Okrarasvipan - 31.03.1933, Blaðsíða 4

Okrarasvipan - 31.03.1933, Blaðsíða 4
OKRARASVIP AN til þess að leika ekkjur og föðurlausa, eins og þeir hafa leikið mig og börn mín. Reykjavik, i Marz 1933. Jóhanna A. Jónsdóttir. Srádlararnir á nndanhaldi. Tilgangurinn með útgáfu þessa blaðs, Okr- arasvipunnar, var i upphafi sá, að benda Reyk- víkingum og öllum landslýð á, hvað hjer væri að gerast í viðskiftalífinu, hvernig einstakir óhlutvandir menn, sem á einn eða annan hátt höfðu komist yfir, með rjettu eða röngu, tals- verða fjármuni, notuðu sjer neyð samborgara sinna nú á þessum krepputimum, til þess að okra á þeim, oft á svivirðilegasta og lúaleg- asta hátt. Og svo hafa þessir fje-púkar ekki látið sjer nægja að draga sjer fje af viðskifta- mönnum sínum, heldur hafa þeir og svikist um að greiða gjöld til almenningsþarfa af þessu sínu gróðabralli með þvi að þykjast hvergi nærri koma, og sjer til aðstoðar við þessi 6- þokka og óþrifaverk hafa þeir notað sjer hina og þessa lagasnápa. Tilganginum með útgáfu blaðsins er nú að nokkru leyti náð. Þeir menn, sem blaðið beindi sjerstaklega orðum sinum til, brugðust reyndar i fyrstu reiðir við, þvi að »sannleikanum verð- ur hvor sár-reiðastur«. Þeir fóru að gefa út blaðsneypu, sem þeir nefndu »Svindlarasvipan«, en innihald hennar var ekkert annað en auð- virðilegustu svívirðingar á ábyrgðarmann þessa blaðs, allar upplognar. En nú eru þeir farnir að sjá, að slikt og þvílíkt afsakar á engan hátt þeirra eigið vonda hiartalag og okrara-innræti, og virðast nú hyka við að renna sjer eftir þeirri braut. »Svindla,rasvipan« er dauð, er hrokkin upp af með þeim harmkvælum, að enaemum sætir. Og hvað meira er: Þeir eru orðnir svo hræddir við handhafa-skuldabrjef og okur-vixla, að þeir mega hvorki heyra slík plögg eða sjá. Þannig hefur Okrarasvipan verk- að, og má það gott heita. En svo er annað, sem meira er í varið, og vjer verðum að telja, w- KORN-KAFFI. Með vinsælustu tegundum af kaffi-líki er Korn-kaffi, sem búið er til einungis af hveitikorni, eða korni og ávöxtum. Þetta kaffi er algerlega laust við hið alkunna kaffi- eitur (Coffein). Það þola því allir, ungir sem gamlir. — Korn-kaffið er selt í */4 kg. pökkum á 0,45 pk. i eftirtöldum verzlunum: Verzlun Quðm. Guðjónssonar, Skólav.stíg 21. — Fell, Grettisgötu 57. — Höfn, Vesturgötu 45. — Guðjóns Guðmundssonar, Kárastig 1.. — Olafs Jóhannssonar, Sogamýri. að sje að þakka Okrarasvipunni, og því, hve ósleitilega vjer stungum á þessu þjóðfjelags- meini. — Löggjafar vorir hafa nú í þinginu sjeð, að þessi ósómi var þjóðarskömm, sem varð að afmást, og hafa komið fram með frum- varp, er bannar allar Blíkar aðfarir sem þær,. er vjer höfum gert að umtalsefni í blaðinu, og lagt háar sektir við, ef út af er brugðið. Vjer óskum þessu frumvarpi góðs gengis gegnum þingið, og vonum að það verði til þess, að aðrar eins gorkúlur i þjóðfjelaginu, sem vjer höfum gert að umtalsefni, visni út, og aðrar nýjar fái aldrei þrifist i íslenzku loftslagi. Drengir og telpnr, sem vilja selja OKRARASVIPUNA á götunum, skulu koma á skósmíðavinnustofuna á Berg- staðastræti 19. Sölulaun eru 5 aurar af blaði. Okrarasvlpan er til sölu á þessum stöðum: í bókabúðunum á Laugavegi 68 og Laugavegi 10. — Á Bergstaðastræti 19 (skó- smíðaverkstæðinu) og á Baldursgötu 16 (uppi). Enn fremur hjá blaðasölunum á Lækjartorgi. Prentsmiðjan á Bergstaðastræti 19.

x

Okrarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.