Nýja stúdentablaðið - 01.03.1937, Síða 2

Nýja stúdentablaðið - 01.03.1937, Síða 2
2 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ fyrir niig og aðra rithöfunda, sem iiafa orðið fyrir þvi sama. En það er dálítið meira. Þetta mál snertir aila, því að nú getur fólkið ekki fengið að lesa þær bækur, sem það gjarna vildi lesa. Þetta er mál, sem við kemur öllum frjálsum mönnum, öllu skynsömu, hugsandi fólki, öllum andans mönnum og mannvinum, hvar sem er á hnettinum. Á tímum síðustu lieimsstyrjaldar talaði ég stundum uin „villidýrið með tækniheilann“, þegar ég vildi túlka skoðun mina á þýzka herforingjaráðinu og öllum þess fyrirætlunum og útreikningum. Það er þetta villidýr, sem nú æðir um Spán, og tækniheilinn liefir framleitt morðvopn, sem hvergi eiga sinn líka. Allir liugsandi menn i heiminum hljóta að óttast þessi eyðingaröfl og verða að leggjast á eitt við að finna ráð til þess að leggja villidýrið í hlekki og drepa það. Það mæla all- ar líkur með þvi, að það, sem nú er að gerast á Spáni, verði næst hlutskipti Frakklands og Belgíu. Með hjálp hrezka íhaldsins verður reynt að koma því einnig fram á Stóra-Bretlandi, og sú getur komið tíðin að lokum, að liið-einasta land frelsis og lýðræðis í heiminum verði það landið, sem nú er stimplað sem einræðisland, nefni- lega Sovét-Rússland. Ég óska ekki, að þannið fari, og ég trúi því ekki lield- ur, að slíkt eigi eftir að koma fyrir. En ég trúi því, að það beri nauðsyn til að vara fólkið si og æ við hætt- unni, og að það sé skylda tivers einasta andans manns i þeim löndum, þar sem frelsið enn á sér samastað. Ég trúi því, að lýðræðið l)úi sjálft yfir andlegum úr- ræðum til varnar —, eigi sína menningarlegu yfirburði. Ég trúi þvi, að þetta komi i ljós i dag úti fyrir hliðum Madrid-borgar og muni koma í Ijós i öllum þeim hér- uðum Spánar, sem enn eru frjáls og ekki liafa verið toðin fótum þessara hlóðþyrstu villimanna. Ég trúi þvi, að áður en langt um líður, muni Ameríka, eins og þjóð- irnar á Stóra- Bretlandi og Norðurlöndum, öðlasl skiln- ing á því, hve þessi hætta er gífurleg og livað i henni felsl — ég trúi þvi, að fræðslan ojmi augu manna og að hinar frjálsu þjóðir muni laka höndum saman. Og einn liðurinn í þessu starfi er sá, að þið eruð hér í kvöld, að ræðumennirnir hafa talað til ykkar hvatn- ingarorðum, og að rithöfundarnir í hinum vestlægari hluta Bandaríkjanna koma saman til þess að hugsa tala og vinna hver með öðrum gegn þessari hættu. Um allt það annað, sem ég hefi að segja, get ég verið stuttorður. Ef berjast á gegn villidýri með tækniheila, verður maður sjálfur að hafa tækniheila. Sá maður er glataður, sem gengur með boga og örvamæli i hönd til orustu við sprengikúlur, vélhyssur og eiturgas. Þess vegna verðum við, sem byggjum þetta land, að kynna okkur tæknina — tækni lýðræðisins. Við verðum að fá fólkið til þess að skilja, hvað lýðræði i raun og veru þýðir, við verðuni að kveða niður þann ósvifna hugs- unarhátt, að am.erikanismi sé sama og kajiítaiismi. Við Helgi Laxdal: Um kvenréttindi. Hér á landi á svo að lieita, nú orðið, að konan sé jafnréttliá karlmanninum. Allir vita þó, að þetta er ekki reyndin, lieldur þvert á móti. Bæði um stöður, laun og skoðanir, er hún sett skör lægra og það jafnvel svo, að þó að liún vinni nákvæmlega sama starf og karlmað- urinn, gelzt henni samt þriðjungi til helmingi minna kaup. Dæmi þessa eru t. d. þær stúlkur, er gegna gjald- kcrastörfum við ýms fyrirtæki hér í bæ og víðar. Að vísu má kvenþjóðin láta í ljós skoðanir sínar, en þær eru yfirleitt ekki teknar eins til greina og skoð- anir karlmannanna. Þetta stafar vitanlega að nokkru leyti af því, að hún liefir ekki staðið honum jafnfætis um þekkingu og fé- lagslegan þroska. En það er, eins og sýnt mun verða liér, ekki orsök þessa, heldur afleiðing þess „skij)lags“, sem byggðist á hnefaréttinum. Orsakir misréttisins eru vafalaust margar og misjafn- ar. Sumar eru sjálfsagt uj)j)runalegar, meðfæddar, en þær veigameslu eiga þó rætur sínar í ástandi liðinna alda, sem síðan hefir myndað rólgrónar skoðanir um þessi mál; og þær skoðanir eru síðan orðnar, eftir að orsakir þeirra eru að mestu liorfnar, einn af stærstu þröskuldunum á vegi jafnréttisins. Til að skýra þetla, verður að rifja upp sögu konunn- ar á liðnum öldum, ]iátt hennar í framleiðslunni og verkaskiptinguna. Það er álit fræðimanna, að fjölskyldulífið (heimilis- haldið) sé, þrátl fjTrir aldur sinn, ekki ujijmunalegt fyrir- brigði, og ekki eins gamalt og t. d. samheldni ættarinnar. Meðan svo er, er verkskijitingin milli karls og konu lítil eða engin, og sýnir það m. a., að hún stendur hon- um lítið að haki um atgerfi allt. Hinsvegar kemur verka- skiptingin milli kynjanna mjög snemma fram, og með henni fjölskyldulifið. Fyrr á timum — og ennþá meðal frumstæðra þjóða — var konan mjög bundin við heimilið, þvi að auk þess að verðmn að verja skipulag okkar og réttindi fyrir þeim mönnum, sem í nafni skipulagsins ráðast á það og gera tilraunir til að koma því fyrir kattarnef. Við verðum að verja fána okkar fyrir leiguþjónum auðvaldsins, sem vilja, að hann sé tákn um þrældóm verkalýðsins og allrar þjóðarinnar. Þórarinn Giiðnason y þýddi lauslega.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.