Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 09.04.1926, Side 3

Dagblað - 09.04.1926, Side 3
DAGBLAÐ 3 Fermingarföt afar falleg og ódýr komu með »Lyru« í BRAUNS-VERSLUN. Aðalstræti 9. Alþingí. Samþykt þingsályktunartillaga: Till. til þingsál. um heimild til tilfærslu á veðrétti ríkissjóðs í botnvörpungum Kárafélagsins. Stjórnarfrumvarp samþykt: Frv. til breytinga á lögum um Stýrimannaskólann. — Ákvæði um stíiagerð á dönsku og ensku. — (samþ. 29. marz). Pingmannafrumvörp samþykt: Frumv. til laga um afnám gengisviðaukans á vörutolli. — Um að hann falli niður frá 1. apríl þ. á. að telja — (samþykt 29. marz). Frv. til laga um breyting á lögum nr. 28, 3. nóv. 1915, um kosningar til Alþingis (samþykt 31. mars). Frv. til laga um breyting á lögum nr. 43, 3. nóv. 1915, um atvinnu við vélgæslu á gufu- skipum (samþykt 31. mars). Felt þingmannafrumvarp: Frv. til laga um viðauka við bafnarlög Reykjavíkur. (Um að bafnarsjóður bafi forgangs lög- veð i skipum fyrir skyldugjöld til hafnarsjóðs. — Felt við 3. urar. í Neðri deild. Fjárlögin: Fau verða til 3. umræðu í dag í N. d. og verður henni eflaust ekki lokið í dag. Milli 60—70 breytingatillögur hafa komið fram síðan þau voru til 2. umræðu. Fundur í sameinuðu þingi: í gær var haldinn fundur í sameinuðu þingi og stóð bann yfir frá kl. 1—4T/2. Var þar til umræðu þingsályktunartillaga Jónasar um framkomu ísl. sendimanna erlendis. Langar umræður urðu útaf þessari til- lögu og allhvassyrtar með köfl- um, en að lokum var samþykt svohljóðandi rökstudd dagskrá frá Jakob Möller: »Með þvi að Alþingi telur ó- þarft, að bera fram ályktun um jafn sjálfsögð atriði og tillagan ræðir um, og það beri að skoða sem óskráð lög, að vanda sem bezt val á trúnaðarmönnum landsins, tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá«. Var dagskráin samþ. með 28 atkv. gegn 13. Feðranua fold. gjarnan losna við hann, en gat ekki unnað hon- um sigurs í kosningunum. Frú Mérans hafði bros og gamanyrði á reið- um höndum á báða bóga og gerði engan mannamun, og girti hún þannig fyrir deilur og bituryrði og bar friðarorð milli manna, svo fullkomið vopnahlé hélst við í samsætinu. Gftir á var drukkið kaffi úti á svölunum. Nóttin færðist yfir, draumbjört og indæl sumar- nótt. Himininn var hálfbjartur, svo að stjörn- urnar vóru bleikar á lii. Hlýr blær lék letilega við trjáiaufið og dreifði blóma-anganinni um allan garðinn. Framan við grasfletina lá vatnið lognskært og blikandi, og speglaði sólarlagslit- ina. Fjöllin sáust ógreinilega eins og mjúkar bylgjur, er báru við himininn, Úr skauti jarð- arinnar streymdi þúsundraddað hvísl næturinnar. Kvöldfriðurinn lagði ósjálfrátt mjúka þagg- andi hönd á samræðurnar, svo orðin voru eigi eins hávær og áður, og hugsanirnar alvarlegri. Fað var aðeins Barot gamli, sem ekki varð var við neitt þessháttar. Frú Ferresi spilaði utanbókar fáeina norska danza, hrikalega og viðkvæma hljóma úr sál ókunnrar þjóðar. Hljómarnir heyrðust aðeins dauft út á svalirnar. Jacques stóð við hliðina á greifafrúnni og sá stjörnuljósin leiftra í hring- unum á bleikum fingrum hennar. Stundum laut hann niður að henni og hvislaði einhverju. Jeanne gaf gætur að þeim gegnum opinn glugg- ann. Annie var alveg gagntekin af kvöldfegurð- inni. Allar tilfinningar hennar vóru þrungnar af fegurðargleði og titrandi ástarþrá. Sæt og sæl þreytukend læsti sig um hana alla. f*að olli henni sársauka, en var samt ósegjaniega yndis- legl. Hún elskaði ástina af allri sinni sál. Og samt . . . stóð hún þarna- alein og studdi sig fram á svalriðið. Lucien gaf náttúrufegurðinni engan gaum þetta kvöld. Hann var óánægður með alt, fólk- ið í kringum sig, og með áhrifin frá kosninga- baráttunni: »Jacques er sannarlega furðulegur. Fað er alveg slórkostlegt, hve miklu hann getur áork- að, og hve innilega hann fyrirlítur kjósendur sína og hinar þjóðfélagslegu hugsjónir. Á kvöld- in unir hann sér hjá unnustu sinni — svona nokkurnveginn öfgalaust — og kemur seint heim aftur til Annecy. Snemma næsta morgun ekur hann út, ræður máliim sinum, undirbýr ræður sínar. sem ætíð eru sniðnar eftir stað og kringumstæðum. Og auk þess hefir hann flutt mál fyrir rétti, alveg fram að þessum degi, og svo skrifar hann sjálfur í blað sitt til þess að vera viss um, að hólið um sjálfan sig sé nægi- lega mikið. Hann lofar kjósendum gulli og

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.