Okrarasvipan - 15.12.1932, Blaðsíða 3

Okrarasvipan - 15.12.1932, Blaðsíða 3
OKRARASVIPAN Misskilningur. Herra Pjetur Jakobaon! Það er misskílningur hjá þjer, góði vin, að jeg, í grein minni í Alþýðublaðinu, hafi kallað þau lögfræðileg störf, er þú hefir með höndum, óþrifaverk yfirleitt. Mjer datt það alls ekki í hug. En það eru aðeins þau störf, er þú rekur fyrir Metúaalem Jóhannsson, sem jeg kallaði og kalla enn óþrifaverk, og vil jeg, sem góður kunningi þinn, ráðleggja þjer, að hætta slíku og vera ekki framar að saurga þin lögfræðilegu störf, sem þú kallar »hin virðulegustu og nauðsyn- legustu«, með þesskonar óþverra. — Svo fer þú í grein þinni, i Alþýðublaðinu 11. f. m., að tala um »okrið». — Jeg bendlaði þig persónulega ekkert við »okur« í grein minni, nema i sambandi við Metúsalem. — En eftir að jeg nú hefi lesið grein þína, og afsakanir þær, sem þú berð þar fram, þá fer jeg nú að hugsa margt. Og mjer satt að segja datt ekki i hug, að þú værir einn af okrurunum hjerna i Reykjavík, og það ekki af betra tæginu — eftir því sem þú upplýair i grein þinni. — Þú nefnir þar 2400 króna vixil, sem þú hafir keypt fyrir 1800 krónur í peningum og U00 króna í vörum. — Það vill nú svo vel til, að þessi sami' víxill er nefndur í Dómasafni Hæstarjettar 15. Apríl þ. á. Þar er sagt, að afföllin á víxlinum hjá þjer hafi verið 450 kr. i þrjá mánuði. Ekki er þar nefnt, hvers virði vörurnar, sem þú reiknaðir 200 krónur, hafi verið. — Það er því. óhætt að fullyrða, að afföllin hjá þjer hafi verið samtals alt að 550 krónur, þegar tekið er tillit til álagningar á vörurnar. Vextirnir fara þá að verða nokkuð háir. Það samsvarar um 92% vöxtum um árið af víxil-greyinu. — Þú ert þá ekki betri en hinir eftir þessum þínum fínu upplýsingum. — En svo nefnir þú annan vixil, að upphæð 3500 krónur, sem þú segist hafa keypt fyrir 3000 krónur. Þar kastar nú fyrst tólfunum, því með því kaupi setur þú met í okri. — Þegar þú keyptir þennan víxil, var einn mánuður eftir til gjaldbaga, og svarar það til um 170 °/o vöxtum um árið. Jeg efast um, að aðrir okrarar í Reykjavik hafi gert betur. — Þú segist algjörlega hafa tapað þessum víxli vegna g a 11 a á honum. — Jeg fer nú að efast um hæfi- leika þína, til að fást við lögfræðileg störf, úr því þú lætur prakka upp á þig gölluðum víxlum. — Ætti þetta atvik að vekja þig til umhugsunar um það, hvort ekki væri rjettara fyrir þig að snúa þjer að einhverri annari atvinnu en þessum «virðulegu« lögfræði-Btörfum. — Mundi ekki vrera eins heillavænlegt fyrir þig að reyna að verða þjer úti um atvínnubótavinnuna, þótt ljelega sje borguð. — En meðal annara orða: Ætli þú hafir tapað persónulega svo miklu á þessum víxli? Þinn Ari Þórðarson. Besta þorskalýsiö í bænum selur Verslunin 6J0RNINN, Bergstaðastræti 35. Sími 4091«.

x

Okrarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.