Dagblað

Tölublað

Dagblað - 10.12.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 10.12.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ ^ V 3 Frá Yesturheimi. Skaltabyrði Manitoba-búa er þyngri en í öðrum tylkjum Canada. Árið 1923 námu skatt- arnir 17,2°/o af andvirði fram- leiðslunnar, en í British Colum- bia fylki ekki nema 9,9°/o, í Saskatchewan 9.7 °/o, Ontario 8,7°/0 og í Alberta-fylki aðeins 7,7°/o. Uppsbera varð í sumar með mesta móti í Canada. í sept. komu yíir 103 miljónir mæla af hveiti á markaðinn. — Heims- kringla segir til skýringar þvi hve mikið sé hér um að ræða að væri öllu þessu hveiti hlaðið á járnbrautavagna yrði ósletin vagnalest 650 milur á iengd. En »væri brauð bakað úr þessu hveiti, og því hlaðið á vanalega brauðílutningavagna og vagnarnir færu 5 mílur á klukkustund nótt og dag þá væri lestin hálfa níundu viku að fara fram hjá einhverjum vissum stað á leið sinni«. Athyglisvert. t*að þykja jafnan góð tíðindi, þegar hljómlistamenn eða aðrir andans atburðamenn gefa fjöld- anum kost á að njóta þeirrar listgöfgi, sem þeir ráða yfir, og flestir, sem listum unna, nota þau tækifæri, er til þess gefast. Hljómlistin er alheimsmái, óháð tungu og þjóðerni, þvi það er aðeins máttur andans, sem þar kemur fram. t*að er gleðileg framför, að á siðustu árum hata nokkrir landar okkar náð tök- um á hinum göfuga mætti tón- iistarinnar og borið hróður i landsins út um menningarlönd- in, og væri því ekkert eðlilegra en að þeir, sem listum unna og hafa ráð á að njóta þeirra, láti sig ekki vanta, er listamenn vorir láta til sín heyra. En á því vill oft verða nokkur mis- brestur, og eru útlendir miðl- ungsmenn ósjaldan teknir fram yfir ianda okkar sem rneira hafa til brunns að bera. F*að munu margir hafa búist við því, þegar þeir Emil Thor- oddsen og Páll Isólfsson boð- uðu til hljómleika hér, að þeir yrði vel sóttir, ekki sizt er þess er gætt, að inngangurinn var óvenju ódýr, en reynslan varð önnur. Það er jafnvel hægt að álykta, að bér hafi það helzt verið til fyrirstöðu, að ekki voru það útlendingar, sem listina buðu. Hjá þeim er oft húsfyllir kvöld eftir kvöld, hvað sem það kostar. Þeim verður ferðalagið til góðrar fjáröflunar, og væri ekkert við það að athuga, ef laudar okkar yrði ekki afskiftir og nyti jafnréttis við útlendinga í aðsókn og áliti almennings. Okkur þykir ilt til þess að vita, ef listamenn okkar geta ekki lifað hér sæmilegu lífi, og verða að fara af landi burt vegna andlegrar fátæktar þjóöarinnar, og ekki sízt höfuðstaðarins. En þó er það verst, ef það væri að nokkru leyti sökum þess að þeir eru gerðir hornrekur útlending- anna, því vissulega ætti þeir fremur að njóta þess en gjalda, að þeir eru íslendingar. 8onnr jArnbrantakðiigslMB. nauðsynlegt. Anthony væri alt of skynsamur maður til þess að hafast að nokkuð það, er hann þyrfti að yðrast eftir á, núna, er geðs- hræring hans væri tekin að sefast. Runnels hélt því heimleðiis og var að hugsa um það á leið- hini, hvernig Cortlandt mundi vera innanbrjósts, er hann hitti konu sína, eða hvort hann mundi ®okkurn tima geta litið framan i þá félaga aft- Ur, ef hann kæmist að þvi með vissu, að hon- ■oi hefði skjátlast. í stað þess að ganga gegnum skrifstofuna gekk Kirk upp á hótel-svalirnar og inn í her- hergi sitt að utan, eins og þau Chiquita höfðu gert fyr um kvöldið. Hann hitti Allan, sem beið eftir honum og stóð alveg á blístri af löngun til aÖ spjalla, en Kirk þaggaði fljótt niður í honum, — Náðu fljótt í göngufötin mín, ég ætla út. Hann reif af sér hvíta hálsbindið, eins og ætlaði að kyrkja hann. ~~ Það er alt of framorðið, herra. Pað er hætt við, að þér fáið hitasótt 1 þessari þoku, &agði blökkustrákurinn og reyndi að malda i *»óinn. —- Komdu þá með mér, ef þig langar til þess, ■■æiti Kirk; ég get ekki sofið. Ég verð að fara ■ftur og ganga — ganga, þangað til ég yerð ® Ve8 dauðþreyttur. Allan hlýddi orðalaust, en var steinhissa og hálf smeikur við þetta háttalag. — Ég hefi aldrei séð yður svona reíðan, herra, sagði hann. Er það Ramón Alfarez? Hann tók þegar að ranghvolfa í sér augun- um af mestu bræði, því það hafði ætíð sterk áhrif á hann, er hann varð þess var, að hús- bóndi hans var í æstu slcapi. — Nei, ekki Ramón; það er annar maður. Peir hafa móðgað mig, Allan. Ég get ekki skýrt þér frá því frekar, því þú mundir ekki skilja það, en ég hefi verið móðgaður hræðilega. Um munninn á blökkustráknum komu ein- kennilegir drættir og grimdarlegir, er mintu á apa, og hann fór að tauta fyrir munni sér um hefnd og hótanir, en Kirk skeytti þvi ekkert. Rétt á eftir fóru þeir hægt út og lögðu feið sina eftir kletta-stignum, sem lá inn til borgarinnar, annar þögull og hryggur i huga, en hinn eins og urrandi hundur, sem er að komast á slóðina.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.