Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 15.04.1926, Qupperneq 2

Dagblað - 15.04.1926, Qupperneq 2
2 DAGBLAÐ málum en þeim, sem honum eru rikust í huga. — En nú er meir en kominn timi til, að þjóðin meti verðleika hans og launi honum að nokkru það auðsafn sem hann hefir látið henni í té, sem er mikið að vöxtum, merkilegt að búnaði og ómetanlegt að verðmæti. Hringsjá. FB. 13. apríl. Innflattar vörnr. Fjármálaráðuneytið tilkynnir: Innfluttar vörur i marzmán- uði alls kr. 4,917,124. — Þar af til Reykjavíkur kr. 2,975,752. — Alls á 1. ársfjórðungi kr. 9,559,200. Þar af til Reykjav'kur kr. 5,491,158. Akureyri, FB„ 14. apríl ’26. Kanpfélag Eyflráinga. Aðalfundur kauplélags Eyflrð- inga er nýafstaðinn. Á liðna árinu voru seldar erlendar vör- ur fyrir kr. 1,350,000, en inn- keyptar innlendar vörur fyrir kr. 1,110,000. Vöruumsetning því 2,460,000 kr. Nettoarður af erlendum vörum varð 83 þús. í árslok óskiftilegir sameignar- sjóðir 222 þús., séreignasjóðir og innstæður félagsmanna ein miljón og fímtán þús. kr. Einar Groth. Einar Groth hélt hér huglest- urs- og loddaraleikskvöld og þótti mönnum litið til koma. Danmerkurfréttir. (Úr tilk. frá sendiherra Dana). Gullinnlaasn dansbra seðla. Stauning hefir látið í ljósi við »Socialdemokraten«, að gjald- eyrislögin gildi aðeins til nýárs og eftir það verði þjóðbankinn að innleysa seðla með gulli á líkan hátt og verið hefir um hrið í Englandi. Millilandasamningar. Moltke utanrikisráðherra hefir gefið »Politiken« þær upplýsing- ar, að stjórnin hafi jafnhliða samningunum við Noreg, Sví- þjóð og Finnland, undirbúið samning við Þýzkaland og sé gott útlit fyrir að takast megi að fá breytt ýmsu í kirkju- og skólamálum Suðurjóta sunnan landamæra Dönurn í hag; einnig hinum nýju þýzku tolllögum.— Samningaruir við Noreg eru ó- úlkljáðir enn frá hendi Norð- manna, en líldegt að samkomu- lag náist á grundvelli sem til gagnkvæmra hagsbóta verði. — Að því er Rússland snertir stefn- ir alt í áttina með samkomu- lagið, þrátt fyrir óhagstæð pen- ingamál, og kveður hann þær framfarir mikið gleðiefni. Borgin, Nætnrlæknir. Friðrik Björnsson Thorvaldsensstræti 4. Sírai 1786. Nætnrvörðnr í Laugav. Apóteki. Esja fer héðan i kvöld kl. 9 suð- ur og austur um land. Botnvörpnngarnir. í gær komu af veiðum Gyllir með 100 tn„ Karlefni með 93, Skallagrímur með 83 og i morgun kom Tryggvi gamli með 58 tn. lifrar. Landheigisbrot. Fylla kom hingað i gærkvöld með þýzkan botnvörp- ung sem hún hafði tekið að ólög- legum veiðum og verður mál hans tekið fyrir í dag. Hannes ráðherra en ekki Tryggvi gamli var einn af botnvörpungun- um sem komu til hjálpar Eyrar- bakka- og Stokkseyrarbátunum og bjálpaði þeim til Vestmannaeyja. Kunnugir telja víst að eitthvað af bátunum myndi hafa farist ef botn- vörpungarnir liefðu ekki komið til hjálpar, því sjór var óvenjulega vondur þessa nótt. Svannr fór í gærkvöld til Snæfelis- nesshafnanna. Bæjarstjórnnrfundnr verður hald- inn í kvöld kl. 5 og eru 10 mál á dagskrá. Trnnsti, Eyrarbakkabáturinn sem hingaö kom i gær, kom ekki ein- samall heldur í fylgd með Gyllir. Hafði hann bátinn i eftirdragi, en svo var ilt í sjó að tvisvar slitnaði hann aftan úr. Að síðustu var vír- trossa sett i bátinn, en skipshöfnin tekin upp í Gyllir. Báturinn hefir Dagblað Þjöðmáia-, Bæjarmála- og Fréttablað. Útgefandi: Félag i Reykjavík. Ritstjóri: Guðm. Porláksson. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. — Sími 744. Áskrifendagjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg h.f. E.s. „Esja“ fer héðan í kvöld kl. 9 austur og norður um land. nokkuð laskast og verður hann tekinn hér upp til aðgerðar. Alþýðusýning verður í kvöld og annað kvöld á Ieikritinu »A útleið«. Svo mætti virðast að alþýðusýning- ar góðra leikrita væru vel sóttar, en reynslan hefir sýnt að svo er ekki. Virðist því þau ákvæði bæjar- stjórnarinnar vera óþörf, að tvær alþýðusýningar skuli vera á hverju leikriti, úr því fólk sækir þær ekki betur, en þegar aðgöngumiðar eru seldir hærra verði. Annars er nú hver síðastur til að sjá þetta ágæta leikrit, því að hælt verður að sýna það núna um helgina, Má því bú- ast við að þcssar sýningar verði vel sóttar. »Kveunnblnðið«, sem frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf lengi út, hóf aftur göngu sina í gær, eftir nokk- urra ára hvíld. Er þetta 1. tölubl. 26. árgangs og er blaðið í stærra broti en fyr. Ritstjóri þess er frú Briet eins og áður, en útgefandi Kvenréttindafélag íslands. Er blað- inu ætlað að vinna að framgangi kvennalistans við laudkjörið í sum- ar. Auk ritstjórans skrifa í þetta hlað frú Aðalbjörg Sigurðardóttir og frú Guðrún Lárusdóttir. Peningar: Sterl. pd............. 22,15 Danskar kr............. 119,28 Norskar kr.............. 98,88 Sænskarkr.............. 122,26 Dollar kr............... 4,56*/í> Gullmörk............... 108,66 Fr. frankar ............ 15,92 Hollenzk gyllini....... 183,33

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.