Dagblað - 25.03.1926, Blaðsíða 2
2
DAGBLAÐ
t
iraí:
Karlmanna-
íermingfardreng'ja-
og- dömu-
Schevioti
Þessar tegundir eru þektar um alt land. Verðið er enn lækkað.
Ásgv G. Gunnlaug'sson <fe Co.
Austurstræti 1.
við Dani, mundi sjálfstætt sam-
band við Noreg alls eigi verða
því til fj'rirstöðu, að vér gætum
skipað siglingamálum vorum
allsendis óháðir, eftir eigin þörf-‘
um og geðþótta.
Samkepni í fiskiveiðum og
siglingum telja Danir oss Fær-
eyingum hættulegasta, þareð
þessi atvinnuvegur er eigi að-
eins aðal bjargræði vort, heldur
einnig íslendinga og Norðmanna.
Ég hefi hér að framan andmælt
kenningu þessari með skýrum
dæmum. En hér má einnig safna
rökum á víðara sviði, og beina
athyglinni að þeirri hlið málsins,
er of lítill gaumur hefir verið gef-
inn til þessa: í stað þess að líta
á málið frá einhæfu eiginhags-
munamiði og þröngsýnu, og telja
þessar þrjár þjóðir keppinauta
sin á milli, sökum þess, að þær
stunda hinn sama aðal-atvinnu-
veg, þá myndi það sennilega
leiða til viðtækra sameiginlegra
hagsmuna, ef duglegir menn og
hagsýnir beittu sér fyrir varð-
veizlu og eflingu sjóferða- og
viðskiftahagsmuna vorra. Hér
er hvorki rúm né tækifæri til
að rökræða mál þetta, en það
virðist nú mjög sennilegt, ,að
vel skipuð samvinna mifli þess-
ara norrænu þjóða, er allar leita
aðalatvinnu sinnar i Norðurhöf-
um, myndi horfa betur við til
hagkvæmrar hagnýtingar lífsskil-
yrða þessara, heldur en meðan
hver þjóðin stritist við að vera
sjálfri sér nóg. Frh.
Utan úr heimi.
Khöfn, FB. 23. marz '26.
Fólferðarskip Amnndsens.
Símað er frá Rómaborg, að
ákveðið hafi verið að pólskip
Amundsens fari þaðan þ. 26.
marz.
Pjóðverjar og Pjóðbandalagið.
Símað er frá Berlín, að Strese-
mann hafi í gær skýrt Ríkis-
deginum frá Genf-fundinum.
Kvað hann afstöðu Pjóðverja
gagnvart Bandamönnum hvíla
á sama grundvelli og áður.
Þrátt fyrir atburðinn væri
Locarnesamþyktinni engin hætta
búin.
K.höfD. FB., 24. marz. '26.
Bretar og Pjóðbandalags-
fnndurinn.
Simað er frá London, að
Chamberlain hafi í gær skýrt
málstofunni frá Genf-fundinum.
Komu fram harðar árásir í
garð stjórnarinnar út af því, að
upptakan mishepnaðist. Mac
Donald og Lloyd George voru
svæsnastir. Chamberlain bauðst
til þess að segja af sér. Lloyd
Georgi kom fram með vantrausts-
yfirlýsingu, en hún var feld með
335 gegn 138.
Undnrbúningur póiflngs
Amundsen.
Sfmað er frá Osló, að Amund-
sen og Ellsworth hafi farið af
stað til Rómaborgar í gær til
þess að taka við pólskipinu.
»Spanska veikina í Færeyjum.
Símað er frá fórshöfn i Fær-
eyjum, að influenza lík spönzku
veikinni geysi í Fuglafirði. Eru
300 veikir.
Borjfin.
Nætnrlæknir Árni Pétursson Upp-
sölum, Simi 1900.
Næturvörður i Rvikur Apóteki.
Suðurland fór til Borgarness í
morgun. Var kolum og nokkru af
vörum skipad út i það i gær með
aðstoð lögreglunnar. Pegar útskip-
uninni var nærri lokið, sló í bar-
daga milli peirra, sem voru við
framskipunina, og verkfallsmanna,
sem ekki vildu leyfa framskipun á
öðru en nauðsynlegum kolum til
erðarinnar.
Matvöruskortur
verður bráðlega, standi hafnar-
verkfallið lengi, og auðvitað
hækkar verð á því sem fæst. —
Ég sel ódýrt sykur, haframjöl,
kartöílur, maismjöl o. fl. að
ógleymdu þessu ágæta spaðkjöti.
Kaupið strax.
Hannes Jónsson.
Laugaveg 28.
Óeirðir nokkrar voru hér siðdegis
i gær niður á Hafnarbakka við af-
greiðslu Suðurlands, og meiddist
par einn maður dálítið. Og nokkru
seinna varð uppþot í Austurstræti,
en mannskemdir urðu par engar.
Bar mest á ærslum og ólátum ýmsra
unglinga,»og voru þeir í hópum
hér Ög par um bæinn fram á nótt.
»Á útleið« verður næst leikið
annað kvöld. Aðgöngumiðar eru
seldir í dag með niðursettu verði.
Eldhúsdagurinn, eða framhald 1.
umræðu fjárlaganna er i dag.
Gullfoss fór til Vestfiarða í gær-
kvöld. Meðal farpega var Ólafur Jó-
hannesson konsúll á Patreksfirði.
Lyra fer héöan kl. 6 i kvöld. Eng-
ar vörur hafa verið teknar upp úr
henni, og fer hún þvi með pær
allar aftur til Noregs.
Hannes ráðherra, hinn nýi botn-
vörpungur Alliance-félagsins, fór i
fyrstu veiðiferð sina í gær.
Peningar:
Sterl. pd............... 22,15
Danskar kr............. 119,54
Norskar kr.............. 97,66
Sænskarkr.............. 122,34
Dollar kr.............. 4,56'/»
Gullmörk.............. 108,60
Fr. frankar ............ 16,14
Hollenzk gyllini.... 183,19