Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.01.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 12.01.1926, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 töluvert. Skipstjórinn á enska botnvörpungnam Wenator heitir Little, og á hann miklar þakkir skilið fyrir framúrskarandi dugn- að við að bjarga þessum mönn- um, og hefir sá sami skipstjóri þráfaldlega leitað að bátum, sem hefir vantað og ætið verið reiðu- búinn til þess án endurgjaldsa. Skipið var frá Glasgow, og var 637 smálestir brúttó. Var það nýkomið með saltfarm til Vestmannaeyja. Vélb&turinn Goðafoss. Ekkert hefir orðið vart við Goðafoss, þrátt fyrir mikla leit, og er hann nú talinn af. Skipverjar voru 5: Haraldur Ólafsson form. frá Breiðuvik við Patreksfjörð (bróðir Trausta efna- fræðings), var hann nýfluttur tii Vestm.eyja og giftist þar siðastl. haust. Guðm. Ólafsson bróðir Haraldar, bóndi á Breiðuvik, lætur eftir sig konu og 2 börn ung. Björn Guðmundsson vél- stjóri, ógiftur, en búsettur i Vestm.eyjum. Friðrik Jóhannes- son frá Patreksfirði, ókvæntur. Um nafn á einum er Dagbl. ekki kunnugt, en hann mun einnig hafa verið frá Patreksfirði. Alt voru þetta duglegir menn & bezta aldri. Var Haraldur einkum talinn atburða duglegur sjómaður og aflasæll. Utan úr heimi. Khöfn 11. jan. 1926. Beynsluflug Norðmanuauna. Flugmennirnir voru tilneyttir á siðasta augnabliki að fresta burtför, vegna stórhriðar. Ætlun þeirra er, að fljúga yfir Norð- urpól á sumri komanda og það- an til Alaska og vera á undan Ámundsen. Ný peningafölsnn. Símað er frá Haag, að lög- reglan hafi handsamað tvo menn, Hollending og Tyrkja, er höfðu falsaða portúgiska seðla i fór- um sinum. Upphæðin samsvar- ar 13 miljónum hellenskra gyllina. Rakarar og drengjakollarnlr. Simað er frá London, að Rak- arar í Englandi hafi haft 415 milj. kr. hærri tekjur siðastliðið ár en i hitteð fyrra, vegna drengjakollsins. Mosulmálið enn. Simað er frá London, að blað nokkurt skýri frá því, að sendi- herra Breta i Konstaninopel fari bráðlega til Angora til þess að ræða Mosulmálið á vinsamleg- um grundvelli. Bretar hjálpa Tyrkjum? Kvisast hefir, að Bretar bjóði Tyrkjum 15 miljóna sterl.pd. lán. Franskir jafoaðarmenn. Simað er frá Paris, að social- istar haldi landsfund þessa daga til þess að ræða um, hvort hætta skuli algerlega að styðja stjórn- ina. Verði úrslitin þessi mun Briand leita stuðnings hægrifl. Stutt og laggóð stjórnarskrá. Simskeyti frá Aþenuborg herm- ir, að Pangalos hafi samið nýja stjórnarskrá með einni setningu svohljóðandi: Grikkland er lýð- veldi. Yflrklór. Simað er frá Berlin, að ung- verska stjórnin reyni að breiða yfir hneykslismálið. Lætur hún ritskoðun fara fram á frjáls- lyndu blöðunum. Sennr Jtrnbrantakénifslng. hér syðra, — þá ætlist þér til, að ég haldi mér saman, og verði ég sýknaður, stlið þér að borga mér vel fyrir að hafa mig á burt af leik- sviðinu. Er það ekki þetta, sem þér eigið við? Jæja, það er þá eins konar fjölskyldu-metnaður í þessu! Kirk hló ertnislega. — Stjórnmálaframtið min veltur á þessu. — Ef yður getur verið nokkur hjálp i þvi, skal ég þegja með mestu ánægju, eins lengi og þér óskið þess, en ég held ekki, að ég kæri mig um að ákveða nokkur önnur skilyrði. — Pér rnegið vera alveg viss um eitt, mælti Spánverjinn æfur. Hjónaband yðar skal verða dæmt ógilt, hvað sem þér sannið og segið, eða sannið ekki. Dóttir min sér þegar eftir þessu, og ég skal ekki unna mér hvildar, fyr en ég hefi frelsað hana. Þér hafið móðgað mig ákaflega, og ég skal víst ekki gleyma þvil-------------- Morguninn eftir kom mest virti ameriski lög- maðurinn i Panama og heimsótti Kirk í fang- elsinu, Hann sagðist vera ráðinn til að flytja mál Kirks, en neitaði að skýra frá, hver það væri, sem hefði fengið hann til þess. Kirk hugs- aði þá, að það væru vinir síoir, er stæðu á bak við þetta til þess að komast hjá opinberri rann- sókn, og fékst svo ekki meira um það. Peir ráðguðust svo um það i sameiningu, hvernig haga skyldi vörninni. Kirk var bjartsýnn, eins og hann var vanur, og krafðist þess, að gert yrði eins lítið úr klögumálinu, sem frekast væri unt, og það var eigi fyr en að bráðabirgða-yfirheyrsl- unni lokinni, að honum varð fyllilega ljóst, hve mál þetta var alvarlegt í raun og veru. Kirk var alveg forviða og hamslaus af gremju, er lögregluþjónn sá, er fana lik Cortlandts, sór að hann hefði séð hinn látna á gangi niður við hafnargarðinn, skömmu áður en hann fanst lát- inn, og rétt á eftir — svo sem einni minútu eða svo — hefði hann séð sakborning ganga í sömu áttina! Hann kvaðst ekki vera í neinum vafa um, að það hefði verið Anthóny, þvi logað hefði á gasljósi þar rétt hjá, svo ekki hefði verið um að villast. Tveim þrem minútum sið- ar hefði hann heyrt skammbyssuskot, að visu mjög dauft, og hefði hann þá flýtt sér í áttina, sem hljóðið kom úr. Alt i einu hefði sakborn- ingur komið út úr myrkrinu og flýtt sér fram hjá honum. Lögregluþjónninn kvaðst þá hafa spurt hann mjóg kurteyslega, hvort hann vissi nokkuð um, hvernig á skotinu stæði, en herra Anthóny hefði hvorki numið staðar eða svarað, heldur hefði hann tekið á rás. Lögregluþjónn- inn sagði að sér hefði virzt þetta undarleg fram- koma, en þar eð hann væri ætið vanur að taka mjög mikið tillit til Ameríkumanna, þá hefði

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.