Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.12.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 24.12.1925, Blaðsíða 2
2 DAG R LAÐ t Hér meö tilkynnist ættingjum og vinum, að maðurinn minn, Jónas Póroddsson, blikksmiður, andaðist í nótt að heimiii okkar, Laufásveg 2. Reykjavík, 24. des. 1925. Ingibjörg Gnðmundsdóttir. keisaradæmi og byggja flotaslöð á2eyjunni Rhodos (Hún er 18 km. frá suðvesturströnd Litlu- Asiu, íbúar tæp 40,000, flestir Grikkir). Ennfremur er sagt, að hann bafí í huga að leggja undir sig iand í Litlu-Asíu. Friðarboð frá Abd-el-Krim. Símað er frá Paris, að friðar- semjari Abd-el-Krims sé kom- inn til Parísar. Er hann fyrver- andi brezkur herforingi að nafni Cunning. Ætlar hann nú að gera tilraun tii þess að semja við stjórnina fyrir hönd Abd-el-Krim. Sjállsmorð í Berlín. Símað er frá Berlín, að 74 sjálfsmorð að meðaltali á viku séu framin þar í borginni, vegna atvinnuleysis og gjaldþrota. Samband Rússa og Tyrkja. Símað er frá London, aö hrað- skeyti þangað frá Konstantinopel skýri frá því, að forsætisráðherra Pasha hafi lýst þyí yfir í þinginu að sendiherra Tyrkja staddur i París hafi gert samning við Tschetcherin um, að Tyrkland og Rússiand skuldbindi sig til gagnkvæms hlutleysis, sé um utanaðkomandi árás að ræða. Sigbjörn Obstfelder, var norskt skáld, tæddur í Stafangri, dáinn 1900, 34. ára gamall. Hann var sérkennilega barnsleg sál, viökvæm og fíngerð, og hefir að Iíkindum slæðst hingað aftilviljun frá einhverri sannari stjörnu«. Víst er um það, að liann átti hér ekki heima í »henni veröld«. Hann poldi ekki norðan- hríðarbál hjartkuldans og kærleiks- leysisins á Holtavörðuheiði lífsins. Skáldsapur Obstfelders er prung- inn sálrænni fegurð og sjaldgæfum frumleika. Stíll hans er oft yndislega söngrænu, eins og lækjaniður og silfurbjöllu-ómar í sameiningu. — Rit hans eru ein tvö bindi, gefin út 1917. Ilclgi Vallýsson Frá Isafirði. ísafirði, FB., 23. des. ’25. Ágætur afli í Miðdjúpinu. Síld veiðist enn í Skötufirði. Snjór með minsta móti um þetta Jeyti árs. ísfirzku togararnir fórn til samtfisksveiða siðastliðinn iaug- ardag. Ágætt veður nú. Allir bátar á sjó. Vesturland. JBorgin. NæturiækHar um hátíðirnar í nótt Ólafur Gunnarssn. — Aðra nótt Dan. Fjeldsted. — Sunnudagsnótt Magn- ús Péturson. — Mánudagsnótt Jón Kristjánsson. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki. Eggert Stefánsson söng í Nyja Bió í fyrrakvöld við góða aðsókn og engu minna lirifni áheyrenda en áður. Um söng Eggerts verður meira sagt síðar. Hjúskapnr. Nýlega hafa verið gef- in saman í hjónaband ungfr, Ólafía Pálsdóttir og Sigurbjörn Sigurðsson loftskeytamaður ú Draupni. Gullfoss fer héðan á 2. í jólum áleiðis til útlanda. Meðal farpega verða: Fröken H. Kjær yfirhjúkr- unarkona að Laugarnesi, frú Mar- grét A. Guðmundsson, Jón Björns- son kaupm., Egill Jacobsen kaupm. og margir fleiri. Strnndmcimirnir af brezka botn- vörpungnum Walborough frá Húll, sem strandaði á Mýrdalssandi fyrra miðvikudag, komu hingað til bæj- arins í gær. Tveir peirra meiddusl nokkuð á leiðinni sakir pess, að peir féllu af hestbaki vegna ofveð- urs, sem peir hreptu í fyrradag. Peir fara utan með Gullfoss 2. í jólum og kemur skipið við í Húll þeirra vegna. Tvö blöð koma út af Dagblaðinu í dag venjulegt blað og jólablað (nr. 75 og 76). ÍDagSlað. Hæjarmátabtað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445, Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Simi744. ■ Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á rnánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. <baSeiaðid endnr ókeypis lil mán- aðamóta. Athugið þaðl Hátíöarmessur. Hómkirkjau. Aðfangadag kl. 6 séra P’riðrik Ilallgrimsson. Jóladag kl. 11 árd. séra Bjarni Jónsson, kl. 2 dönsk messa (biskup- inn) og kl.5 síðd. séra Fr. Hallgrímss. 2. í jólum kl. 11 árd. séra Bjarni Jónsson og kl. 5 siðd. SigurbjörnÁ. Gislason cand. theol. 3. í jólum kl. 11. árd. séra Frið- rik Hallgrimsson og kl. 5 síðd. séra Bjarni Jónsson. Frikirkjaii. Aðfangadag kl. 6 e. h, séra Árni Sigurðsson. Jóladag kl. 12 séra Árni Sigurðs- son og kl. 5 síðd. séra Har Níelsson, 2. í jólum kl. 5 stðd. séra Friðrik Friðriksson. 3. í jólum kl. 5 síðd. séra Árni Sigurðsson. Jólaguðspjónnsta í húsi K. F. U. M, á aðfangadagskvöld.kl. 6 séra Bjarni Jónsson. Háttðamessur í Landakotskirkju. Aöfangadagur: Pontifikalmessa kl. 12 á miðnætti. Jóladag: Levitmessa kl. 10 árd. og kl. 6 síðd. Levilguðsþjónusta með prédekun. 2. í jólum: Levítmessa kl. 9 árd, og kl. G síðd. pontifikalguðspjnusta með prédikun. Sunnudagur milli Jóla og Nýárs. Hámessa kl. 9 árd. og kl. 6 síðd, guðsþjónusta með prédikun. Söugfélagið wÞresttra í Hafnarfirði ætlar að halda samsöng hérna í Nýja Bíó sunnudaginn 27. þ. m. (3. í jólum) og hefst hann kl 4 síðd. Næsta biað keruur út á mánudag" inn 28. þ. m.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.