Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.05.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 19.05.1926, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 / Frá Steindóri Kastar áæthmar ferðir verða eftirleiðis austur að Öflusá, Eyrarbakka og Stokkseyri, — alla mánudaga, miðvikudaga og laugardaga frá Reykjavik, kl. 10 árd. Frá Eyrarbakka kl. 4 síðdegis sama dag. „Bifreiðastöð STEINDÓRS“. Haínarstræti 3. Sími 381. Feðranna fold. Hún lítur i kringum sig — i siðasta sinn — horfir lengi, og lætur svo aftur augun. Svo stendur hún grafkyr, eins og standmynd á stalla. Á milli hennar og dauðans er að eins eitt fót- mál. Og dauðinn kallar á hana i gæluróm: Hérna er hvíld frá sorg og kvölum. En hún hörfar aftur á bak, með útrétta arm- ana, eins og hún sé að ýta einhverju ósýniiegu frá sér, og alt af hefir hún augun lokuð. Er hún loksins lítur upp, er hún komin langt inn á klettinn, og fjarri fluginu. t»á fer hún að há- gráta, ofsalega og óstöövandi, veltir sér f gras- inu og stynur hátt og sárt: — Bleyða! Ég er alveg huglaus! Ég þori ekki að deyja! . . . Frú Ferresi hafði lagt svó fyrir, að enginn mætti koma inn til hennar. Birtan smaug með mestu erfiðleikum inn með niðurdregnum glugga- tjöldunum. Hún sat í myrkrinu og braut heil- ann um ómensku sina og niðurlægingu. Hún sá fyrir sér, hve ástmaður hennar myndi hæðast að henni og pína hana, þegar hann sæi hana aftur spillifandi eftir þessa lfka hátiðlegu yfir- lýsingu, sem hún hafði sent honum, og sagst ætla að deyja. — Hann kemur víst bráðum, hugsaði hún. En ég vil ekki sjá hann. Ég er viss um, að hann hefir alls ekki trúað þvi, að ég ætlaði að drepa mig. Ég ætlaði það nú samt, en ég gat það ekki, og það er ekki mér að kenna. Og svona fagran dag er það enn þá erfiðara. Og ég er þó ekki nema aumingja kona, veiklynd og breysk. Hún mintist alt i einu þeirrar stundar, er henni hafði dottið í hug að drepa keppinaut sinn, og hana hrylti nú við hugsuninni einni. — Onei, ég er svei mér ekki hætluleg. Óskir minar og áform geta ef tii vill verið nógu áköf og svæsin, en mig skortir þrek til að fram- kvæma þau. Fyr á árum framkvæmdu menn vist áform sin, undir eins og þeim datt eitthvað f hug. Það hlýtur að hafa verið gott! Nú hefði ég átt að vera dáin . . . Hann mun fyrirlíta mig fyrir veiklyndi mitt. Ég þoli ekki að horf- ast í augu við hann. En ef til vill gerir hann sér ekki það ómak að koma og grenslast eftir hvort ég sé enn þá á lifi . . . Hún grét og barmaði sér: — Ó! ég er svo óhamingjusöm, svo óham- ingjusöm! . . . Herbergisþernan. kom inn og sagði, að herra Halande vildi endilega fá að tala við greifa- frúna. Hann kæmi með áriðandi skilaboð. Frú- in hugsaði sig fyrst vel og rækilega um, og bauð svo að fylgja hinum unga manni inn til sin.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.