Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.03.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 25.03.1926, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Leikfélag Reykjavíkur. A ÚTLEIÐ Sjónleikur í 3 þáttum, eftir Sutton Vane verður leikinn í Iðnó á morgun (föstud.) 26. marz. Niðursett verð. Leikurinn hefst með forspili klukkan 7s/i. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 4—7 og á morgun frá kl. 10—1 og eftir kl. 2. Ními líi. 8ími 12. Fráfall ekkjudrotningarinnar. (Ur tilkynningu frá sendih. Dana) Vegna fráfalls ekkjudrotning- arinnar verður hirðsorg í 3 mán- uði, tii sunnudags 20. júní, að þeim degi meðtöldum. Fánar eru dregnir í hálfa stöng á öllum opinberum byggingum og flest- um einkahúsum, þangað til út- förin fer fram í Hróarskeldu sunnud. 28. þ. m. Lík ekkju- drotningarinnar var kistulagt á mánud., og stendur kistan í garðsalnum við Amalíuborg, til útfarardags, er hún verður flutt til brautarstöðvarinnar. — Blöð- in lofa einum rómi framkomu ekkjudrotningar og þau miklu áhrif, er hún hafi haft sem sænsk konungsdóttir, dönsk drotning og móðir Noregskon- ungs. Ennfremur hrósa blöðin líknarstarfsemi hennar og lýsa yfir einróma samúð með kon- ungsfjölskyldunni, en almenn- ingur Iýsir samhygð sinni með undirskrift fjölmargra á sam- hrygðarlista, er liggja frammi. Sunnudagsmorgunn var skotið V. B. S. 'V örubí lastöðin. Sími 1006 — þúsnnd og sex. Beint á móti Liverpool. fallbyssuskotum frá vígum og herskipum. — í kirkjum voru haldnar minningarræður. Kon- ungsfjölskjddan var viðstödd guðsþjónustuna í Marmarakirkj- unni. Ætlað er að almenn lands- sorg verði útfarardaginn og skemtistöðum lokað o. þ. u. 1. é%uém. Sigurðsson klæðikeri. Sími 377. Ingólfgstræti 6. Komið i tíma með fataefni ykkar og látið sauma fyrir páskana MT Stærsta og fjölbreittasta úrval af innrömmnðnm mynd- nm í versl. fiatla Langav. 27. Innrömmnn á sama stað. Feðranna fold. Hún var óróleg og gekk aUstað í áttina að klettsbrúninni. — Kærið yður ekkert um, hvað ég er að segja, ég er alveg rugluð, mælti hún á ný. Hún gekk alveg fram á blá brúnina, kletturinn slútti fram yfir sig, og sá í vatnið 30 metrum neðar. — Lénor! Annie kallaði hana því nafni, er góðir kunningjar nefndu hana. Án þess að finna til svima starði Lconóre niður í lygnt vatnið. Hún sneri sér við og mælti og hló um leið á sama tilgerðarlega vanstilling- arhátt: — Nú er að eins eitt fótmál milli heims og heljar. Hvers vegna lætur maður ekki aftur augun og tekur stökkið. Annie varð náföl. Greifafrúin hljóp til hennar: — Eruð þér hræddar um mig, sæta Annie? Það er bara heimska. Þér ættuð bara að vita ... Annie sagði lágt og hikandi: — Hvers vegna eruð þér að gera það að gamni yðar að hræða mig? — Ég ætlaði ekki að hræða yður. Ég segi yður það satt, ég hefi oft hugsað um að deyja. Hin unga stúlka svaraði: — Þér eruð ung og fögur, þér gleðjið svo marga... Ég hræðist dauðann. Mér finst ég vera svö varnarlaus gegn honum. Nei, ég vil ekki deyja. Og svo sagði hún lágt: — Og allra síst núna. Frú Ferresi heyrði síðustu orðin og mælti: — Þykir yður þá svona vænt um hann? Annie horfði á hana brosandi og brosið sagði: »Hvort mér þykir vænt um hann!« en hún svaraði engu, heldur birgði inni hamingju sína og sælu. Neðan frá vatninu barst söngur upp til þeirra. Það var gömul þjóðvisa, sem sungin var seint og langdregið með einkennilegum sveiflum í lok hverrar hendingar: Hátt upp á heiði syngur fagur fugl, hann syngur dag og nótt, tra la Ia Hann syngur dag óg nótt, að ástin sé svo sæt . . . Ánnie stilti sér fram að brúninni. Hún sá bát síga fram með Chére-klettinum. Gamall fiski- maður reri, en í afturskutnum sat stúlka & fermingaraldri berhöfðuð i sólskininu og söng þessi barnalegu orð fullum hálsi. Það var gamla sagan um tvo elskendur, sem foreldrarnir vildu stia sundur. Frú Ferresi sá hina ungu stúlku frá hliðinni, er hún stóð á brúninni og laut áfram. Hún var of nákunnug sinni eigin fegurð til þess að hafa eigi opið auga fyrir hinni hreinu og inndælu

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.