Okrarasvipan - 26.05.1933, Blaðsíða 4

Okrarasvipan - 26.05.1933, Blaðsíða 4
OKRARASVIPAN íislenzkar útsæðiskartöílur og norskar matarkartöflur, pundið á 10 aura, pokinn á 7 krónur, hvorttveggja afbragðs vara. — Hveiti, »Alexandra«, mjög ódýrt i pokum. Verzlunin ESJA, Grettisgötu 2. Sími 4752. ur reyndist Meddi sjálfum sjer þar! Það má nú segja! En hvern þremilinn sjálfan þýðir það annars að spyrja mig um þennan Bkó- fatnaðar-flutning. Ekkert veit jeg um hann upp á par. Ekki vitund!« Góðkunninginn: >Auðvitað veizt þú alt út í æsar um það fargan, góðí vin. Ná- kunnugur maður þjer, sem aldrei fær sig of- þreyttan á að lofa og prísa þitt lögfræðis-vit, gat þess við mig i fyrra dag, að sextán troð- fullir bílar hefðu verið keyrðir um krókavegu heim i pakkhús til Medda, sextán næstu daga fyrir gjaldþrotið, einn bill á dag, og öll þessi kynBtur voru tekin úr húsnæði Skóbúðarinnar þarna við Torgið«. »Júristinn«: »Freklega sextán voru þeir áreiðanlega, þessir bílar, sem skófatnaðinn gleyptu. En fjanda korninu sem jeg man upp á vist, hvað margir þeir voru að tölunni til*. Góðkunninginn: »Jeg veit, að þú manst alt um þetta betur en Meddi sjálfur. Og það get jeg sagt þjer, að þú ert borinn fyrir því, að allur þessi skófatnaður hafi lagt sig á fimmtiu og niu þúsund krónur eftir lágt reikn- uðu i n n k a u p s v e r ð i á Medda-vísu! En herra minn trúr! Hvað munt þú sagt geta um útsöluverðið á sömu vísu? »Júristinn«: »Ussu-sussu! Bíddu fyrir þjer, maður! Þessi skófatnaðar-ósköp voru miklu meira en hundrað þúsund króna virði í höndunum á Medda gamla sjálfum. Til dæmis seldi hann í massa-vís 35 króna sjóstigvjel fyrir 95 krónur parið, þegar hann keypti skulda- brjef fyrir hvorttveggja í Benn: skófatnað og peninga. Og svona var alt eftir þessu! En náttúrlega veit jeg ekki vitund um öll þessi ókjara-ósköp upp á krónu!« Góðkunninginn: »0g nú er allur þeBSi Bifreiðastjórar! Jeg býð ykkur úrval af: Bifreiðafjöðrum, fjaðrablöðum, viðgerðar- lyklum, skrúfjárnum, kveikjuhlutum, dekk- köppum, felguboltum, róm og klömpum, stál- boltum og róm, vatnshosum, gúmmímottum, viftureimum, bögglaberum, bremsuborðum og hnoðum, kerta- og Ijósa-vírum, rafflautum, lukt- um, hurðarhúnum, vatnskassa, og bensínlokum, bílalökkum, bónum og bónklútum, rafgeyma- leiðslum, luktarglerjum, bílalyftum, vatnskassa- þjetti. — Ennfremur margir aðrir nauðsynlegir varahlutir í Ford, Chevrolet og fleiri bíla. — Verðið mikið lækkað. — Rafgeymar 13 plötu,. ávalt til hlaðnir, aðeins 48 kr. Haraldur Sveinbfarnarson. Laugaveg 84. Sími: 1909. skófatnaður seldur fyrir löngu, og færri fengið en vildu! Þetta veiztu þó!« »Júristinn«: »Auðvitað er ekki eitt einasta par óselt. Alt farið út á »markaðinn«, í allar áttir, fyrir okurverð. En Meddi situr á Binum stað, með stáltrygga vixla og skulda- brjef. En hvað sem um þetta má segja, á al- menna vieu, þá veit jeg bara hreint ekki neitt um þessi stórgróða-viðskifti. Ekkert! segi jeg!« Góðkunninginn: »En heldurðu nú að Meddi hafi þokað öllum afrakstrinum, öllum þessum stórgróða, undir skattinn, slíkur snill- ingur sem hann er í ráðvendninni, að þínum dómi?« »Júristinnt: »Hvað segirðu, maður! Ertu að reyna til að veiða mig, lómurinn þinn! Spurðu skattstjórnarmennina um þetta, en ekki mig, og farðu bölvaður!*. Okrarasvlpan er til sölu á þessum Btöðum: í bókabúðunum á Laugavegi 68 og Laugavegi 10. — Á Bergstaðastræti 19 (skó- smíðaverkstæðinu) og á Baldursgötu 16 (uppi). Enn fremur hjá blaðasölunum á Lækjartorgi. Krakkar, sem selja á götunum, fá 5 au. af blaði. Prentsmiðjan á Bergstaðastræti 19.

x

Okrarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.