Nýja stúdentablaðið - 16.12.1934, Blaðsíða 7

Nýja stúdentablaðið - 16.12.1934, Blaðsíða 7
NÝJA STÚDENTABLADll) 7 án afláts. Roði og fölvi skiptust á í andliti Iiennar. Svip- urinn var ruglingslegur. Hún sýndist tæplega geta staðið á fótunum. Snögglega sé hún niður á linén og sleppti takinu á svuntunni, svo að rúgurinn hrundi niður. Krjúp- andi liorfði hún hænaraugum upp til mín. Síðan lagðist hún á hakið með útréttum örmum, án þess að líta af inér. Svo lokaði hún augunum — hlá augu, tárvot, með Ijósum, löngum augnahárum. Svona yndisleg ung stúlka. Hér erum við tvö alein í skuggum trjánna. Hún liggur fyrir framan mig. Brjóst hennar hifast ... — liún híður eftir mér . . . Bláu augun opnast á ný, full ótta og blygðunar. Svo skjóta ])au neistum — stara á mig jnákelknislega. »Jæja, komið þá«. Hatur og tryllingsleg óþolinmæði hljómuðu í rödd hennar. Og ég — Ég stóð yfir henni, eins og drukkinn maður, sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. Enn á ný lireytti hún út úr sér sörnu orðum og fyrr: »Jæja, komið J)á«. Þarna lá liún með samanklemmdar varir og titrandi reiðiandlit. Hvert í heita, sjóðandi . . .! Hún liefir auðsjáanlega tekið mig fyrir annan, fyrst sem prest og nú — nú . . . »Stúlka! Hver heldur Jrn að ég sé?« »Jæja, komið — — látið J)að verða«. — — — Hana grunaði auðsjáanlega ekki, hver ég var. Ég reisti hana upp. Smám saman byrjuðum við að talast við friðsandega. Með hvíldum sagði stúlkan mér, hvernig í öllu lægi: Hún hugsaði, að ég væri nýi að- stoðar-eltirlitsmaður landeignarinnar, og hún — já, ef stúlka stelur og er gripin . . . nú, ungu herramennirnir sjá í gegnum fingur við þær, ef . . . og hún, hvað gat hún gert, þar sem hún Jægar haíði rúginn í svuntu sinni? Allt her að sama brunni. Að vísu: Ungi herrann er ekki nýi eftirlitsmaðurinn. Jæja, sama livort er. Þetta er vegurinn, sem varð að fara. Öafvitandi fór hún að gæla við hundinn. Hún var herfætt. Tærnar hreyfðust í gróðurj)völu grasinu. Eu í augum hennar voru enn merki óttans. Að lokum tók hún aftur upp svuutuua sína með rúginum og bjóst til brottferðar. Ég stöðvaði hana. Skógurinn var svo töfr- andi, svalur og })ægilegur. Fuglakvakið var að deyja út. Léttur blær, þrunginn ralildi, sveif yfir höfði mér og hærði trjálimið. Roðahvel frá hniginni sól sendi jörð- inni síðustu kveðjur hverfandi dags. Auðvitað var þetta aðeins dálítið þunglyndiskast eða þörf mannsins að gera dálítil góðverk al’ og til: Hér var lítil seytján ára stúlka að hnupla rúgi, til að mala í hrauð: hún á fátæka móður, J)ær húa í óhreinum kofa einhversstaðar í útjaðri þorpsins. »Hlustaðu: Ég á ekki mikla peninga, en nóg til að gefa þér, svo að })ú getir keypt pund af kjöti . . . Ég liefi ekki meira«. Ég stakk nokkrum peningaseðlum í hönd hennar, en í fátinu missti hún J)á. Þá stakk ég þeim í svuntu hennar. »Og taktu þessar. Gefðu bróður þínum J)ær. — Áttu engan bróður? Jæja, J)á einhverjum öðrum —!« og ég tæmdi sígarettuveskið mitt handa henni — — »gefðu J)ær einhverjum, sem J)ér geðjast að, segðu lionum góða þínum . . .« Stúlkan horfir á mig undrandi. Ég er þegar kominn í yztu runna skógarins og hún stendur enn graíkyrr á sama stað. Sígaretturnar hafa runnið úr hendi hennar niður í grasið. »Hvað er að? Því ferð J)ú ekki heim?« Ég kem aftur til hennar, tek upp sígaretturnar og rétti henni á nýj- an leik. Hún grætur. Stæltur líkaminn kippist við af ekka. Hvað er að? Er það hugsýki, eða einhver misskilningur? Snögglega kemur |>að. Hatursorðin snúast upp í bænir. »Hvað vantar yður? Ó, hvers krefjist þér, ungi herra? Ég verð sannarlega að fara heim*. »Gerðu svo vel, enginn varnar þér þess«. »En ég vil ekki«, andvarpar hún, »ég vil ekki . . .« »Hvað vilt þú? Ertu hrædd við eitthvað?« Ég tala sef- andi við liana. Brátt verður hún rólegri. Hún óttast, að ég muni heimsækja sig síðar. Móðir hennar-------móðir hennar myndi brjóta í henni hvert bein, ef svona fínn maður kæmi . . . Allt þorpið hefði hana að liáði og spotti . . . »En ég hef alls ekki hugsað mér að heimsækja þig. Ef })ú vilt, J)á látum oss segja, að ég hafi aldrei séð þig og J)ekki þig alls ekki«. »Svo —?« Augu hennar stæklca af undrun. »En þá?« IJún bendir á peningana og sígaretturnar. »Ég, sem hugs- aði, að ungi lierrann væri hræddur við að ólireinka fötin sín í grasinu — — —« Það er farið að diinma. Hundurinn minn hleypur um óJ)olinmóður. Við nálgumst þorpið hægt og liægt. Stúlk- an er þögul. Örsjaldan segir hún eitt eða tvö orð. Rödd liennar er óvingjarnleg, svipurinn kuldalegur og frá- hrindandi. IJann gefur mér til kynna, hve mjög sam- fylgd mín er henni móti skapi. Við erum að koma inn í Jmrpið. Stúlkan nemur stað- ar og segist vilja snúa inn á hliðargötu af J)ví — - af })ví að liún kæri sig ekki um að mæta neinum úr þorpinu. Þorpslolkið myndi lilæja að lienni, ef einhver sæi liana á gangi með ókunnum manni. »Og þó að J)að væri umsjónarmaður jarðeignarinnar?« »Ó-nei, guð varðveiti okkur. Ekki lieldur með hon- um«. En hvað hugsa ég um hana? Hún er ekki lík stúlkunum í borginni. Rödd hennar hljómar köld og J)ur. Og ég má ekki einu sinni hugsa mér að sjá hana heima. »Þú liugsar þá, að ég hefði fremur átt að gera það þarna inni í skóginum?« »Já. Herrarnir gera það alltaf. Þeir grípa stúlkur að óvörum . . . Umsjónarmaðurinn heimtar það, að . . .« »En ég gerði þér ekkert mein«. Hún horfir til þorps- ins í örvæntingu. Sígarettunum lieldur hún í hendinni,

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.