Dagblað - 05.03.1926, Page 2
2
D A G R L A Ð
Þ.) stutta ræðu. Að henni lok-
inni var málinu vísað til fjár-
hagsnefndar og 2. umræðu.
Slysfarir.
í fyrradag druknuðu 3 menn
af vélabátum frá Sandgerði
sem voru að veiðum í Miðnes-
sjó, sinn maðurin af hverjum
bát. — Áliir bátar frá Sandgerði
höfðu róið um morguninn en
hreptu versta veður er á daginn
leið. Batarnir sem mennirnir
fóru af eru Hrefna og ingólfur
af Akranesi og Guðrún úr Hafn-
arfirði. Fóru tveir menn af
'henni útbyrðis en annar náðist
aftur. Sá sem druknaði hét
Jóhann Björnsson, ættaður af
Norðurlandi. — Sá sem fórst
af Hrefnu hét Bergþór Árnason
af Akranesi og var hann stýri-
maður á bátnum. Sá sem Ing-
ólfur misti var einnig stýrimað-
urinn Óskar Þorgilsson úr Hafn-
arfirði. Lætur hann eftir sig
konu og eitt barn. Hann var
26 ára gamall.
Ilringísjá.
ísafirði, FB., 3. marz. ’26.
Áskorun til Alþingig.
Umdæmisstúkuþing Vestfjarða
haldið á ísafirði samþykti í
gær áskorun til Alþingis svo
hljóðandi:
Sjötta ársþing Umdæmisstúk-
unnar nr. 6 skorar á Alþingi
1926:
1. Að veita bæjar og sveita-
félögum heimild til þess að
ákveða með almennri atkvæða-
greiðslu, hvort þau vilji hafa
útsölu áfengis eða ekki á meðan
Spánarundanþágan er i gildi.
2. Að gera nú j egar ráðstaf-
anir til þess að losa landið við
Spánarvinin og fela þeim mönn-
um eiuum trúnaðarstörf i því
efDÍ, sem eru bannstefnunni
fylgjandi.
3. Að fella úr núgildandi lög-
um heimild lyfsala og lækna
til þess að selja mönnum
áfengi eftir lyíseðlum.
4. Að setja skýr lagaákvæði
um, að ekkert skip megi hafa
óinnsiglað áfengi innanborðs,
frá því það kemur fyrst i höfn
hér við land og þar til það
leggur út siðustu höfn hér.
5. Að auka bannlagaeftirlit og
tollgæslu að miklum mun.
6. Að láta rikissjóð eða við-
komandi bæjarsjóði annast
rekstur lyfjabúða hér á landi
og koma því svo fljótt á sem
unt er.
Borgin.
Næturlæknir. Daniel Fjeldsted
Laugaveg 39. Simi 1561.
Næturvörðnr í Laugav. Apóteki.
Lagarfoss kom fil Vestm.eyja i
nótt, frá útlöndum.
Lögfræðlspróf hafa undanfarið
staðið yfir við Háskótann og pessir
lokið embættisprófi: Adolf Bergs-
son, Rvik, II. eink. betri (78’/a stig),
Alfons Jónsson frá Siglufirði II. eink.
(673/s st.), Gisli Björnsson frá Stein-
nesi mjög háa I. eink. (134 st) og
Thor Thors I. ágætiseink. (145'/» st.)
og er paö hæsta einkunn sem tekin
hefir verið hér við Háskólann frá
stofnun hans.
Nornkir þjóðdanzar. A sunnudag-
inn verða sýndir í Iðnó Norskir
þjóðdanzar og einnig spiluð norsk
Þjóðlög. Pessir danzar hafa áður
aðeins veriö sýndir á innanfélags-
skemtunum og pótt mikiö til koma.
Nú verða peir sýndir öllum al-
menningi og fjölbreyttari en áður.
t Noregi eru svona skemtanir tið-
ar og vel sóttar og mætti einnig
búast við góðri aðsókn hér.
Nýbygglngar. Hafsteinn Bergpórs-
son skips'jóri ætlar að byggja tví-
lyft ibúðarhús á Landakotstúni,
stærð 151,46 ferm.
Jóhann Jónsson og Pórður Eiríks-
son ætla að byggja tvilyft ibúðar-
bús við Holtsgötu nr. 8 A. Stærð
125,5 ferm.
Gestur og Sigurður Ámundasynir
ætla að byggja tvílyft íbúðarhús á
Nýja túni. Stærð 122,82 ferm.
Ólafur Porsteinsson ætlar að
byggja tviiyft ibúðarhúsvið Lokast.
nr. 18. Stærð 73,6 ferm.
Guðm. Jónsson og Kristbjarni
Markússon ætla að byggja tvilyft
ibúðarhús við Laugaveg nr. 101.
Stærð 88,42 ferm.
Húsin verða öll bygð úr stein-
steypu og hefir byggingarnefnd veitt
leyfi fyrir byggingu peirra.
líæjnrstjórnarfundurinn i gærkvöld
stóð skamma stund og gerðist par
ekkert sögulegt.
Peningar:
Sterl. pd................ 22,15
Danskar kr.............. 118.45
Norskar kr............... 98,67
Sænskar kr.............. 122,48
Dollar kr............... 4,57‘/i
Guilmörk................ 108,62
Fr. frankar............... 17.18
Hollenzk gyllini........ 183,06
Svar til „IIz“.
Á fremstu síðu í 25. Ibl. Dag-
blaðsiris er grein með fyrirsögn-
inni »þroskaðir unglingar«. HöL
greinarinnar ásakar mig fyrir
að velja nemendum minum í
Kvennaskólanum of erfið verk~
efni i islenzkar rilgerðir.
Ég geng þess ekki dulinn, að
það myndi teljast til hinna létt-
ari verkefna að gera lítið úr
kensluhæfileikum minum. Engu
að síður kom mér það á óvart.
að val stilsefna minna yrði efni
í blaðagrein. Slíkt hefir, svo að
ég viti, ekki þótt við þurfa um
verkefni annara kennara. Fram-
sýnir menn gæti ef til vill séö
hér fyrirboða betri tíma, að
framvegis yrði haft strangara
eftirlit með opinberum starfs-
mönnum, er nýr og nytsamur
vandlætari væri »upp risinn
meðal vor«. Væri vel, ef svo er>
En þá virðist hann aftur á móti
fara fremur órösklega á stað,
að veitast að manni, er aðeins
hefir kenslustarf á hendi um
eins vetrar skeið, i annars stað.
En það skýrist ef til vill að
nokkru leyti af greininni, þar
sem þung áherzla er lögð á, að
ekki sé valin erfið viöfangsefni
til úrlausnar. Pó mun liggja
nær flestum að álykta af grein-
inni, að um meiri en litinn
klaufa sé að ræða, þar sem ég
er, og brýna nauðsyn beri til„
að stemma hér á að ósi.
Pá liggur næst að athuga, hve
mikið greinarhöf. hefir til sins
máls, og á hve föstum rökum
vandiæting hans er bygð. Vil
ég nú selja sanngjörnum lesend-
um sjálfdæmi í þessu máli og
telja hér upp þau stilsefni, er
nemendum hafa verið valin i
3. bekk Kvennaskólans, en það-