Dagblað

Tölublað

Dagblað - 11.12.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 11.12.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Bann og bindindi. Loyd George vill þurka Bretland. Loyd George hefir gefið út opinbera áskorun um að rann- sakað verði áfengismálið í Bret- landi. Skorar hann jaínhliða á kirkjur Bretaveldis að fylgja dæmi kirknanna vestan hafs að ganga fram fj'rir skjöldu í bar- áttunni fyrir bannmálinu. Eftir dvöl sína í Ameríku hefir hann komist að þeirri nið- urstöðu, að það sé lífsskilyrði fyrir brezku þjóðina, að útiloka algerlega áfenga drykki, því Bretland geti annars átt á hættu að dragast aftur úr í samkepn- inni sem heimsþjóð. Með bann- inu verði komið i veg fyrir þá úrkynjun og aflurför, sem of- drykkja og atvinnuleysi hefir valdið á siðustu áratugum. Til þess að dreifa jólasöl- unni yfir fleiri daga, látum við ókeypis nálar 09 nokkrar plötur (auk happdrættismiða) með hverju^n Grammofón sem keyptur er hjá okkur fyrir 1 6 desember. cTCljóófcerafhisié 4WWWMMWWWWMfc Jólatré, \ Jólatrésskraut, Jólakerti, Spil, Barnaleikföng smá og stór, Stjörnuljós, Flugeldar. Ýmsar smekklegar jólagjafir úrpostulíni, gleri, kopar, nikkel og silfri — alt með þessu orðlagða Hannes- arverði. Hannes Jónsson Laugav. 28 N otið SHARH snieRLiKi J ólahveitið, »Pilsbury Bezt« og sallafínn strausykur, snjóhvítur, gerir jólakökurnar Ijúlfengar. Ódýrt hjá mér. lftannes JónsHon. Laugaveg 28. Verslið við Vikarl Það verð- ur notadrýgst. Guðm. B. Vikar, Laugavegi 21. (Beint á móti Hiti & Ljós.) Sími 658. Jólaverðið byrjað. T. d. 12 manna kaiíistell frá 25 kr. Notið tækifærið. — versl. Þörf, Hverfisgötu 56. Sími 1137. Anglýsingum í Dagf. blaðið má skila í prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðsln blaðsins. Sími Sannr Járnbrantakángslns. XXVII. Spurningin. Edith Cortlandt fór ekki að hátta undir eins og hún kom heim frá danzleiknum. Hún var svo reið yfir því, hvernig Kirk hafði hegðað sér, að henni var ómögulegt að hugsa til að fara að sofa. Og auk þess var hitinn alveg kveljandi. Lognmollutímarnir stóðu nú yfir, og bærðist rigi blað fyrir vindi. Regntlminn var eigi byrj- aður, og það var eins og feiknamikilli hitablæju væri sveipað utan um borgina, svo öllu lá við köfnun. Loftið var þungt og mollulegt eins og í sjúkrastofu. Gegnum opna gluggana barst varla minsta hljóð eða hreyfing inn til frú Cortlandt. Frá sjónum langt fyrir neðan húsið heyrðist aö eins dauft suðuhljóð, eins og klettarnir í sjáv- armálinu væru sjóðandi heitir. Fyr um kvöldið h»fði hitinn verið þolanlegur, en nú var hann °rðinn óbærilegur, að þreyttum og æstum taug- lá við sliti. Á þess háttar nóttum deyja Vetku börnin, og jafnvel hraustum mönnum verður lífið byrði. Enga svölun eða fró var að finna, 0g allra minsta líkamshreyfing og áreynsla varð að megnri þjáningu. Fað var orðið framorðið, og hún sat enn þá uPpi, er hún heyrði útidyrahurðina opnast, og Lortlandt koma upp stigann. Henni þótti vænt um, að hann svaf í öðru herbergi og var aldret vanur að koma inn til hennar svona seint á nóttu, og í því hugarástandi, mundi það hafa verið henni óbærileg þraut og kvöl að þurfa að tala við hann. Hún varð því ákaflega gröm, er hann kom umsvifalaust inn í herbergi hennar, án þess einu sinni að drepa á dyr, eins og hann vildi birta það öllum heimi, að hann væri velkominn elskhugi. Til að breiða yfir gremju sína sneri hún sér frá honum og hélt áfram að svala sér með blævængnum. Hún lá makindalega í tága- stól og var í víðum og þunnum morgunkjól úr silki, sem hún ósjálfrátt sveipaði fastara að sér. — Fremur seint að koma og bjóða góða nótt, mælti hún kuldalega. — Ég kem úr Anthóny-samsælinu. Rödd hans var þannig, að hún sneri sér snögt við. Hún sá þegar. að línskyrtan hans, sem æ- tíð var stinn og gljástrokin, var nú krukluð og óhrein, hálskraginn var eins og tuska, og svit- inn spratt út um alt ennið á honum. Hún mundi ekki til þess að hafa séð hann þannig á sig koininn nokkurn tíma áður. Og þessi sjón hafði því ákaflega sterk áhrif á hana. Fetta hlaut að boða eitthvað hræðilegt. — Hvað gengur að þér, Stefán? kallaði hún upp yfir sig. Ertu drukkinn?

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.