Dagblað

Issue

Dagblað - 21.03.1926, Page 3

Dagblað - 21.03.1926, Page 3
DAGBLAÐ 3 Oorgin. Nætnrlœknir. Gunnlaugur Einars- son, Stýrimannastig 7, Simi 1693. Nœtnrvördnr í Rvíkur Apóteki. Próf. Haraldur Níolsson messar i Fríkirkjunni kl. 8 í kvöld. Á útleið veröur leikið í kvöld í 12. sinn. Aðsókn að leiknum er jafngóö enn, þrátt fyrir það þótt búið sé að sýna hann þetta oft og sýnir það greinilega hversu vel fólki geðjast að honum. Pað mætti líka teijast undarlegt ef svo væri ekki. Sigurður Guðbrandsson skipstjóri heflr fengið leyfi byggingarnefndar til að byggja tvilyft steinsteypuhús við Hverfisgötu nr. 16 A. Fyririestnr séra Ólafs Ólafssonar um Snorra goða verður í Nýja Bíó til 2 i dag. Nýtt blað sem »Aldan« nefnist, hóf hér göngu sína í fyrra dag og á að koma út vikulega. Segist það aðal- lega ætla aö ræöa máletni sjómanna. Ritstjóri þess er Jónas Jónasson frá Flatey. Yinnudeilan. í Hafnarfirði var unnið i gær að uppskipun úr Menju og gekk það alt friðsamlega. Njörð- ur var þar einnig inni og ætlaði í heildsölu: "V eiðarfæri s Fiskilínur 1—6 lbs. Lóðaöngla nr. 7 og 8. Lóðabelgi. Lóðatanraa 18 og 20“. Netagarn 3 og 4 þætt. Manilla, allar stærðir. Trollgarn 3 og 4 þætt. Sjófatnaður allskouar. Kr, 0. Skagfjörð. að fá sig afgrciddanD, en hann lá óhreifður síðdegis í gær. Hér í Reykjavik stóð alt við sama. Sáttasemjari hefir borið fram ný sáttatilboð og voru fundarhöld um þau í gær. Var ekki talið ómögulegt aö þau myndu leiða til samkomu- lags. Goðafoss fór héðan kl. 6 í gærkvöld vestur og norður um land til Kaup- mannahafnar. Nísoðin Kæfa á smáum og stórum belgjum, viðurkend að gæðum, fæst ávalt í heildsölu hj-á Siáturijelagi Suðurlands. Sími 249 (2 línur). Reyltnr ranflmagi og mjólkurostur á kr. 1,50 pr. kg. kta Hannesar Ölafssonar, Grettisgötu 2. Sími 871. Sími 871. Hestahafrar, Maismjöl, Hafra- mjöl, Bankabygg. Lágt verð. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. Feðranua fold. Hún fór að rifja upp í huga sínum síðustu viðskifti þeirra Jacquess: »Er hann sagði mér frá væntanlegu hjóna- bandi sinu, fór ég að gráta. Ég bað hann að biða fáein ár enn, þvi ég væri bráðum orðin gömul kona. Hann hæddist að mér. »t*að gerir ekkert«, sagði hann hlæjandi. »Ég gifti mig, af því ég þarf á peningum að halda og ætla mér að verða þingmaður. Þú ert þó vænti ég ekki afbrýðissöm við telpunal Þegar ég er giftur, kemur þú á eftir til Parísar. Þú verður að telja manninum þínum trú um, að hann mnni hafa gott af andlegri tilbreytingu. Vertu nú bara ekki að gera þig hlægilega«. — Og ég lét undan eins og ég er vön. Veslings litla sæta Annie! Hugsa sér, ef hann yrði nú ástfanginn í henni! Guð minn góður, að ég skyldi fara að elska þenna mann!« Pað skrjáfaði í kjarrinu, og stór gulblakkur hundur af ensku kyni kom þjótandi fram á klettinn til hennar. — Hvuti greyið! sagði hún og klappaði hon- um. Svo kallaði hún: — Eruð þið þarna, systur? Runnunum var ýtt til hliðar og Annie kom fram á balann. — Jeanne var svo þreytt, ég kem því ein- sömul. Pær kystust, eins og þær vóru vanar. Annie var ljómandi af gleði, hún var rjóð i kinnum eftir gönguna, og gleðin lýsti úr augum hennar. Frú Ferresi fann á sér, að hún myndi ekki njóta sín sem bezt í dag, og hún horfði bæði með aðdáun og öfund á ungu stúlkuna. — Komdu, við skulum litast um, sagði Annie og dró vinkonu sína með sér fram á kletts- brúnina. Himininn var fagurblár, djúpblár uppi í hvolf- inu, en bjartari og bjartari, er neðar dró, og breyttist að lokum í rósrautt og blárautt niður við sjóndeildarhring. Vatnið var skfnandi bjart og endurspeglaði himininn, og einstöku sinnum leið ofurlítil hræring gegnum vatnið, og bar vott um, að það lifði sínu eigin lifi í kyrð og þögn. Hinumegin við vatnið gnæfðu hvítir turn- arnir á Duingt-höllinni upp yfir grænan skóg- inn. Á hægri hönd lá Annecy með Nemours- höllina gnæfandi uppi á hæðinni. Par hafði áð- ur verið víggirt borg á Miðöldunum. Svalur blær frá vatninu barst upp til þeirra á klettinum. Annie sneiri sér frá útsýninu og horfði á vinkonu sína. Hana langaði mest til að hrópa hamingju sína út yfir heiminn, en hún var hrædd um, að þessi dæmalausa hamingja hennar kynni ef til vill að særa hina, sem eigi væri eins heppin og hamingjusöm. Hún gat

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.