Dagblað

Tölublað

Dagblað - 11.03.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 11.03.1926, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Bernhand Stefánsson taldi sanngjarnt að kjördæmisskifting- in yrði, en ekki með öðru móti en að þingm. yrði fjölgað um 1. Siglufjörður hefði einnig sama rétt til sérstaks þingmanns sem Hafnarfjörður, og hefði óskir um það áður komið fram. Ann- aðhvort ætti því að fjölga þing- mönnum um þessa tvo, þótt þess þyrfti ekki vegna þingstarf- anna, eða gjörbFeyta kjördæma- skipuninni í réttara horf; en það mundi varla geta komið til greina fyrir næstu kosningar. — Lagði hann siðan til að flutn- ingsmaður tæki málið út af dag- skrá og atbugaði það á þeim grundvelli, sem hann hefði bent til. Miklu meiri umræður urðu um þetla mál, og tóku ýmsir til máls, en oftast töluðu P. O. og J. B. Siðan var frv. samþ. til 3. umr. með 14 atkv. gegn 10, og má búast við að þá komi fram breytingartillögur við frv., helzt um það, að þingmönnum verði fjölgað um tvo, svo Hafn- arfjörður og Siglufjörður fái hvor sinn sérstaka þingmann. 3. umr. á að fara fram i dag. Borgin. Nœtnrlæknir Kjartan Ólafsson Lækjarg. 6 B. Simi 614. Nætnrvörðnr í Rvíkur Apóteki. Nýr kotnvörpnngnr, sem Asa heitir, eign H. P. Duus, kom hingað í gær- morgun. Er hann mikið skip og fallegt og mjög vandaður að allri gerð. Kolbeinn Sigurðsson kom með skipið hingað og verður hann skipstjóri á því framvegis. Esja fer héðan kl. 6 annað kvöld suður og austur um iand í fyrstu hringferð sina á þessu ári. •Hnglcstnr. Peir sem hafa haldið að skrum og loddaraskapur réði gerðum þess manns, er las i hug manna í Nýja Bíó í gærkvöld, hafa orðiö herfilega vonsviknir. Hr. Ejnar Groth hefir ótvírætt mjög þroskaða hugsæis-hæfileika. Allir þeir sem hlusta á hann og fj’lgjast með þvi sem fram fer, hljóta að viðurkenna að þarna er einn þeirra fáu, sem tamið hafa sér einkennilega gáfu, sem margir eru gæddir, en sárfáir hafa glætt svo að gagni megi verða. Fóru menn ánægðir af fundi þess- um, með svipaðar tilfinningar og þeir, sem numið hafa nýtt land. Peniugar: Sterl. pd................ 22,15 Danskar kr............. 118,32 Norskar kr.............. 98,92 Sænskar kr............. 122,35 Dollar kr.............. 4,56“/« Gullmörk .............. 108,62 Fr. frankar ............. 16,98 f. Hollenzk gyllini....... 182,99 Hring^já. Brnui ú Ísaíirði. ísafirði, FB., 10. marz. ’26. Eldur kom upp í morgun í husinu nr. 10 við Aðalstræti. Brann húsið að nokkru; fólk bjargaðist og innanstokksmunir, að mestu þó töluvert skemdir. I húsinu var skipa-afgreiðslan og fimm fjölskyldur, sem nú eru húsnæðislausar. Eldurinn kviknaði frá eldavél, en var slöktur eftir hálfa stund. V. Kappskákiu nyrðra. Akureyri, FB., 10. marz ’26. Samtímisskák Stefáns Ólafs- sonar fór fram á sunnudaginn. Úrskurður 1 gær. Var hann á þá leið, að hann hefði 15 vinn- inga, tapað 4 skákum og 6 jafn- tefli orðið. Næstkomandi sunnu- dag teflir Ari Guðmundsson einn- ig samtimisskák við 25 menn. og Kjósarsýslu og Hafnarfirði, að skifting kjördæmisins sé ó- hjákvæmileg af þeim ástæðum«. Frv. var til 2. umr. í Nd. í fyrradag, og urðu um það all- miklar umræður. Frsm. meiri hl. allsherjarnefndar P. Ottesen lagð- ist eindregið á móti því, og dró fram ástæðu fyrir því, að skift- ingin væri hvorki réttmæt né málið nægilega undirbúið, til þess að það mætti ganga fram á þessu þingi. Tók hann Akur- eyri og Seyðisfjörð til saman- burðar, og taldi að þeir kaup- staðir hefði haft miklu meiri rélt til að vera gerðir að sér- stökum kjördæmum, því at- vinnuskiftingin hefði verið miklu greinilegri þar heldur en nú væri í þessu kjördæmi. Framsögum. minni hl. (J. B.) taldi svo mikinn mun á atvinnu- rekstri manna í þessu kjördæmi, að skiftingin væri réttmæt. At- vinnuskiftingin væri að aukast, því annarstaðar en í Hafnar- firði væri menn nú farnir að hallast meira að landbúnaði en sjávarútvegi, einkum siðan vegir komu suður, svo menn gæti annast alla flutninga landleiðina, og því ætti nú þorpin soður með sjó fremur samstöðu með uppsveitum sýslnanna. Tók hann skiftingu Húnavatnssýslu til sam- anburðar, og taldi að miklu rík- ari ástæður væri fyrir skiftiagu Gullbringu- og Kjósarsýslu en verið hefði þegar Húnavatns- sýslu var skift. — Ól. Thórs viðarkendi að kjördæmaskipunin væri órétt- mæt, en engin almenn tilmæli um skiftinguna hefði komið fram. Aðeins á einum fundi hefði einn maður borið fram tillögu i þessa átt, en líklegt mætti telja, að þar stæði ákveð- inn flokkur að baki. En hins- vegar væri sér kunnugt um, að í sýslunum væri menn yfirleitt mótfallnir skiftingu. Taldi hann sig mundi verða á móti frv., því hvorttveggja væri, að hann áliti skiftinguna óréttláta vegna mismunandi kjósendafjölda og hefði heldur ekkert umboð til að styðjast við. Aftur á móti myndi hann hafa verið með frv. um fjölgun þingm., þannig að Hafnarfj. fengi 1 þingm., en sýsl- urnar 2, hefði það komið fram. Lyra fer héðan kl. 6 í kvöld á- leiðis til Bergen, mn Vestmanna- eyjar og Færeyjar. Yélbátinn Eir frá ísafirði hefir vantað siðan á laugardag og eru menn nú orönir hræddir um að hann hafi farist. Nokkrir botnvörp- ungar hafa verið beönir um aö svipast um eftir honum og einnig hefir Pór verið að leita hans. |{Lagarfoss kom frá Patreksfirði í morgun. Neistar. — Pegar við erum hamingjusöm erum við ekki altaf góð, og pegar við erum góð erum við ekki ávalt hamingjusöm. — Pað er hægur vandi að sýna þeim velvild, sem stendur á sama um alt.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.