Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.02.1926, Blaðsíða 4

Dagblað - 12.02.1926, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ Kirkju- K1 j ó m I eiK ar í Fríkirkjunni í kvöSd kl. 7Vs. Stjórnandi: Páll Isólfsson. Biandaður kór (40 manns) syngur með undirleik 10 manna blástursveitar (úr Lúðrasveit Rvíkur) og 20 manna hljóm- sveitar (strok- og blásturhljóðf.). Flygill: Emil Thoroddsen. Einsöngur: Óskar Norðmnnn, EFNI: Bach, konzert fyrir tvo flygla. Brahms: Nú látum oss líkam- ann grafa. Sigf. Einarsson: Hátt ég kalla. Árni Thorsteinsson: Rósin. Brahms: Hve íagrir eru þeir bústaðir. Aðgöngumiðar fást í bóka- verzlun ísafoldar og Eymunds- sonar, hjá Katrínu Viðar og í Hljóðfærahúsinu, og kosta 2 kr. „Sínum augum litur hver á silfrid“. Nú á þessum dögum »storms og vinda«, þegar menn, hver í kapp við annan, látast falla í stafi af aðdáun yfir því, hvað Bretar séu kröfuharðir um sið- ferði stjórnmálamanna sinna, bæði fyr og síðar, virðist ekki vera alveg úr vegi að ryfja upp gamla smásögu. Sagan er dá- lítið meira en eitt hundrað ára gömul, og má víst segja að hún sé kunn um heim allan. Hún er um þá William Pitt og Charles James Fox, sem vóru andstæð- ingar í stjórnmáium, en kunn- ingjar og gleðibræður. Eitt sinn urðu þeir í síðara lagi til að mæta á þingfundi, og þegar þeir komu inn í þingsalinn, leiddust þeir. Sagði þá Fox við Pitt: »Hvernig í fjáranum stendur á þessu, Villi, — ég sé engan forseta«. — »Pað var þó skratti skrítið«, svaraði Pitt. »Ég sé tvo«. N.-T. Húsfreyj ur! Biðjið ætíð um hinar heimsviðurkendu Sun-Maid rúsínur. Pær eru óviðjafnanlega ijúffengar. Tilkynning. Að gefnu telefni eru hérmeð sett eftirfarandi bráðabirgða- ákvæði um gerð loftneta til viðvarpsmóttöku: 1. Loftnet má ekki festa í símastaura. 2. Loftnet má ekki strengja yfir eða undir símalínur, nema sér- staklega standi á, og þá einungis að fengnu skriflegu leyfi landssimastjóra í hvert skifti. 3. Loftnet má ekki strengja þannig, að þau valdi truflunum á símalínum, eða hindri lagningu símalína. 4. 1 augar landssímans og áhöld má undir engum kringumstæðum setja á nokkurn hátt i samband, — hvorki beint né óbeint — við þráðlaus tæki eða loftnet. 5. Pau loftnet, sem fara í bága við framangreind ákvæði, verða tekin niður á kostnað eiganda. Reykjavík 10. febr. 1926. * O. Forberg-. Undirritaður hefir hér eftir málaflutnings-skrifstofu í Vonarstrœti 12, og verð þar lil vidtals kl. 2 -5 e. h. Sími löll. iSínii heima 1008. Sömuleiðis tek ég að mér frá sama tíma mála- flutningsstörf i Hafnarfirði, og verð þar til viðtals á þriðjudögum kl. 4 -7 á Slrandgötu 4. Simi 93. *Tóra Hallyarðssoii, cand. juris. Fundarboð. Aðalfundur Félags fasteignaeigenda í Rvik verður haldinn í Báruhúsinu föstudaginn 19. þ. m. kí. 81/* e. h. Dagskrá samkvæmt félagslögunhm. Reikningar félagsins fyrir liðið ár liggja frammi á skrifstofu félagsins, Pósthússtræti 7, 3ju hæð nr. 37, 4 daga fyrir fundinn, klukkan 5—6 síðdegis. Reykjavik, 11. febrúar 1926. Grímúlfur XI. Olafsson, p. t. formaður.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.