Okrarasvipan - 15.12.1932, Blaðsíða 4

Okrarasvipan - 15.12.1932, Blaðsíða 4
Einkennileg Með stefnu til sáttanefndar, útgefinni 2. þ. m., krefst Einar nokkur Jónsson, Spítalastig 10 hjer í bæ, þess, að jeg endur- greiði sjer víxil að upphæð 8000 kr., er hann kveðst hafa greitt Magnúsi Sæmundssyni kaupm., Skólavörðustíg 13, en að vixli þessum er Einar samþykkjandi, en jeg útgefandi. Nú vill svo til, að Magnús Sæmundsson hefur fengið dóm á mig fyrir þessum sömu 8000 krónum, og hefi jeg greitt Magnúsi SæmundBsyni dóm þennan að fullu, eins og eftirfarandi vottorð sýna: Afrit. Samkvæmt beiðni Ara Þórð- arsonar, viðurkennist, að jeg hefi með höndum vixildóm uppkveð- inn í gestarjetti Reykjavikur 29. mars 1930, í málinu: Pétur Ja- kobsBon gegn Ara Þórðarsyni. Dómur þesBi er út af vixli að upphæð kr. 8000,00 — átta þús- und — krónur, útgefnum af nefndum Ara þ. 26. Nóv. 1929, og samþyktum til greiðslu í ís- lands banka 15. jan. 1930. Þessi vixill hefir aldrei verið eign mín, heldur eign Magnúsar Sæmunds- sonar kaupmanns, Skólavörðu- stig 13 hjer í bænum, og er víx- illinn því innheimtuvixill í mín- um höndum, en mál út af hon- um verið rekið í minu nafni. Það skal tekið fram, að sam- þykkjandi þessa umrædda víxils er Einar Jónsson, Spítalastig 10 hjer í bænum, og yfir honum hef- ur verið fenginn dómur sjerstak- lega. Fyrir þeim dómi hefur ver- ið gert fjárnám í Vs hluta hús- OKRARASVIPAN nálaferli. eignarinnar nr. 10 við Spítala- stíg, það þinglesið og framselt til Magnúsar Sæmundssonar, en með þvi að jeg hefi ekki getað fengið leyfi nefnds Magnúsar Sæmundssonar til að kvitta nefndan dóm á Ara Þórðarson, framsel jeg honum ekki dóminn að svo stöddu máli. Rvik, Kárastíg 12, 12. Desember 1932. (sign.) Pjetur Jakobsson. Vitundarvottar: (Bign.) Sverrir Sigurðsson. (sign.) Sigurður Pálsson. Afrit. Jeg undírritaður lýsi því yfir, að jeg tel ekki lengur til skuld- ar hjá Ara Þórðarsyni, Njáls- götu 15, og get jeg að mínu leyti fallið frá þvi, að gjaldþroti haldi áfram í búi hans. Reykjavik, 20. Maí 1930. (sign.) Magnús Sæmundsson. Það einkennilega í máli þessu er, að svo virðist, sem jeg eigi að tvíborga þennan vixii, bæði Magnúsi og Einari. Auk þess sem það er óvanaleg aðferð, að samþykkjandi vixils fari að ganga að útgefandanum, og get- ur slikt illa samrýmst hinum gildandi vixillögum. — Það varð eðlilega ekkert af þvi, að sætt tækist milli okkar Einars fyrir sáttanefndinni, og situr við það. Einar hefur enn ekki stefnt mjer fyrír bæjarþing. En nú skeður annað einkennilegt. Jeg heyri sagt, að búið sje að stefna nokkrum vitnum í máli þessu fyrir bæjarþing, án þess jeg sje þar tilkvaddur. Skilst mjer ekki, hvernig hægt er að stefna vitn- um í máli, sem aldrei hefur komið fyrir bæjarþing, er ó- þingfeBt, er með öðrum orðum ekki til. — »Margt er skrítið i Harmoniu*, sagði karlinn. S k r í 11 a. Fyrir nokkrum árum hafði dómari nokkur i kaupstað hjer á landi sökudólg fyrir rjetti, en þótti sökudólgurinn eitthvað ó- þjáll og ekki svara sjer Bem honum likaði. Sinnaðist því dóm- aranum og varð þetta að orði: »Þú ert verri en andskotinn,. n æ r r i því eins vondur og Metúsalem. — Dnglegir krakkar, sem vilja selja »Okrarasvipuna« á götunum, komi á afgreiðsluna á Bergstaðastræti 19. Eintakið kostar 20 aura, en sölulaun eru 5 aurar. — Eldra fólk getur líka fengið að selja blaðið ef því sýnist svo. Verðlannselnlann Á morgun (föstud.) og allanæstu viku geta duglegir og ráðvandir drengir og telpur, og eins eldra fólk ef vill, fengið að selja 25 aura sögubækur, frá prentsmiðj- unni áBergstaðastræti 19. Salan byrjar kl. 10 f. h. Þeir, sem selja 250 bækur fá 5 kr. verð- laun. Þeir sem selja 150 fá 3 kr. Þeir sem selja 100 bækur fá 2 kr. og þeir sem selja 50 til 75 fá 1 kr í verðlaun. Auk verðlaunanna eru 5 aurar í sölu- laun af hverrí bók. Prentsmiðjan á Bergataðastræti 19.

x

Okrarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.