Merki krossins - 01.11.1939, Page 2

Merki krossins - 01.11.1939, Page 2
Nóvembermánuður (Hclga<1ur B.ilum frarnliðinna). Kirkjugarðar eru í ýmsum lönd- um ei,nsi og söfn. listaverka, sem lista- menn hafa unnið samkvæmt því, sem hugsunin um dauðann og upprisuna og alt það, sem er tengt saman við þessar hugsanir, skaut þeim í brjóst. Og fátt er eins áhrifamikið og það, að fara um þessar dauðaborgir og dást að þessum voldugu listaverkum og hugsa um leið um þá, sem hvíla þar. Þeir, sem iifa, gáfu þessi verk til heiðurs þeim. Maður finnur, út- höggna í steini, alvöru lífsips en sér- staklega alvöru dauðans,. Eitt af þessum listaverkum, sem hefir haft mikil áhrif á marga menn vildi, ég nefna af því það er svo þýðingarríkt. Það sem verkið leiðir fyrir sjónir er þetta: Ríkur maður og glaður vi,na- hópur fara á veiðar. Þeir eru á hest- baki. En hesturinn, sem, er í farar- broddi, hrekkur alt í einu við. Þrjár grafir með beinagrindum liggja opn- ar fyrir framan þá. Mennirnir skjálfa af geðshræringu. Hið hryggilega, sem dauðinn felur í sér, heldur í greip- um sínum þeim, sem fóru áhyggju- lausir og glaðværir til þess að skemta sér. Þessar tilfinningar eiga rætur sínar djúpt í mannseðlinu. Guð sjálf- ur hefir lagt þær þar, og vér getum farið um víðan heim, hvort sem er til hinna mentuðu þjóða eða til frum- byggjanna í hin.um víðáttumiklu frumskógum meginlandanna, því nær alstaðar finnum vér þennan ótta fyrir dauðanum, en einnig, og þetta er þýðingarmeira, vér finnum þessa umhyggju um að fullnægja sálum framliðinna, í öllu því, er getur verið þeim tili gagns, því aUir vita, að þess- ar sátír lifa. — Það eru náttúrulögin, sem allir menn heyra, óma innst í sál- ijmi. Náttúrulögin eru hin fyrsta op- inberun Guðs til mannanna og þeir, sem hafa heyrt hana eina, hlýða henni ef til vill betur en þeir, sem vita um aðra opjnberun Guðs, þegar hann talaði til Gyðinganna fyrir munn Móse og spámannanna, betur en þeir, sem vita um hina síðu&tu op- inberun Guðs, þegar ha,nn talaði til vor fyri,r munn einkasonar síns, Jesú Krists. I hverri opinberun af annari tal- aði Guð skýrara og ákveðnara, þess vegna er skylda vor til að hlýða orð- inu stöðugt alvarlegri. Vér vitum hvernig náttúrulögin tala, en það gleður og huggar oss, þegar vér les- um í gamla testamentinu hvernig Guð hafði jstaðfest þessi lög í kenningu sinni til síns útvalda lýðs. Júdas Makkabeus bendir á þessa kenningu þegar hann segir: »Það er góð og gagnleg hugsun að biðja fyrir fram- liðnum, svo að þeir hreinsist af synd- um sínum«. Þassi orð ritningarinnar eru skýr, það þarf ekki, meira. En vér skulum sjá, hvernig vor dýrmæta kristna trú hefir látið þessa kenn- ingu þróast og hefir rótfest hana í sínu dýpsta innra lífi. Þessi íhugun mun hvetja oss til að biðja fyrir hin- um kæru framliðnu, en einnig mun- um vér dást að þessari kenningu, svo að vér munum vera ánægðir með það, sem vor kristna trú býður oss í þassu efni og ekki leita annað, eins og þeir, sem hugsa altaf að það, sem aðrir hafa, sé betra en það, sem er heima fyrir. Merki kre»in* 2

x

Merki krossins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.