Dagblað

Tölublað

Dagblað - 31.12.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 31.12.1925, Blaðsíða 3
D A G B L A Ð 3 Versi. Katla * óskar öllum viðski/la- vinum gícðifógs nýjárs G/eðHegt ár! c7£* Cinarsson $ tS/örnsson. GLEÐILEG T NÝJÁ R! Pökk fyrir viðskiftin. VÖRUBÚÐIN, Frakkastíg 16. Innlend tiðindi. ísafirði, FB., 30. des, ’25. Logn og frost síðustu daga. Fiskreitingur í Djúpinu. For- mastrið á togaranum Hávarði ísfirðing brotnaði, 3 menn meiddust: Hinrik Einarsson, Kjartan Stefánsson og Þorvaldur Magnússon. Hinrik meiddisl hættulega, en hinir ekki mikið. Beztu bækur ársins. Margar ráðningar bárust hlaðinu — aðeins 10 voru réttar. Hver er sá liinn skriftlærði sem stígur í stólinn hvern virkan dag og með uppréltum höndum sam- einar pað í dag sem hann sund- urskilur á morgun. Lausnin er stílsetjari (prentari). Bestu bækur ársins, að dómi þeirra er lausnir sendu, þessar: Eiðurinn eftir Þorstein Erlings- son. Myndir Einars Jónssonar frá Galtafelli og Nouni og Manni eftir Jón Sveinsson. Verðlaun hreptu eftir híutkesti: Jón frá Jaðri. Jón H. Guö- mundsson, Laugaveg 46 og Kristinn í Króki. Verða þeir aö vitja verðlaun- anna á afgreiðslu blaðsins. Sjómannakveðja. Skallagrímur, 30. des. ’25. FB. Gleðilegt nýjár. Vellíðan. Kær- ar kveðjur. Skipshöfnin á Skallagrími. Pökk fyrir gamla drid! Ðagbl. kemur næst út 2. jan.. Sanur .iárubrnutakóiiggtng. — Herrar mínir, ég verð að biðja yður að gera svo vel að segja til nafns yðar. Dómarinn ætlar að hefja rannsókn út af samsætinu fyrir Cortlandt í gærkvöldi. — Hvers vegna er ég tekinn fastur? spurði Kirk. — Komið tafarlaustl Þér eruð tekinn fastur! í sama vetfangi tók járnbrautarstöðin að hristast, og hergmálaði í múrhvelfingunum, er lest númer fimm kom brunandi frá Cólon. í einum fremsta vagninum sat ameríski ræðis- maðurinn, John Weeks, og herra Williams frá St. Louis. Er þeir gengu inn um talnahliðið, urðu þeir þess varir, að gatan var alveg troð- full af æstu fólki, sem auðsjáanlega höfðu allan hugan við annan viðburð og markverðari held- ur en komu járnbrautarlestarinnar. En áður en þeim vanst tími til að spyrjast fyrir um þetta, kom Ramón Alfarez út úr brautarstöðinni i broddi fylkingar og á eftir honum lögreglulið hans og hópur járnbrautarmanna, m. a. Kirk Anthony. — Þarna er hannl hvæsti Weeks og þreif i handlegginn á félaga sínum. Takið hann nú fastan í viðurvist vina hans. Williams, sem hafði verið íljótari í snúning- um heldur en hinn feiti ræðismaður, ruddist afram gegnum mannþröngina og stefndi beint á bráð sina. Hann ýtti lögreglumönnunum og fer- vitnustu áhorfendunum til hliðar, þreif í An- thony og mælti hróðugur: — Jæja, herra Jefierson Locke, viljið þér nú koma með mér? — Góðan daginn, Williams! Þér eruð þá kominn á stúfana aftur, sagði Kirk brosandi. Litill maður í bláum einkennisbúningi reyndi nú til að taka fangann með sér, en leynilög- reglumaðurinn virti hann ekki viðlits. — Það er alveg tilgangslaust að sýna nokk- urn mótþróa, mælti hann. Ég er hingað kom- inn til þess að ná í yður. Runnels Iróð sér nú fram til þeirra og spurði? hvað hér væri á ferðum. — Ég hefi skipun um að taka hann fastan, rnælti Wiiliams. Fyrir hvað? — Ó, hann hefir meðal annars orðið sannur að sök um 80,000 krónu sjóðþurð, og ég á að sækja hann. — Hvað er um að vera? Það var Alfarez, sem nú kom tii sögunnar. Sjóðþurð? Hann er þá þjófur lika? — Já, cinmitt það. Ef þér eruð herra lög- reglustjórinn, ætla ég að biðja yður að fram- kvæma þessa fastsetningu fyrir mig. Hér er ég víst á erlendri jörð. — Það er alt í röð og reglu, Alfarez, kallaði nú John Weeks, sem gjarna vildi láta til síu

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.