Nýja stúdentablaðið - 01.12.1936, Blaðsíða 1

Nýja stúdentablaðið - 01.12.1936, Blaðsíða 1
☆ 4. árg. — 5. tbl. des. 1936 rrcoA STUDENTÁBIÁÐIÐ GEFIÐ Ú T A F „FÉLAGI RÓTTÆKRA S T Ú D E N T A“ Ármann Halldórsson mag, art.: Friðarvinur fær gat Carl von Ossietzky. Fyrir skönimu Morgunblaðið flutt okkur, lesendum sínum þáfregn, að stórþingið norska (eða nánar tiltekið nel'nd kjör- in af því) hafi veitt þýzk- um landráðamanni frið- arverðlaun Nobels. Svona siðspilltir áttu þeir að vera orðnir, þessir frænd- ur okkar fyrir austan liaf- ið, að veita landráða- manni bina æðstu viður- kenningu, sem þeir áttu á boðstóhun! Jafnvel þótl þessi „landráðamaður“ hefði engin itök átt í liuga okkar, liefðum við verið svo frændræknir, að við hefðum kvnnt okkur mála- vöxtu, áður en við liefðum trúað þessu, því að það er vitanlegt, að það var samkvæmt kröfu mestallrar norsku þjóðarinnar, að þetta var gert. Þessi „landráðamaður“, sem Morgunblaðið átti við, var Carl von Ossietzky. Hér á eftir fer örstult ágrip af sögu hans, en þeini, sem vilja kynna sér sögu lians hetur, mætti m. a. henda á Kurt Singer: Ossietzky (Det norske Arbeiderpartis for- lag). Baron Carl von Ossietzky fæddist i Hamburg árið 1889. Foreldrar lians höfðu aðalstign, en voru svo fá- tæk, að þau gátu ekki kostað hann i menntaskóla. Á unga aldri lagði Carl niður barónstitil sinn. Snemma tók hann að yrkja ádeiluljóð stjórnmálalegs eðlis. Er stríðið skall á, gekk liann i lið með Þjóðverjum. Sú reynsla, er liann fékk af styrjöldinni, varð ekki til að sannfæra hann um ágæti stríðsins. Hann ákvað að styrj- öldinni lokinni að helga lif sitt hugsjón friðarins. Og friðarverðlaun. þeirri hugsjón liefir liann barizl fyrir af slíkri fórn- fýsi og dirfsku, að liann má nú teljast ein af lielztu andlegu lietjum nútímans. — Árið 1922 skipulagði liann friðarhreyfinguna: Aldrei framar stríð (Nie wieder Ivrieg). Slík hreyfing átti næsta örðugt uppdráttar á Þýzkalandi á þeim tíma. Helztu friðarvinir voru þá of- sóttir og myrtir af striðsæsingarmönnum (Feme-morð- ingjar), sem óðu uppi í landinu, en Ossietzky lét aldrei bilbug á sér finna. Árið 1926 varð liann ritstjóri við „Die Weltbúhne“. Þar beitti liann ritsnilld sinni i þágu friðarmálanna og til gagnrýningar á réttarfarinu, sein engan veginn var í liöndum jafnaðarmanna og frjáls- ljmdra, lieldur oft og einatt heitt gegn þeim á hinn smánarlegasta liátt. „Die Weltbiilme“ var mjög víðlesið blað, sem naut mikils trausts. En þess má geta um Ossietzky, að hann skipaði sér aldrei i neinn stjórn- málaflokk. Það er hér aðallega eitt mál, sem skal rakið til nokk- urrar hlítar, af því að það mun vera tilefnið til þess, að Morgunblaðið heiðrar Ossietzky með nafngiftinni: „landráðamaður“. Auk þess lætur blaðið í veðri vaka, að jafnaðarmenn hafi átt einlivern þátt i fangelsun Ossietzkys. En staðreyndirnar tala bara öðru máli. Ár- ið 1929 birtist i Welthúhne grein eftir Walter Ivreiser (Windiges aus der deutschen Luftfahrt). Greinin fjall- ar um upplýsingar, sem ári áður voru prentaðar og út- býttar þingmönnum Ríkisdagsins. En jafnvel þótt grein- in hafi stuðzt við staðreyndir, sem ræddar höfðu verið opinberlega í þinginu, krafðist Das Reichswehr, að mál yrði höfðað gegn Kreiser og Ossietzky og þeir kærðir fyrir landráð og uppljóstran liernaðarlegra leyndarmála. Málinu var lialdið leyndu og ákærðum skipað að þegja um það, en þegar dómurinn kom, hljóðaði hann á lVz árs fangelsisvist fyrir hvorn um sig. Sex mánuðir liðu, áður en Ossietzky fór í fangelsið. Á þeim tíma liafði honum verið levft að lialda pappírum sínum. Það var

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.