Merki krossins - 01.11.1939, Side 8
mjög mikið. Hinn 15. apríl 1905 dó
önnur systir hennar, 32 ára, gömul,
eftir langa og þunga legu. Hún var
fín og göfug kona og Elísabet elsk-
aði hana með móðurlegri umhyggju.
Elísabet skrifaði bók um hana: »Sál«,
sem kom út 1906, aðeins fyrir vanda-
menn og vini sína, því bókin var ekki,
ti,l sölu. Felix Leseur lét prenta hana,
eítir ósk margra, aftast í bókinni
»Andlegt líf«, bók, s.em fanst að El-
ísabetu látinni. Faðir J. Hébert 0. P.,
skriftafaðir hennar í rúmlega 10 ár,
skrifaði áhrifaríkan formála fyrir
»Bréf um þjáninguna«, sem voru gef-
ín út eftir fráfall Elísabetar, og ha,nn
segir í bréfi einu frá því, með hve
miklum áhuga hann hafi lesið bókina
»Sál«, og hve mikið gagn hann hafði
af því: »Það er ekki hægt. að mæta
svo faptri trú, svo traustri og ein-
faldri guðrækni, svo örlátri, undir-
gefni, svo öruggri, yfirnáttúr-
legri von, svo að það hafi ekki áhrif
á mann«. — Þessi bók ber einnig vott
utn þá miklu sorg, sem sjúkdómur og
fráfall systur hennar bakaði henni.
Við þetta bættust enn önnur áföll:
systir hennar, sú eina, sem eftir var
á l'ífi, var mjög veik; heilsu, móður
hennar hnignaði altaf. En verra en
alt þetta var sá andlegi einstæðings-
skapur, sem sál hennar átti við að
búa, því hinir venjulegu samvistar-
menn hennar voru trúlausir.
Það er áhrifamikið að lesa í dag-
bók hennar og bréfum hvað hún seg-
ir um þetta., hið þyngsta í þjáningum
sínum. Það kemur oft. fyrir, að ein-
hver í fjölskyldu heldur sig vera mjög
einmana af því að hinir skilja hann
ekki eða af annari ástæðu sem er ef
til vill honum sjálfum að kenna. Og
þetta getur valdið miklum áhyggjum.
En verra er það, þegar göfug kona
með fastri kaþólskri, trú og lífsskoð-
un á, vegna þess að hún giftist trú-
lausum manni, að lifa í umhverfi, sem
er algjörlega trúlaust, og e,r þó ef til
vill ekki fjandsamlegt, henni sjálfri
heldur lífgskoðun hennar. Þetta verð-
ur andleg þjáning, sem er tæplega
bærileg. »Endurlausnari. minn, þú
veizt að ég er mjög einmana, og þú
veizt eirmig, hvað ég þjáist af mót-
spyrnu og skeytingarleysi sumra«.
Þessa bæn skrifaði hún í dagbók sína
og altaf skrifar hún um þessa and-
legu einveru, s,em er svo þung að bera.
Þannig var æfi Elísabetar Leseur
a.ð öllu leyti óþrjótandi og mikil þján-
ing. En þessi þjáning var sál hennar
til mikils gagns, og einnig sálum
þeirra, sem hún bar sína þjáningu
fyrir, fyrst. og fremsf sál eigin-
mannsins. Ekki má gleyma því gagni,
sem hún gerir öllum þeim, er lesa
bækur hennar og finna, þar aftur
hina sönnu kristnu lifsskoðun með
því að skilja þýðingu þjáningarinnar
í ljósi kristinnar trúar.
Frh.
Bæn til Guðs
uin að öðlast sáluhjálplega (lauðaMlund!
Lífið sjálft! að luktri asfi
leys mitt bann fyr iðran sanna.
Oleó smurður veit að ég verða
viðr-kennandi mjúkleik þenna.
Hreinast gef þú hjarta inínu
liold og blóð, það er tókst af móður,
lystiligu að leiðar nesti,
leysist er iind af holdsins böndum.
(Úr *Lilju«).
Kitstjóri: Marteinn Vroomen.
Prentsmiðja Jðns Helgasonar.
Merki krossina
8
Cum lic. Sup.