Okrarasvipan - 26.05.1933, Blaðsíða 1

Okrarasvipan - 26.05.1933, Blaðsíða 1
OKRA RASVIPAN Blað um okus>, ijárdrátt og viðskiita-melnföng af ýmsu t»gl. Utgefandi og ábyrgðarmaður Ari Þórðarson. 5. tölublað. Föstudaginn 26. Mai 1933. 1. árgangur. Einstaklings framtak er til sanns almúgans gagn og sómi, og með guðrækni grandvars manns gullvægur náðarblómi. Eins þótt íbúðarhús afbreunist hreint i grús undir húslestri hans, hjálpa mun aBsúrans; þjenar á flestu’ hinn frómi. (Úr „Hugvekju-sálmum"). „Hertoginn af Brandenbnrg". Um það leyti sem Metúsalem Jóhannsson var búsettur á Akureyri, fyrir nokkrum árum, urðu þar stór-brunar sem oftar, og var Metúsalem eitthvað við þá bruna riðinn. Að 'minsta kosti var hann kallaður fyrir rjett út af brunum þessum og varð það til þeBS, að hann fluttist burt frá Akureyri og settist að vestur í Bitru- firði. — Nokkru seinna komu menn til Akur- eyrar þaðan veptan að, og voru þeir meðal annarB spurðir 'frjetta úr Bitrunni, og leystu þeir úr spurningum öllum eftir beztu vitund. En einni Bpurningu, er einn háttsettur borg- ari lagði fyrir þá, gátu þeir þó fyrst í stað ekki svarað, en hún var svona: • Hvernig líður hertoganum af Brandenburg?« Þeir þektu engan hertoga í Bitrufirðinum, og það var ekki fyr en þeim var Bagt, við hvern átt væri, að þeir gátu leyst úr spurningunni. En við hvern heldurðu að hafi verið átt, lesari góður? Skattsvik. Metúsalem og talan SB. Þess er getið í einu blaðanna hjer í bænum, að upp hafi komist ógurleg skattsvik um einn alþektan borgara bæjarins, en nafns mannsins er þar ekkí getið. Blað þetta getur upplýst lesendur sina um það, að þessi alþekti, eða rjettara sagt »alræmdi« borgari er enginn ann- ar en MetÚBalem Jóhannsson, Það hefur vitn- ast um þennan dánumann, þennan »vin vors og blómac, eins og Pjetur Jakobsson orðar það, þegar hann nefnir nafn hans, að hann er eigandi að 35 þúsund króna »handhafa«-skulda- brjefi, með veði í húseign við Laugaveg, og hefur honum einhvern veginn gleymst, gamla manninum, að telja þessa eign sína fram til skatts. Afsökunin fyrir gleymakunni getur varla verið önnur en sú, að hann er svo ríkur, að hann veit ekki aura sinna tal. — Þá hefur og þesaum »vini vors og blóma« gleymst að telja fram 15 þúsund króna »handhafa«-skulda- brjef, með veði í húseign Páls hæztarjettar-

x

Okrarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.