Dagblað - 21.03.1926, Page 1
42. tbl. Reykjavík. sunnudag 21. marz 1926. 11. árg.
Ritstjóri G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla LæUiartorg 2 Sími 744. Preutsmiðjan Gutenberg.
Skólavörðuhæðin
- Guðm. Eiuarsson: Háborgin. (Séð frá Frakkaslíg),
Við norðurhlið torgsins: Sýningarhús og samkomuhús eða kirkja. — Við austurhlið: Háskóli ásamt bú-
stöðum fyrir kennara. —• Suöurhlið: Stúdentagarður (í suðurhorni) og tvö safnahús. F*að vestra er hús Einars
Jónssonar eins og h a n n hugsar sdr það fullgcrt. — Við veslurhlið: Ibúðarhús með vinnustofum fyrir listamenn.
Umhverfi Reylcjavíkur er dá-
samlegt í fjarsýn. Telja margir
sém víða hafa farið að óvíða
gefi að líta fegurra útsýni. Bæj-
arstæðið hefir einnig verið sér-
staklega ákjósanlegt til að byggja
á verulega fagra borg, sérkenni-
lega og tilkomumikla. En svo hef-
ir verið með það farið, að óhugs-
andi er að staðhættir og útsýni
geti nokkurntíma notið sín til
tulls og er þá ekki annað að gera
en reyna að umbæta bæinn eft-
ir því sem hægt, er jafnóðum og
hann er endurbygður og jafn-
framt bjarga því sem eftir er af
óskemda bæjarstæðinu.
Eins og bærinn hefir verið
bygður er hann ljótur og til-
komulaus. Hlykkjóttar illa gerð-
ar götur, lítil og sviplaus hús,
stíllaus og ósamræm í útlifi og
gerð. Hvergi er tekið tiilit. til
innbyrðis afstöðu né fegurðar
útsýnisins. Pær eigindir sem
minst hefir gætt við byggingu
Reykjavikur er listnæmi og feg-
urðarsmekkur.
En nú er mönnum orðið ljóst,
aö bér er illa komið og eitthvað
þarf að gera til að endurbæta það
sem hægt er, og að bjarga því
sem bjargað verður. Og er það
helzt þess vegna aö skipulags-
nefnd hefir verið valin sem hefir
það aðalstarf að reyna til að
koma betra skipulagi og sam-
ræmi á bæinn jafnóðum og hann
er bygður að nýju.
Mörgum hefir fundist að þess-
ari nefnd hafi verið mjög mis-
lagðar hendur um sumar gerðir
sinar og verið furðu sljóvskygn
á einföldustu grundvallaratriði
augljósustu umbóta. — En um
það verður ekki meira sagt að
þessu sinni.
Skólavörðuhæðin hefir lengst
af verið talin fegursti staður-
inn til útsýnis yfir bæinn og
umhverfið. Línur og litir fjalla-
hringsins njóta sin bezt þaðan
og litbrygði fjarlægðarinnar eru
greinilegust og auðsæjust af
þeirri sjónarhæð. Þaðan er víð-
sýnið mest og fegurst.
Ofmikið hefir verið þrengt að
skólavörðuhæðinni með bygg-
ingum stíllausra og fegurðar-
snauðra íbúðarhúsa en há-hæð-
in er samt áð mestu óskemd
ennþá af byggingum þar uppi
og henni má ennþá bjarga frá
ófarnaði umhverfisins.
Töluvert hefir verið rætt um
að byggja þar einskonar háborg
Reykjavikur, sem bæri yfir um-
hverfið og skæri sig úr að út-
liti og allri gerð.
»Háborg islenzkrar menning-
ar« hefir þessi byggingarhug-
mynd verið nefnd, því ætlast er
til að þar verði einskonar mið-
stöð andlega lífsins.
Háskóli, stúdentagarður, safna-
hús og kirkja eða annað sam-
komuhús eru helztu bygging-
arnar sem þar hafa verið ráðnar.