Dagblað - 11.02.1926, Page 1
10. tbl. Reykjavík, fimtudag 11. febrúar 1926. II. árg.
Ritstjóri G. Kr. Guömundsson. Afgreiðsla Lækjartorg 2. Sími 744. Prentsmiðjan Gutenberg.
Þjóðarbúskapurinn.
Úr fjárlagaræðu Jóns Þor-
lákssonar ráðherra.
Frumvarp] til fjárlaga fyrir
árið 1927, lagði stjórnin fram í
Neðri deild í gær og fylgdi Jón
{'orláksson fjármálaráðherra því,
úr hlaði með langri ræðu.
Gat hann þess í upphaG, að
fjárhagsniðurstaðan hefði orðið
hagstæðari en búast mátti við,
svo að tekisl hefði að greiða
allar lausaskuldir ríkissjóðs, en
þær hefðu í ársbyrjun numið 4
milj. króna, og hefði verið gert
ráð fyrir. að greiða þær á næstu
3 árum.
Bæði tekjur og gjöld hafa
farið mikið frapr úr áætlun, en
þó tekjurnar miklu meir, og er
áætlað að tekjuafgangurinn verði
æa. 5Vt milj. kr. eða ll/t milj.
að frádregnum lausaskuldunum
sem þegar er búið að greiða.
Einnig höfðu að sjálfsögðu
verið greiddar afborganir og
vextir af fastaskuldum rikissjóðs
og hafa þá ríkisskuldirnar lækk-
að á síðustu 2 árum jam 6.38
milj. króna, og eru þær nú taldar
11 milj. 815 þús. kr.
Orsakir til tekjuaukningarinn-
ar taldi ráðherra aðallega tvær:
mjög gætilega tekjuáætlun fjár-
Jaganna og góðærið 1924, sem
orsakaði mikla hækkun á tekju-
og eignaskatti.
Hins j vegar stafaði hækkun
gjaldaliðanna að miklu leyti af
því, að dýrtíðaruppbót opinberra
starfsmanna hefði reynst [28°/o
hærri en áætlað var. Einnig
hafði útgjöld til heilbrigðismála
orðið töluvert hærri en áætlað
^ar, t. d. hafði styrkur til berkla-
sjúklinga farið 196 kr. fram úr
áætlun.
Fór ráðhorra þessum orðum
um því viðvíkjandi:
»Vér höfum þannig á þessum
2 árum greitt nokkuð rneira en
þriðjung ríkisskuldanna. Á sama
tíma hefir sjóður ríkissjóðshækk-
að úr 1627000 kr. upp í h. u. b.
3750000 kr., eða vaxið um
2123100 kr. Þannig hefir þá
efnahagur ríkissjóðsins sjálfs
batnað á þessu tímabili samtals
um 8Vs milj. kr.
Það má nú eflaust segja með
sanni, að þessi tvö síðustu ár
hafa sýnt það, að ríkisskuldir
vorar eru þjóðinni vel viðráðan-
legar. Jeg héfi þegar bent á, að
góðærið 1924 á mikinn þátt í
því, hve vel hefir úr ræst. En
þar fyrir væri ekki rétt að
gleyma því, áð góðæri gefur því
að eins fé til umráða handa
landsmönnum sjálfum og ríkis-
sjóði þeirra, að góðærið sé notað.
Undanfarinn vöxtur atvinnuveg-
anna, og þá einkum sjávarút-
vegsins, hefir lagt grundvöllinn
að þessum miklu tekjum ríkis-
sjóðs, en góðærið 1924 lagt þar
á smiðshöggið. Iivað sem menn
annars vilja segja um vöxt sjáv-
arútvegsins og straum fólksins
til sjóþorpanna, þá er það aug-
ljóst, að frá atvinnurekstri kaup-
staða og sjóþorpa stafar vöxtur-
inn á tekjum ríkissjóðs að miklu
leyti. — — — Ef þjóðin sýnir
nú þann manndóm, að koma
ámóta miklum þrótti í laudbún-
að sinn, þá stendur hagur henn-
ar traustum fótum«.
Um útlitið þetta ár sagði ráð-
herra: — Fó sjálfsagt megi segja
að afkoma rikissjóðs árið sem
leið hafi orðiö allglæsileg, þá
má ekki gleyma þvi, að síðari
hluta ársins hefir sortnað æði-
mikið að fyrir atvinnuvegum
landsins, svo sem ég mun víkja
að síðar, og því full ástæða til
að halda áfram að fara gætilega.
Sumstaðar er nú þegar orðið
svo þröngt fyrir dyrum, að nokkr-
ir — þó eigi margir — gjald-
endur, sem greiða áttu háar
upphæðir í tekjuskatt eftir árið
1924, munu ekki geta staðið í
skilum. Hefi ég hér að framan
talið tekju- og eignarskattinn
með þeim afföllum, sem vitan-
leg eru, en alt ástandið bendir
nú til þess, að hvorki megi von-
ast eftir tekjum í likingu við
þær, er fengust 1925, né heldur
sé annað þorandi. en að létta
eitthvað skattabyrðina á at-
vinnuvegunum. — —
f>ví næst vék hann að fjár-
lagafrumvarpinu sem lagt var
fyrir deildina. Samkvæmt því
eru tekjurnar áætlaðar
kr. 10.442.100.00
en gjöldin — 10.397.293.80
Tekjuafgangur því kr. 44.806.20
Er tekjuáætlunin i heild sinni
600 þús. kr. hærri en á gildandi
fjárlögum, en gjöldin að eins 80
þús. kr. hærri. Gert er ráð fyrir
að með því megi minka vexti
og afborganir ríkisskuldanna um
1 milj. kr. árlega.
Niðurlagsorð ráðherra voru
þessi: — »Ég vil svo enda mál
mitt með þeirri einlægu ósk, að
Alþingi láti ekki hið umliðna
góðæri á neinn hátt glepja sér
sýn í fjármálum, eða leiða sig
burt frá þeirri braut gætni og
varúöar, sem það hefir fylgt
þessi tvo síðustu ár.
— — Að lokinni ræðu fjár-
málaráðh. var umræðum frestað
eins og venja er til.