Dagblað

Útgáva

Dagblað - 07.06.1926, Síða 1

Dagblað - 07.06.1926, Síða 1
Hvert bærinn stefnir. ii Það má allsvegna telja mjög óheppilegt að bærinn skuli hafa vaxið svo ört inn á við, sem raun er á, og þanist þannig yfir miklu stærra svæði en nauðsyn bar til. Vegna útþensl- unnar heíir bærinn orðið miklu óskipulegri og ljótari og einnig mun kaldari og dýrari í öllum rekstri. Það er auðskilið mál, að eftir því sem bærinn tekur yfir minna svæði verður allur kostnaður minni við rekstur hans. Munar þar mestu á því fé sem þarf til gatnagerðar og viðhalds þeirra, því þær eru einna stærsti útgjaldaliður bæj- arins, þótt margar þeirra sé ekki viðunandi. Samt er altaf verið að bæta þær með miklum kosnaði, jafnhliða því sem nýj- ar götur eru gerðar eftir því sem bærinn vex. Það hefði verið mikilsvirði fyrir framtiðarvelgengni Reykja- víkur, að sú stefnubreyting hefði snemma fengið yfirhöndina i byggingarmálum bæjarsins, að auðu svæðin inn í aðalbænum befðu fyrst verið bygð, í stað þess að teygja nýbygðina upp um holt og hæðir. Reyndar eru auð svæði innan aðal-bæjarins sem verða að standa óbygð um aldur og æfi, t. d. Austur- völlur, »Bæjarfógetagarðurinn«, Arnabólstún o. v., en á nógu öðru var samt að taka. — í stað þess að nýbygðin hefir aðalega þokast austur á bóginn, hefði hún sem mest átt að færast suður eftir, i áttina til Skerjafjarðar. Flestir munu vona að Reykja- vík eigi góða framtíð fyrir böndum, þótt fátt bendi til að svo verði, eins og nú standa sakir. Gn ef bér fer ekki alt í kalda kol, hlýtur bærinn aö balda áfram að vaxa og því verður strax að taka tillit til vaxtarmöguleikanna á öllum sviðum. — Eins og nú er hög- um báttað, er sjávarútvegurinn lífakkeri bæjarins og þarf því að taka meira tillit til hans en annars atvinnureksturs. Aðal- framkvæmd bæjarins, til hags- bóta sjávarútveginum, er höfnin, hefir hún komið að ómetanlegu gagni, en nú eru allar borfur á að hún verði alt of lítil áður en langt um líður þótt bafnar- virkin verði aukin að mikl- um mun. Hafa þegar oft orðið mikil óþægindi að því hve höfnin er lítil og þau munu verða enn til- finnanlegri þegar tímar líða fram ef ekki er aðgert í tíma. Svo framarlega sem bærinn á nokkra framtíð fyrir sér, hlýtur að reka að því að höfnin verði ónóg. Er þá óbjákvæmilegt að byggja nýja höfn og kemur þá til álita hvar hún skuli vera. Er ekki nema um tvo staði að velja ann- aðhvort utan við núverandi höfn, eða suður í Skerjafirði og er þar ólíku saman að jafna, þar sem afstaða til hafnargerð- ar hér að norðanverðu er mjög erfið, en tvímælalaust miklu hag- kvæmara að gera höfn suður í Skerjafirði, með því að hreinsa innsiglingarleiðina. Ætti þá Skerjafjörður að verða aðal fiskihöfnin en hin aðallega að notast fyrir farþegaskip og minniháttar flutninga. Einnig ætti mestallur kola- og saltflutn- ingur m. m., að fara gegnum Skerjafjarðarhöfnina, og slíkar vörutegundir leggjast þar upp. Með tilliti til þessa verður að telja það mjög illa farið að bygð- in stefni aðallega til öfugrar áttar, og ætti því að beina henni sem fyrst meira suður eftir en verið hefir. Og því ákveðnara sem það er gert, myndi fyr koma þar, þau mannvirki sem hér hafa verið nefnd og hljóta að koma einhverntíma. — Myndi það geta orðið Reykjavík til meiri hagsbóta en flesta rennir grun í, og það er einmitt þetta'tak- mark sem stefna á til í bygg- ingarmálum og öðrum fram- kvæmdum bæjarins. Áthgasemdir 1 margmeii. Það er æfinlega ánægjulegt að að athuga formsatriði, ekki sízt eins og þau birtast á ásýnd hversdagsleikans í fjölbreytni mannlegs lífs. Og það er miklu fróðlegra að slangra um göt- urnar með hendurnar fyrir aftan bak, en lesa bækur. Fyrir nokkr- um vikum var ég á ferðalagi i margmenni og gerði þá nokkrar athugasemdir. Eg krotaði þær niður hjá mér og ætlaði að senda þær heim. Ressar athuga- semdir, skrifaði eg eins litlaust og mér var unt, í fyrsta lagi til þess að komast hjá því, að verða kallaður annað en grand- var tiðindamaður, og í öðru lagi til þess að hneyksla ekki frú Guðrúnu Lárusdóttur. Lífsskoðanir síðustu ára, fara mjög i bága við þessa svoköll- uðu heilbrigði og bjartsýni fyrri tíma ýmsra. Menn hafa nú alt aðrar skoðanir á lifshamingju en t. d. á siðastliðinni öld, með- an fifill borgaramenningarinnar var sem fegurstur. Lifsgildi hækka og lækka í gengi eins og gjaldmiðill. Þannig bafa

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.