Dagblað - 11.02.1926, Side 2
2
DAGB LAÐ
Utan úr heimi„
K.höfn. FB., 10. febr. '26.
Ueimsblöðin nm Mnssolini.
Símað er frá London, að
blöðin séu harðorð um frekju
Mussolini. Blaðið Daily Express
endar grein um þetta með
þessum orðum: Niður með allar
harðstjórnir.
60 stiga frost.
Simað er frá Stockhólmi, að
í smábæ einum í norðurhluta
Svíþjóðar hafi verið mælt mest
frost, sem komið hefir á Norð-
urlöndum, sem sé 60 gráður á
Celsius.
Stresemann heldnr ræðn nm
hótanir Mnssolini.
Simað er frá Berlín, Strese-
mann hafi haldið mikla ræðu í
gær um framkomu Mussolini
gagnvart þýzkum íbúum í suð-
ur-Tyrol. Las hann upp yfir-
lýsingar italskra stjórnaryfirvalda
þar sem því var lofað'að láta
íbúana óáreitta og lofa þeim
að halda siðum sínum. Strese-
mann bendir á, að Mussolini
hafði brotið öll þessi loforð og
hótun Mussolini um að flytja
landamærin lengra norður á
bóginn væri rauninni ógnun um
styrjöld gagnvart Austurríki og
Þýzskalandi.
Kaupdeiln á isafirðl
(Eftirfarandi skeyti barst hing-
að í gær frá ísafirði, sent af
blaðinu Vesturland. Kemur það
nokkuð á óvart eftir skeyti þvi,
sem birt var í gær, því þar var
sagt að samkomulag hafi náðst
á þeim grundvelli, að kaupgjald-
ið yrði samkvæmt væntanlegum
samningum). Vesturl. segir svo:
ísafirði, FB., 10. febr. ’26.
Á mánudaginn var gert verk-
fall við útskipun á fiski frá Jó-
hanni Eyfirðing & Co. Kröfðust
verkamannaforsprakkar, að strax
skyldi semja um kr. 1,20 tima-
kaup, og kr. 1,50 eftirvinnu fyrir
alt árið. Nálega allir atvinnu-
rekendur voru staddir í Reykja-
vík. Firmað lofaði að leita um-
V élareimar
1. flokks, allar breiddir. Lands-
ins lægsta verð í
SLEIPNI,
Laugaveg 74. Sími 646.
sagnar fyrir hádegi f ,gær, og
var þá haldið áfram vinnu og
skipað út 170 skpd. í gær var
ekki unnið vegna úrkomu. En
þá kom tilboð umboðsmanns
farmeiganda um mismun kaups
og kröfu við útskipun farmsins.
I morgun var byrjað að vinna,
en verkamannaforsprakkar bönn-
uðu vinnufúsum að vinna. Bæj-
arfógeti kvaddi þá til mann
að halda verkfallsmönnum frá
vinnutækjum og flutningsleiðum,
en honum var með ofbeldi bægt
frá því. Var þá hætt allri vinnu.
Alt rólegt(?) — Dágott fiskirí í
útverstöðum.
JE£ox*giii.
Nætnrlœknir. Daníel Fjeldsted
Laugaveg 39. Sími 1561.
NæturTÖrðnr í Rvíkur Apóteki.
Athygii kjósenda skal beint að
kjörskrám þeim, er liggja til sýnis
á skrifstofu bæjargjaldkera til 14.
þ. m. Kjörskrár þessar gilda fyrir
tímabilið i. júlí 1926 til 30. júní 1927
og verður önnur þeirra notuð við
landskjör i júli næstk., en hin skrá-
in er sú almenna alþingiskjörskrá
(til kjördæmakosninga), sem jafnan
má búast við að kosið verði eftir.
Er mjög áriðandi, að þeir, er kosn-
ingarrétt hafa, gæti þess, að nöfn
þeirra séu á skránum, þvi komið
getur fyrir, að þau falli af skrá,
þótt staöið hafi þar áður, en eftir
að kærufrestur er útrunninn hinn
21. þ. m. er ekki unt að gera neinar
breytingar á kjörskránum.
Kirkjuhljómloikar Páis ísólfssonar
í gærkvöld tókust ágætlega eins og
vænta mátti því Páll er svo vand-
virkur maður að hann býður ekki
upp á annað en það sem gott er.
\— Hvert sæti í kirkjunni var skip-
að og aðsókn svo mikil, að aðgöngu-
miðar, voru uppseldir fyrir hádegi
í gær. — Hljómleikarnir verða end-
urteknir annað kvöld.
Hestnr fældigt fyrir brauðvagni í
gær, á Kalkofnsveginum. — Tveir
drengir voru á vagninum og henti
annar sér strax af honum en hinn
féll niður og meiddist all mikið.
V. Ií. s.
'V öriibílastööin.
Sími 1006 — þúsnnd og sex.
Beint á móti Liverpool.
Þegar þér ferðistr
þá kaupið þér náttúrlega Hand-
töskur, Handkoffort og Merki-
geyma ódýrast í
SLEIPNI,
Laugaveg 74. Sími 646.
'HtgT Auglýslngum í I)ag-
blaðið má skila i prentsmiðj*
una Gntenberg eða á afgreiðsla
hlaðsins. Sími 744.
Ilesturinn braul vagninn af sér
og hljóp siðan með annan kjálkann
i eftirdragi yfir Lækjartorg og vest-
ur alt Austurstræti. Margt fólk var
á götunni, og mátti litlu muna aö
ekki hlytist af meira slys.
Dranpnir kom af veiðum í nótt
og fór aftur í morgun áleiðis til
Bretlands. Hann hafði um 900 ks.
Sadó aukaskip Eimskipafélagsins
kom frá Vestfjörðum í gærkvöld.
Lyra fer héðan í svöld kl. 6 áleið-
is til útlanda. Kemur við í Vest-
mannaeyjum og Færeyjum.
Dansinu í Hrnna verður leikinn í
kvöld i 15. sinn. Þingmönnum ec
boðið á leikinn, að þessu sinni.
Hafnarfjörður.
Kolaskip sem Transporter heitir.
kom á laugardaginn til Heliyers
Bros. Pað var með um 2000 tonn
af kolum.
Botnrörpnngarnir Víðir fór á ís-
fiskveiðar á laugardaginn. Frá
Bretlandi eru nýkomnir Cerisó
Kings Gray, Ver (seldi fyrir 790
sterl. pd.) Surprise (seldi fyrir 1050
pd). og Valpoole kom i gærkvöld
hafði selt fyrir á 8. hundr. pd. Rán
fór til Bretlands í fyrrakvöld með
um 900 ks. af isfiski.
íþrótlafélag Hafnarfjarðar heldur
fjölbreytta skemtun á laugardags-
kvöldið. M. a. verður þar sýnd
leikfimi, kefladráttur, sungnar gam-
anvisur o. fl.
I
Lýsing bryggjnnnar. Nýbúið er að
rafýsa liafskipabryggjuna, endurbæta
ljósin á gömlu bryggjunni og setja
Ijós á nýju viðbótina.