Merki krossins - 01.11.1939, Page 4
þeirrar fullkomnunax, sem hann hef-
ir boðið. Þesa vegna er það óhjá-
kvæmilegt að það sé staður í öðru
lífi þar sem þessar sálir geti hreins-
ast áður en þær fara inn í hinn ævar-
andi brúðkaupssal.
Judas Makkabeus, sem talað er
um í gamla testamentinu, var sann-
færður um þetta, þegar hann lét færa
Guði fórnir til þess að fallnir her-
menn hans myndu hreinsast af synd-
um sínum, hann sagði: »Það er góð
og gagnleg hugsun að biðja fyrir
framliðnum, svo að þeir hreinsist af
syndum sínum«.
Þegar Jesús Kristur segir að það
séu syndir til sem verða ekki fyrir-
gefnar, hvorki í þessum heimi né
heldur í hijium komanda,, eigum vér
þá ekki að skilja, að aðrar syndir
verði fyrirgefnar í þessum heimi eða
í hinum komanda og að það hlýtur
að vera til hreinsunarstaður í öðru
lífi. Kristur mælti ennfremur: »Vertu
skjótur til sætta við mótstöðumann
þinn, meðan þú ert enn á veginum
með honum, svo að mótstöðumaðurinn
selji þig eigi dómaranum í hendur,
og dómarinn selj i þig þjóninum í
hendur og þér verði varpað í fangelsi.
Sannlega segi ég þér: Þú munt alls
ekki komast út, fyr en þú hefir borg-
að hinn síðasta eyri«. H. Páll postuli
talaði einnig um þennan hreinsunar-
stað þegar hann sagði: »Ef einhver
byggir ofan á grundvöllinn gull, sjlf-
ur, dýra steina, tré, hey, hálm, þá mun
verk hvers um sig verða augljóst, því
að dagurinn mun leiða það í ljós af
því að hann opinberast með eldi,; og
hvílíkt verk hvers eins er, það mun
eldurinn prófa. Ef nú verk einhvers
fær staðist, það er hann bygði ofan
á, mun hann taka laun. Ef verk ein-
hvers brennur upp, mun hann bíða
tjón, en sjálfur mun hann frelsaður
verða, en þó eins og úr eldi«.
Vér getum lesið á fyrstu grafreit-
um kristinna manna hvernig þei,r
hugsuðu um það að biðja fyrir hin-
um framliðnu, til þess að þeir skyldu
öðlast eilífa hvíld, og' allar kristnar
aldir hafa að segja frá því sama, alt-
af hafa kristnir menn hugsað til
bræðra sinna í öðru lífi, og hjálpað
þeim með bænum sínum. Altaf hafa
kristnir menn, vitað að allar sálir eru
sameinaðar, hvort þær séu hér á
jörðu eða á himnum eða á hreinsun-
arstaðnum og að öllum þeim, sem
þurfa á hjálp að halda, er hjálpað af
þeim er geta hjálpað. Þessi hugsun er
huggun vor í raunum vorum, en einn-
ig huggun og von framliðinna sálna.
»Maður mun frelsaður verða. en þó
eins og úr eldi«, — aðeins í öðru lífi
munum vér vita nákvæmlega hveni-
ig sálir framliðinna eiga að hreins-
ast, en það sem vér vitum nú þegar
með vissu, það er að þær þjást ekki
af neinu svo mikið, sem af þeirri
sannfæringu, að þær geta ekki enn-
þá séð Guð augliti til auglitis vegna
sinna eigin synda. Og því meir sem
þær losna vi,ð þessa syndabyrði, því
meira ást þeirra opnar sig fyrir
Guði, þess dýpra og greinilegra finna
þær til þess að þær sjá ekki Guð, sem
er einasta takmark sálaripnar. Heim-
þráin til föðursins á himnum slær
þessar sálir eins og með eldlegum
refsivöndum og sálin fipnur til eftir
því sem hún verður hreinni.
Það er hið einkennilega hjá sálun-
um í hreinsunarstaðnum, að það er
ekki eipgöngu refsing og þjáning eins
og í eilífri glötun, en einnig heit ást,
glöð von og vissa um eilífa sælu.
Hreinsunarstaður er fyrir margar
Merki krocsinc
4