Dagblað

Tölublað

Dagblað - 23.12.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 23.12.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ vott um ágætar gáfur og glögt hugTÍt, sem hefði mátt glæða og festa með góðri mentun, svo hann hefði notið sín og orðið frægur maður. Hann fór að visu utan með uppfundningar sínar og naut til þess nokkurs styrks úr lands- sjóði. Fékk hann þá einkaleyfi fyrir dælu, er þótti bera af öðr- um. Kyntist hann þá ýmsum merkum hugvitsmönnum, eink- um i Danmörku og luku þeir allir lofsorði áverk hans. — En vegna þess, að hann vantaði nægilegt fjármagn varð hann að hverfa frá þessu áhugastarfi sínu 1907 og fór nú að versla sjálf- ur með ýmsar járnvörur og hélt því starfi til dauðadags. Jafn- framt vann hann sjálfur að inn- lagningu miðstöðva hér og úti um land. Var hann á Hólum i Hjaltadal í sumar, og var á leið þaðan heim er hann varð úti í ofveðrinu 8. þ. m. Ólafur kvæntist 14, april 1898 og er kona hans Anna Ólöf Auðunsdóttir héðan úr Reykja- vik. Áttu þau engin börn og lifir hún mann sinn. Trúhneigður var Ólafur á sína vísu og frjálslyndur í skoð- unum. Gaf hann sig litt að op- inberum máium, en hugsaði þess gleggra og dýpra um þau málin sem mestu varða í lífinu, og var þar frumlegur og fór sínar leiðir sem annarstaðar. Ólafur var raungóður maður og frændrækinn, og sannur vin- ur vina sinna, og þeirra, er störfuðu með honum og fyrir hann. Er þvi þungur harmur kveðinn nú við fráfall hans konu, bræðrum, ættingjum og vinum öllum Qær og nær. Merkileg bók. Fyrir stuttu er komin út ein- kennileg og merkileg bók um sékennilegt efni. Er það mynda- safn at listaverkum Einars Jóns- sonar frá Galtafelli ásamt ítar- legri greinargerð eftir dr. Guð- mund Finnbogason iandsbóka- vörð. Að öllu leyti er bókin hin prýðilegasta og svo til hennar vandað, að slíks munu ekki dæmi hér á landi, enda mun útgáfan hafa verið dýr. Er hún óneitanlega samboðin verkum listamannsins og hlýtur að vera einkum kærkomin öllum bókavinum og listelskum mönn- um. — Hennar verður ræki- legar getið siðar. Ljósmyndasýning. Margir hafa staðnæmst við Bankastræti 7 undanfarna daga og litið á myndirnar sem sýnd- ar hafa vsrið í gluggum »Mál- aransa. Mannfleira mundi samt hafa verið þar að staðaldri ef veðurhefði verið mildara. Mynd- irnar sem þar hafa verið til sýnis eru einhverjar þær falleg- ustu sem hér hafa sézt, fer þar saman listrænt myndval og snild- arleg útfærzla. Myndirnar eru flestar af sérkennilegum stöðum og margar þeirra innan úr óbygðum landsins. Er þar opn- aður nýr heimur sem ílestum er ókunnur, en undra fagurt um að lítast. Þeir Osvald Knudsen og Jón Kaldal hafa þarna lagt saman listhæfileika sina og árangurinn orðið þannig að báðum er til mikils sóma. Fessi myndasýning er þess eðlis, að hún verðskuldar að rækilega sé um hana ritað og verður það væntanlega gert síð- ar. En í þetta sinn er aðeins tækifæri til að minnast lauslega á hana því sem fæstum má hún fara fram bjá. Er vert að benda fólki á að myndirnar eru sér- staklega heppilegar til jólagjafa og einhver ákjósanlegasta hý- býlaprýði sem hér er völ á. G. P. Borgin. Nætnrlæknlr. Gunnlaugur Einars- son, Stýrimannastig 7. Sími 1693. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki. Nic. Bjarnason. barst fjöldi heilla- óskaskcyta í gær í tilefni af 65 ára afmæli hans. Bifreiðar sækja nú daglega mjólk og rjóma austur yfir fjall. Aldrei er mjólkin of mikil fyrir jólin. £)ag6íað. Bæjarmálablað. Fréttablnð. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. La France, sem flulti skipverjana af Ásu til hafnarfjarðar kom hing- að í gær og tekur fisk fyrir Proppér bræður. Nova kom hingað i morgun vest^ an og norðan um land, með fjölda farþega. Myndarieg g-jöf. H P. Duus hefir gefið Hjálpræðishernum 10 smál. af kolum til úthlutunar fyrir jóliu meðal fátæklinga. Verður kolunum skift milli 64 heimila 1 skpd. i bvern stað og mun mörgum koma það vel núna í kuldanum. Ritsjá. Jén Sveinsson: Nonni og Manni. — Bókav. Ársæls í*etta er 4. bókin eftir hinn fræga landa vorn Jón Sveins- son, sem kemur út á 3 árum. Fyrst kom Nonni, þá Borgin við sundið, svo Sólskinsdagar, og nú siðast Nonni og Manni. Ársæll Árnason hefir gefið þær allar út og ekkert sparað til út- gáfunnar. Hafði lengi verið um það talað, að við þyrftum að eignast þessar marg-umtöluöu bækur á íslensku, en enginn hafði þar framtak um, fyr en Ár- sæll reið á vaðið, og á hann þakkir skilið fyrir. Nonni og Manni er með sama snildarstíl og sérkennum höf- undar eins og aðrar bækur hans, og ekki hafa þýðend- urnir aflagað þær í meðförun- um. — Nafn Jóns Sveinssonar er fyrir löngu þekt í hinnm mentaða umheimi, og fer orðs- týr hans sívaxandi. Nú höfum við hér heima einnig fengið að kynnast hon- um gegnum sögurnar, og flestir munu vera ánægðir með þá við- kynningu, sem bækur hans hafa veitt. Sérstaklega eru þær vel fallnar til lesturs fyrir börn og unglinga, en allir geta samt haft þeirra full not og baft ó- blandna ánægjuaf lestrinum.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.