Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.12.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 24.12.1925, Blaðsíða 1
Þimtudag 24. desember 1925. WagBíaé I. árgangur. 275. tölublað. ÁNÐLEGT líf Íslendinga hefir tekið tnikkim stakkaskift- um á síðustu árum, og ber §>ar mest á ringulreiðinni sem orðia er á mönnum í trúmálum yfirleitt. Virðingin fyrir guðdóm- inum hefir farið þverrandi, og það sem flestum hefir áður ver- ið heilagt, er nú dregið niður í dægurþrasið og jafnvel sýnd litilsvirðing opinberlega. Er það ýmist að menn láta sig eilífðar- málin engu varða, eða fara bein- atn óvirðingarorðum um guð- dóminn, og sýna honum ákveðna andstöðu. Ekkert væri við þvi aö segja, ef þessi breyting or- sakaðist af því, að fundin væri ný sannindi, sem kollvörpuðu öllum eldri átrúnaði og hug- myndum um guðdóminn, en slíku er hér ekki til að dreifa. Eeyndar fer þekking manna alt- af vaxandi og ný sannindi eru leidd i ljós, sem koma í bág við eidri hugmyndir. En á trú- málasviðinu hefir engin slik »opiuberun« komið fram, sem ¦rétliæli upplausnina og virðing- arleysið fyrir hinum eldgamla átrúnaði. Það skal samt fúslega viðurkent, að bókstafstrú gamla timans er mjög óaðgengileg hugsandi mönnum og sæmilega upplýstum, og er jafnvel i sum- um aðaiatriðum algerlega röng. En þótt menn hafni gagnrýnis- lausri bókstafstrú og leiti úr- iausnar eilítðarmálanna á ann- an hátt en tíðkast hefir, þarf það ekki að leiða til fordæm- ingar á eldri trúaratriðum, og enn síður til lítiisvirðingar um sjálfan guðdóminn, eða það sem flestum er helgast. Það er nú einu sinni svo, að irúarsannfæringin er einn meg- inþáttur í andlegu lííi fjölda manna og ef benni er skyndi- iega kipt í burtu vill oft verða þar kalsár eftir sem erfitt reyn- ist að græða. Hefir margur tapað þar hyrningarsteinum þeim sem "í hans var grundvallað á og a'drei náð jafnvægi siðan. Mannsandinn er altaf að nema ný Jönd og opna ný sjón- arsvið sem okkur voru áður óþekt. Og það er eðli flestra að reyna að skilfa það (sem ekki er nægilega Ijóst við fyrsta yfir- lit, svo komist verði innfyrir umbúðir efnisins. Pannig er með trúarbrögðin og ætti þvi enginn að lá öðrura ólíkar skoð- anir í þeim málum, aðeins ef menn halda sig innan ákveð- inna takmarka velsæmisins. Þekkingarþrá mannanna og leitin að sannleikanum er ein- hver besta guðsdýrkunin. Ðansinu í JEXruiia.. Siðast og mesta leikrit Indriða Einarssonar er Dansinn í Hruna. Er hann bygður á þjóðsöguleg- um grundvelli, heilsteyptari og fyllri en eldri leikrit þessa höf- undar. Leikfélag Reykjavíkur hefir ekki treyst sér til að taka leikinn til sýningar fyr, en nú hefir það ráðist í það og valið Dansinn í Hruna til hátíðaleiks. Verður hann sýndur i fyrsta sinn á 2. í jólum og síðan 3 næstu daga eins og auglýst hefir verið hér í blaðinu og annarstaöar. Dagblaðið heBr fengið að hný*ast í hvernig undirbún- ingnum liði og má segja að hann sé vel á veg kominn. Félagið hefir lagt sig í fram- krók um að gera leikinn sem bezt úr garði og þjóðlegastan. Alt er íslenzkt: leikritið sjálft, lögin sem sungin eru (eftir Sigvalda Kaldalóns) forspilið að leiknum, (eftir Emii Thoroddsen og loks eru leiktjöldin gerð af tveimur innl. leiktjaldamálurum. í*að er alment viðurkent af öllum, sem kynt haf sér leikrita- gerð Indriða Einarssonar — bæði innlendir menn og útlend- ingar — að Dansinn í Hruna sé bezta leikrit höfundar og það veigamesta. Og það mun verða almannamál að loka söugnrinn; Ave Maria utidir lagi Sigvaída Kaldalóns sé einna áhrifamest af því sem hér hefir heyrst á leiksviði. — Er þess að vænta að bæjarbúar fjöimenni a. m. k. á fyrstu sýningar leiksins og er nú að sjá hversu þeir meta íslenzka leikritagerð og merki- legt verk. t Jónas Þóroddsson, 1 blikksmiður, andaðist í nótt að heimili sínu, Lanfásveg 2, eftir stutta legu í lungnabólgu. Jónas var vel gef- inn maður og vinsæll, og likleg- ur til meiri frama. Hann hafði lengi unnið í Álmaþór og var meðeigandi verksmiðjunnar. — Lætur hann cl'tir sig konu ag tvö börn ung. Utan úr heimi. Khöfn 22, des. 1925. Tsflhetscherin kominn til fýzkalands. Símað er frá Beriín, Tschet- scherin sé þar staddur og hali Stresemann boðið honum til morgunverðar, til þess að ræða utn þýðingarmikil pólitisk mál, einkanlega þau, er hafa fjárhags- Iega þýðingu fyrir Rússland og Þýzkaland. Tschetscherin sagði í viðtali við blaðamenn, að hann áliti úrskurðinn i Mosulmálinu hættulegan og Locarnosamning- inn lítils virði. ítalía keisaradæmi. Simað er frá London, að mörg blöð birti fregnir um það, að Mussolini ætli að gera ítalíu að

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.