Nýja stúdentablaðið - 16.12.1934, Blaðsíða 8
«
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
eins og hún ætli að skila mér þeim aftur. — Nei, móðir
hennar er heima og — hver veit, ef tii vill einhver pilt-
ur með ógreiddan hárlubbann . . .
»Gerið svo vel að elta mig ekki«, kveinar hún. »Gerið
mér ekkert mein heima«.
Hvað er þetta? Er það ég, sem hleyp hurtu, eða er
það hundurinn minn? Fæturnir Jiafa víst hreyfzt sjálfir,
knúðir af geðshræringu minni.
Stúlkan er þegar á brottu. Hún tók á sprett inn í lilið-
argötu, yfir í hinn enda þorpsins. Hún lileypur með
stolna rúginn og peningagjöfina. A morgun verður liátíð
í kofanum. Og allir þakka í huga sér eftirlitsmanninum,
sem ekki krafðist neinna launa!
Þorpið sefur í djúpri værð.
Karl Strand þýddi.
Jaroslawslti svarar —
[E. Jaroslawski er ritari Guðleysingja hreyfingarinnar í Sovétríkjunum,
sem menn munu kannast við af skrifum »Bjarma« og »Morgunblaðsins«].
Spurning: Hvaða afstöðu taka Guðleysingjarnir til trú-
arlegrar hljómlistar, t. d. tónverka Bachs?
Svar: Ég vil nota tækifærið í samhandi við þessa
spurningu og gera grein fyrir afstöðu vorri til trúar-
legrar listar yfirieitt.
Sem stendur er mikil háreysti á ferðum meðal iivít-
liða Vestur-Evrópu út af því, að við höfum rifið Endur-
lausnarkirkjuna í Moskva. Víst rifum við margar kirkj-
ur, sem borgarastétt heimsins og hvítliðarnir rússnesku
höfðu tekið ástfóstri við. En ef þér hefðuð séð Endur-
lausnarkirkjuna, hefðuð þér orðið að viðurkenna, að
erfitt væri að finna ósmekklegra listaverk nokkurstaðar
í Evrópu eða í heimi öllum. En það er ekki aðalatriðið.
Á söfnum vorum er þegar varðveitt allt, sem þessi kirkja
átti verðmætt frá listrænu sjónarmiði, bæði málverk og
standmyndir. Vér eigum sérstakt safn fyrir helgimyndir.
Þar eru geymd trúarleg verk ýmsra meistara. Ég hefi
þegar getið þess við yður, að vér sýnum »Lohengrin« á
leikhúsum, en sú ópera getur talizt til trúarlegrar hljóm-
listar. Vér sýnum og ýms önnur verk, sem hafa að geyma
ýms trúarleg atriði. Afstöðu vora til trúarlegrar Jistar
mætti orða á þennan hátt: Vér metum snilid meistar-
anna, þar sem hún kemur fram í slíkri list. Vér metum
þessi listaverk sem söguiegar minjar, sem sérstök lista-
verk, er beri vott um einkenni hugmyndalífs einnar eða
annarrar stéttar. Það eru aðeins kerlingabækur borgara-
stéttarinnar, að við eyðileggjum listaverk sem siðleys-
ingjar og villimenn. Vér varðveitum grandgæfilega allt,
sem hefir verulegt gildi sem listaverk, hvort sem |>að
er á sviði hljómlistar, málaralistar, höggmyndalistar,
byggingalistar eða hókmennta. I því skyni greiðum vér
mikið fé, og ef ásaka ætti oss fyrir eitthvað, þá gæti
það aðeins orðið fyrir það, að vér beittum allt of mik-
illi varkárni, er um er að ræða, hvort eyðileggja skuli
minjar sögulegs gildis. Þér munuð hafa veitt athygli
súluhyggðri smákirkju, krosslausri, sem stendur afsíðis
við rauða torgið. Hún truflar Iieildarmynd rauða torgs-
ins, en ennþá hefir henni verið lilíl’t, sökum þess, að
hún hefir víst sögulegt gildi. Eða t. d. Wassilij-dómkirkj-
an. Hún er auðvitað á engan hátt í samræmi við torgið
allt, sem er þrungið stíl og minjum byltingar. En dóm-
kirkjan er listaverk, sem ítalskur meistari leysti af hönd-
um. Sagnir lierma, að Ivan hinn grimmi liafi látið ráða
hann af dögum. Er kirkjusmíðinu var lokið, voru augu
hans stungin út, svo að hann gæti eigi reist slíka kirkju
neinstaðar annars staðar. Slíkum sögumiujum þyrmum
við. Rangt væri, ef vér t. d. vildum leggja hann á tón-
list Bachs, sökum þess, að hún tilheyrir trúarlegri hljóm-
list. Eg hygg, að hún veki verkalýð vornm engar trúar-
legar tilfinningar, heldur muni hún vekja lijá honum
aðrar tilfinningar og geðbrigði. Það, sem listamaður leysir
af hendi (skapar) eftir tilmælum trúarlegs félagsskapar,
geta aðrir notið og skilið á sinn sérstaka hátt. — Ég er
eigi kunnur sögu listaverka Bachs, en að minnsta kosti
er mikill fjöldi listaverka til orðinn samkvæmt beiðni
og fyrirmælum lénsherranna, kirkjulegra stétta o. s. frv.
Þetta hindrar oss á engan hátt frá að varðveita lista-
verk þessa tímabils og geyma málverk og höggmyndir
af þessu tagi á söfnum og 1 öðrum stofnunum verka-
lýðnum til sýnis. Það útilokar oss heldur eigi frá, að
nema tækni og listverkni af slíkum verkum.
Yér deilum þeirri skoðun með þeim forgöngumönn-
um, sem ruddu konnnúnismanum braut meðal vor, að
liinn vísindalegi socialismi sé hin þroskuðustu vísindi
og jafnframt samstæða hinna fjölþættustu menningar-
greina.
Og í þágu Þessa félagslífs getum við notað fjölmargt
frá hinum gamla heimi. Hinn gamli heimur liefir skap-
að sérstaka starfsháttu, sérstaka tækni, og vér erum mjög
fjarri því, að útrýma allt í einu eftir byltinguna öllu,
sem hin borgaralega menning og menning lénsskipulags-
ins hefir skapað, sökum þess, að við kynnum eigi að
færa oss það í nyt.
Nei, öllu, sem nothæft er frá þessum menningarskeið-
um, umbreytum við í samstæður og veitum verkalýðn-
uin þær aftur í því formi, sem hefir starfrænust áhrif
á hina socialistisku sköpun.
En vér sköpum og list, sem að formi og innviðum
birtist sem ný socialistisk öreigalist.
Þýtt úr þýzku.
Eldri blöð af -Nýja stúdéntablaðinu* geta menn
fengið keypt með góðum kjörum, ef þcir vilja halda
hlaðinu saman frá upphafi. Geta menn snúið sér ann-
aðhvort til afgreiðslumanns,- Ármanns Jakobssonar, eða
ritstjórans.