
benzíni, sem voru á þilfari. —
QagBlað.
Bæjarmálablað. FréttablnO.
Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson,
Lækjartorg 2. Símar 744 og 445.
Viðlalstími kl. 5—7 siðd.
Afgreiðsla: Lækjartorg 2. Sími 744.
Opin alla virka daga kl. 9—7.
Blaðverð 10 au. eint. Askriftar-
gjald kr. 1,50 á máuuði.
Prentsmiöjan Gutenberg, h.f.
Borgin.
Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl.
3,58 í dag. Árdegisháflæður kl.
4,25 í nótt.
Næturlæknir Jón II. Sigurðsson
Laugaveg 40. Sími 179.
Nl. Aðra nótt Daniel V. Fjelsteð
Laugaveg 38. Sími 1561.
Næturvörðnr í Laugavegs Apóteki.
6. vika vetrar hefst.
Jólafastan hyrjar á morgun.
Tíðarfar. í morgun var 6 st. liiti
i Grindavík og St.hólmi, i Rvík og
Vestm.eyjum 5 st. ísaf. 4 og Akur-
eyri 3 st. Á Hólsfjöllum var 4 st.
frost, í Seyöisf. og Hornaf. 3; og á
Raufarhöfn -í-0. — í Khöfn var 1 st.
hiti, i Færeyjum 1 st, frost á Jan
Mayen 5 st. og í Angmagsalik 4 st.
frost í gær. — Loftvægislægð fyrir
norðan land. Búist er við vestlægri
átt á Suður- og Suðvesturlandi en
breytilegri vindstöðu annarstaðar,
með úrkomu víða.
Messnr á morguu. Dómkirkjan kl.
11 séra Bjarni Jónsson og kl. 5 séra
Friðrik Hallgrimsson.
Fríkirkjan kl. 5 séra Árni Sigurðss.
(Engin messa kl. 2).
Landakotskirkja kl. 9 árd. hámessa
og kl. 6 síðd. guðspj. með prédikun.
Sjómannastofan kl. 6 síðd. alm.
guðspjónusta.
$
Kjartan Ólafssou augnlæknir opn-
ar L dag lækningastofu í Laekjar-
götu 6, par sem skrifstofa Hjalta
Björnsonar & Co. var áður. Kjartam
hefir verið lengi erlendis og full-
numast i sérfræðigrein sinni, bæði
i London og Wien.
Skodsborg kolaskip’til Duus-versl-
unar kom hingað í gær.
ÁgústFlygenring heflir legið veikur
nokkuð lengi, og heflr hann nú
sagt af sér pingmensku, vegna pess
að ekki eru horfur á, að hann verði
svo hress að geta gegnt pingstörf-
um i vetur.