Nýja stúdentablaðið - 20.04.1933, Page 2

Nýja stúdentablaðið - 20.04.1933, Page 2
2 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 1933 Átökin í háskólanum I byrjun marzmánaðar i vctur atvikaðist svo, að odda- maður stúdentaráðsins varð að láta af störfum vegna veikinda. Stúdentaráðið þaut þá til og kaus sjálft mann i ráðið í stað liins forfallaða oddamanns, sem sagt liafði af sér fulltrúaumboði sínu af áðurnefndum ástæðum. Þessi sjálfskosning stúdentaráðsins á oddamanni ráðsins kom áreiðanlega öllum stúdentum mjög á ó- vart. Stúdentaráðið er fulltrúi stúdenta inn á við og út á við, og sjálfskosning ráðsins á oddamanni sínum get- ur að sjálfsögðu ekki samrýmzt þessu lilutverki stú- dentaráðsins sem fulltrúa stúdenta. Gat ])að verið, að stúdentaráðslögin fyrirskipuðu slika sjálfskosningu ráðsins á oddamanni þess, cf hinn reglulegi oddamað- ur forfallaðist frá störfum á einn eða annan hátt? Þess- ari spurningu skaut áreiðanlega upp í hugum stúdenta almennt, þegar kvisaðist í háskólanum um þessar gerðir stúdentaráðsins. Enginn af meðlimum stúdentaráðsins gat þó svarað þessari spurningu, þegar svo sjálfsögð spurning var fyr- ir þá lögð. Stúdentaráðið hafði tekið sér sjálfskipunarvald og framkvæmt þessa sjálfskosningu á oddamanni ráðsins é>vitandi allra laga í þessum efnum. Við athugun stúdentaráðslaganna kom það í ljós, að lögin geyma ekkert ákvæði um það, hvernig að skuli fara, þegar stúdentaráðsfulltrúi forfallast frá störfum. Þetta ákvæðisleysi stúdentaráðslaganna um þetta atr- iði gat þó engan veginn ])ýlt það, að engan fulltrúa skyldi kjósa í staðinn, ef hinn reglulegi fulltrúi varð að láta af störfum af einni eða annari ástæðu. Það liggur i eðli fulltrúastarfsins, að skipa ber nýjan fulltrúa í staðinn, þegar hinn reglulegi fulltrúi forfallast, og það liggur ennfremur í eðli fulllrúastarfsins, að umboðs- gjafaraðildin er sú sama fvrir varafulltrúann og liinn reglulega fulltrúa. Ilinn reglulegi oddamaður stúdentaráðsins er kos- inn af fráfarandi stúdentaráði á hverjum tíma og úr Iiöpi þess. Ástæðan lil þess að umboðsgjafaraðildin fyrir oddamann stúdentaráðsins liggur hjá fráfarandi stú- dentaráði, sem cr á hverjum tíma, er sú trygging, sem í slíku felst fyrir því, að stúdentaráðið hafi ávalll á að skij)a að minnsta kosti einum manni, sem sé lieima í störfum ráðsins. Að ])essi hafi verið tilgangurinn með ])ví að leggja umboðsgjafaraðildina í hendur fráfarandi stúdentaráðs, kemur m. a. ótvírætt fram í þeirri venju, sem skapazt hefir og einmitt er sú, að bið nýkosna stú- dentaráð á hverjum tíma kýs oddamanninn ávallt fj'rir formann sinn. Hið fráfarandi stúdentaráð, seni var í liaust, Iiafði miss't umboð sitt strax og hið nýja ráð, sem við tók, hafði verið löglega kosið, og gat af þeijn ástæðum ekki átt kosningaraðihl um varamanninn í stað hins reglu- lega oddamanns, sem það lögum samkváemt hafði áð- ur kosið, enda var ástæðan fyrir liinni reglulegu gjaf- araðild oddamannsumboðsins í raun og veru fallin burtu, þar sem oddamaðurinu í þessu tilfelli engan veg- inn þurfti að hafa þekkingu á störfum ráðsins. Hver átti nú umboðsgjafaraðildina fyrir oddamann stúdentaráðsins að frágengnum hinum reglulega um- boðsgjafaraðila hans? Hinn reglulegi gjafaraðili oddamannsumboðsins var fráfarandi stúdentaráð í haust sem lieild, og gjafarað- ili ])ess umboðs, sem stúdentaráðið sem heild fór með, almennur stúdentafundur, eins og m. a. ólvirætt kemur fram í því, að almennur stúdentafundur getur svipt stúdentaráðið í heild umboði með vantrausti. Ilver annar en einmitt umboðsgjafaraðili hins reglu- lega gjafaraðila oddamannsumboðsins gat átt að veita þetta umboð í forföllum hins reglulega aðila? Auðvitað enginn. — Samkvæmt þessu átti þá almennur stúdentafundur kosningaraðild um liinn vantandi oddamann í stúdenta- ráðið i stað hins reglulega oddamanns, sem forfallazt hafði frá störfum. Almennur stúdentafundur nær til allra stúdenta í há- skólanum, og áttu allir stúdentar þannig kosningarrétt við þessa kosningu. Hvað gat þá legið beinna við en að boða til almenns kjörfundar allra liáskólastúdenta til þess að kjósa liinn vantandi oddamann í stúdentaráðið? Með öðrum orðum: Hinn vantandi oddamann i stúdentaráðið, i stað liins reglulega oddamanns, sem látið hafði af störfum, bar að kjósa með almennum kosningum allra stúdenta. Það mátti að visu hugsa sér, að kjörgengið við þessa kosningu væri einskorðað við meðlimi hins fráfarandi stúdentaráðs i haust, en ástæðan fyrir slíkri takmörkun kjörgengisins er ekki lvrir hendi, þar sem samhengið í starfi stúdentaráðsins sem stofnunar er Iryggt með öðrum hætti. Við tókum okkur saman nokkrir stúdentar, til þess að Iirinda sjálfskosningu stúdentaráðsins á oddamanni ráðsins, og kröfðumst, að kallaður yrði saman almenn- ur stúdentafundur út aí málinu, en ]>egar hér var kom- ið sögunni, höfðu 3 af meðlimum stúdentaráðsins séð, að ekki var allt með felldu um þessa kosningu, og báru þeir upp tillögu i ráðinu þess efnis, að kosningin skyldi ógild og skyldi kjósa oddamanninn með almennum kosningum allra háskólastúdenta. Meiri hluti stúdenta- ráðsins felldi þessa tillögu mcð þcim rökstuðningi, að við athugun laganna liefði komið í ljós, að sjálfskosning ráðsins á oddamanninum væri i samræmi við stúdenta- ráðslögin, enda þótt þetta hefði að vísu orðið óvart, þar sem stúdentaráðið var óvitandi laganna í þessu efni, þegar kosningin fór fram. Til sömmnar máli sínu vitn- aði meiri hluti stúdentaráðsins í eftirfarandi ákvæði stúdentaráðslaganna:

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.